Nota beltabíla og hitamyndavélar til að glíma við sinueldinn Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2023 15:20 Bæði gömul og nýleg hús eru í námunda við sinueldinn. Vísir/Egill Á þriðja tug slökkviliðsmanna glímir nú við sinueld sem logar í Straumsvík við Hafnarfjörð. Það fær liðsauka frá björgunarsveitum og ríkislögreglustjóra sem útveguðu beltabíla og hitamyndavélar. Engin mannvirki eru sögð í hættu. Að neðan má sjá myndskeið frá vettvangi sem Egill Aðalsteinsson tökumaður okkar tók. Tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík um klukkan 13:00 í dag. Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarvarðstjóri í aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að tuttugu til þrjátíu slökkviliðsmenn glími nú við eldinn. Fyrsti beltabíllinn mættur ásamt björgunarsveitarfólki frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Eldurinn sé ekki mikill en útbreiddur. Svæðið sé erfitt yfirferðar, gróft hraun og mói, og fátt sé um stíga til að keyra. Slökkvistarf sé í gangi og ekki útséð um hvenær náist að ráða niðurlögum eldsins. „Við erum komin með aðstoð frá Landsbjörg og ríkislögreglustjóra, hitamyndavélar og annað. Það er töluverð starfsemi í gangi,“ segir Þorsteinn. Gömul útihús eru á jörðinni í Straumsvík. Einhver þeirra hafa orðið eldi að bráð.Vísir/Vilhelm Hann segir minni hús á svæðinu en ekki sé talið að þau séu í hættu. Litlir gamlir kofar hafi orðið eldi að bráð en ekki hafi verið nein verðmæti í þeim. Sinueldur í forgrunni og álverið í Straumsvík og Hafnarfjörður í baksýn.Reynir Freyr Pétursson Snjóbílar, svokallaðir Högglundar, frá Landsbjörg eru nú komnir á staðinn. Þeir eiga að þjappa niður jarðveg og flytja búnað og dælur að þeim stöðum þar sem eldurinn logar. Bíll virðist hafa skemmst í sinueldinum í Straumsvík.Vísir/Vilhelm Nokkur hús eru í nágrenni sinueldsins og í töluverðri hættu.Vísir/Egill Sinubruninn nær yfir töluvert stórt svæði.Vísir/Egill Þessi skúr varð eldinum að bráð.Vísir/Egill Slökkvilið Hafnarfjörður Björgunarsveitir Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Tilkynnt um sinueld nærri Straumsvík Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 13 í dag. 23. mars 2023 13:22 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Að neðan má sjá myndskeið frá vettvangi sem Egill Aðalsteinsson tökumaður okkar tók. Tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík um klukkan 13:00 í dag. Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarvarðstjóri í aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að tuttugu til þrjátíu slökkviliðsmenn glími nú við eldinn. Fyrsti beltabíllinn mættur ásamt björgunarsveitarfólki frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Eldurinn sé ekki mikill en útbreiddur. Svæðið sé erfitt yfirferðar, gróft hraun og mói, og fátt sé um stíga til að keyra. Slökkvistarf sé í gangi og ekki útséð um hvenær náist að ráða niðurlögum eldsins. „Við erum komin með aðstoð frá Landsbjörg og ríkislögreglustjóra, hitamyndavélar og annað. Það er töluverð starfsemi í gangi,“ segir Þorsteinn. Gömul útihús eru á jörðinni í Straumsvík. Einhver þeirra hafa orðið eldi að bráð.Vísir/Vilhelm Hann segir minni hús á svæðinu en ekki sé talið að þau séu í hættu. Litlir gamlir kofar hafi orðið eldi að bráð en ekki hafi verið nein verðmæti í þeim. Sinueldur í forgrunni og álverið í Straumsvík og Hafnarfjörður í baksýn.Reynir Freyr Pétursson Snjóbílar, svokallaðir Högglundar, frá Landsbjörg eru nú komnir á staðinn. Þeir eiga að þjappa niður jarðveg og flytja búnað og dælur að þeim stöðum þar sem eldurinn logar. Bíll virðist hafa skemmst í sinueldinum í Straumsvík.Vísir/Vilhelm Nokkur hús eru í nágrenni sinueldsins og í töluverðri hættu.Vísir/Egill Sinubruninn nær yfir töluvert stórt svæði.Vísir/Egill Þessi skúr varð eldinum að bráð.Vísir/Egill
Slökkvilið Hafnarfjörður Björgunarsveitir Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Tilkynnt um sinueld nærri Straumsvík Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 13 í dag. 23. mars 2023 13:22 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Tilkynnt um sinueld nærri Straumsvík Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 13 í dag. 23. mars 2023 13:22