Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2023 14:43 Eins og sjá má var mikill fjöldi sem kom að aðgerðum við Glym í dag. Vísir/Vilhelm Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað. Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir að erlendir ferðamenn hafi verið á göngu við fossinn í Hvalfirði í morgun. Fyrsta tilkynningin um slysið hafi bent til þess að fallið hefði verið um fimm metrar. Ásmundur segir nú ljóst að fallið hafi verið töluvert hærra en það. Ásmundur segir aðgerðir hafa staðið yfir frá því í morgun og tekið nokkurn tíma vegna erfiðra aðstæðna. Legið hafi fyrir hvar viðkomandi væri að finna en leiðin þangað væri erfið. Það skilji fólk sem þekki til gilsins hjá Glymi. Því hafi björgunaraðgerðir tekið vænan tíma og standi í raun enn yfir því verið sé að bera manninn frá slysstað. Bjart var á bílastæðinu við Glym þar sem fjöldi björgunarsveitarmanna kom að aðgerðum.Vísir/Vilhelm Gönguhópurinn, sem var ekki fjölmennur, var á leiðinni gönguleiðina upp á Glym þegar slysið varð. Ásmundur segir að verið sé að veita aðstandendum áfallahjálp með fram því sem rannsókn á orsökum slyssins fer fram. Þá segir Ásmundur að aðstæður við Glym séu vandasamar enda sé gilið við Glym þröngt og mikill ís á staðnum. Snjór, hlaki og mjög hált. Uppfært klukkan 16:15 Aðgerðum á svæðinu er lokið og búið að flytja þann sem féll af svæðinu. Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir að erlendir ferðamenn hafi verið á göngu við fossinn í Hvalfirði í morgun. Fyrsta tilkynningin um slysið hafi bent til þess að fallið hefði verið um fimm metrar. Ásmundur segir nú ljóst að fallið hafi verið töluvert hærra en það. Ásmundur segir aðgerðir hafa staðið yfir frá því í morgun og tekið nokkurn tíma vegna erfiðra aðstæðna. Legið hafi fyrir hvar viðkomandi væri að finna en leiðin þangað væri erfið. Það skilji fólk sem þekki til gilsins hjá Glymi. Því hafi björgunaraðgerðir tekið vænan tíma og standi í raun enn yfir því verið sé að bera manninn frá slysstað. Bjart var á bílastæðinu við Glym þar sem fjöldi björgunarsveitarmanna kom að aðgerðum.Vísir/Vilhelm Gönguhópurinn, sem var ekki fjölmennur, var á leiðinni gönguleiðina upp á Glym þegar slysið varð. Ásmundur segir að verið sé að veita aðstandendum áfallahjálp með fram því sem rannsókn á orsökum slyssins fer fram. Þá segir Ásmundur að aðstæður við Glym séu vandasamar enda sé gilið við Glym þröngt og mikill ís á staðnum. Snjór, hlaki og mjög hált. Uppfært klukkan 16:15 Aðgerðum á svæðinu er lokið og búið að flytja þann sem féll af svæðinu.
Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52