Mikið í húfi að fá veðurstöð í Vík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2023 13:51 Umferð ferðamanna um Vík í Mýrdal hefur margfaldast á undanförnum árum. Vísir/Jóhann K. Unnið er að því að fá veðurstöð í Vík í Mýrdal. Sveitarstjórnin telur að í ljósi margföldunar umferðar um svæðið á síðustu árum sé mikið í húfi að hægt sé að spá fyrir um veðrið á svæðinu með sem nákvæmustum hætti. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á fundi hennar í síðustu viku að leggja til við Veðurstofuna að sett yrði upp veðurstöð við Vík. „Nákvæmari veðurmælingar gætu eflt til muna öryggi á svæðinu með nákvæmari mælingum á veðri. Umferð um svæðið hefur margfaldast á síðustu árum og því er mikið í húfi að geta spáð fyrir veðri með sem nákvæmustum hætti. Bærinn er mjög útsettur fyrir stormum og hvassviðri með tilliti til sandfoks úr Víkurfjöru og veður verður þess enn fremur oft valdandi að loka þurfi þjóðvegi 1,“ segir í tillögunni sem samþykkt var á fundinum. Í framhaldi af samþykkt tillögunnar hafa bréfaskipti farið á milli Einars Freys Einarsonar, sveitarstjóra og Óðins Þórarinssonar, rekstrarstjóra mælikerfa hjá Veðurstofunni. Fagna tillögum um samstarf Upplýsti Óðinn Einar Frey um að í ljósi þröngrar fjárhagslegrar stöðu Veðurstofunnar hafi sambærilegum erindum til stofnunarinnar yfirleitt verið svarað á þá leið að samstarfi um uppsetningu veðurstöðva væri fagnað. „Samstarfið hefur þá verið sett í form samnings um kostnaðarþátttöku og hlutverk hvors aðila fyrir sig,“ skrifaði Óðinn og lýsti Veðurstofuna reiðubúna til viðræðna um samning að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: „Ef Mýrdalshreppur er tilbúin til að leggja veðurstöðinni til heppilegan stað til frambúðar og að bera kostnað af lagningu og notkun rafmagns og/eða til umhirðu og tæmingu úrkomumælis ásamt kostnaði við jarðvinnu til að koma mælitækjum fyrir er Veðurstofa Íslands tilbúin til viðræðu um samning.“ Í framhaldinu fóru fundarhöld fram á milli fulltrúa sveitarfélagsins og Veðurstofunnar þar sem niðurstaðan var sú að kanna fýsileika þess að setja upp veðurstöð í nágrenni við kirkjugarðinn í Vík. Hefur Einari Frey, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, og skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins, verið falið að ganga frá samningum við Veðurstofuna um uppsetningu veðurstöðvarinnar. Veður Mýrdalshreppur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á fundi hennar í síðustu viku að leggja til við Veðurstofuna að sett yrði upp veðurstöð við Vík. „Nákvæmari veðurmælingar gætu eflt til muna öryggi á svæðinu með nákvæmari mælingum á veðri. Umferð um svæðið hefur margfaldast á síðustu árum og því er mikið í húfi að geta spáð fyrir veðri með sem nákvæmustum hætti. Bærinn er mjög útsettur fyrir stormum og hvassviðri með tilliti til sandfoks úr Víkurfjöru og veður verður þess enn fremur oft valdandi að loka þurfi þjóðvegi 1,“ segir í tillögunni sem samþykkt var á fundinum. Í framhaldi af samþykkt tillögunnar hafa bréfaskipti farið á milli Einars Freys Einarsonar, sveitarstjóra og Óðins Þórarinssonar, rekstrarstjóra mælikerfa hjá Veðurstofunni. Fagna tillögum um samstarf Upplýsti Óðinn Einar Frey um að í ljósi þröngrar fjárhagslegrar stöðu Veðurstofunnar hafi sambærilegum erindum til stofnunarinnar yfirleitt verið svarað á þá leið að samstarfi um uppsetningu veðurstöðva væri fagnað. „Samstarfið hefur þá verið sett í form samnings um kostnaðarþátttöku og hlutverk hvors aðila fyrir sig,“ skrifaði Óðinn og lýsti Veðurstofuna reiðubúna til viðræðna um samning að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: „Ef Mýrdalshreppur er tilbúin til að leggja veðurstöðinni til heppilegan stað til frambúðar og að bera kostnað af lagningu og notkun rafmagns og/eða til umhirðu og tæmingu úrkomumælis ásamt kostnaði við jarðvinnu til að koma mælitækjum fyrir er Veðurstofa Íslands tilbúin til viðræðu um samning.“ Í framhaldinu fóru fundarhöld fram á milli fulltrúa sveitarfélagsins og Veðurstofunnar þar sem niðurstaðan var sú að kanna fýsileika þess að setja upp veðurstöð í nágrenni við kirkjugarðinn í Vík. Hefur Einari Frey, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, og skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins, verið falið að ganga frá samningum við Veðurstofuna um uppsetningu veðurstöðvarinnar.
Veður Mýrdalshreppur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira