Gagnrýna skort á konum í valnefndum Eddunnar Árni Sæberg skrifar 20. mars 2023 21:37 María Lea Ævarsdóttir er formaður Wift – Félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi. Bylgjan Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi segir að jafnrétti kynjanna hafi á engan hátt verið haft að leiðarljósi þegar skipað var í valnefndir Eddunnar 2023, en þær voru gerðar opinberar í dag. Í opnu bréfi Wift – Félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi til Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, og fagráðs Eddunnar segir að félagið lýsi yfir miklum vonbrigðum með það sem virðist vera alger skortur á jafnréttissjónarmiðum þegar kemur að því að stilla upp í valnefndir Eddunnar. Þar segir að í valnefndum hafi í heildina verið 38 manns, þrettán konur og 25 karlmenn. „Sérstaklega ber að nefna að í valnefndum fagverðlauna voru 4 konur og 13 karlar. Það er alls kostar óásættanlegt að í valnefndum fyrir hljóð og tónlist, klippingu og kvikmyndatöku og handrit og leikstjórn sitji engin kona. Ekki ein. Ekki ein einasta,“ segir í bréfinu. Félagið spyr hvernig standi á því árið 2023, að undangenginni mikilli vinnu við það að jafna hlut kynja í kvikmyndagerð, sé staðan þessi. Varpi skugga á alla hátíðina Wift á Íslandi fer fram á að stjórn ÍKSA taki til gagngerrar endurskoðunar hvernig skipað er í valnefndir og að tryggt verði með þar til gerðum reglum að jafnréttisviðhorf verði höfð að leiðarljósi. „Mikilvægt er að valnefndir á fagverðlaunum íslenskrar kvikmyndagerðar, endurspegli samfélagið eins vel og kostur gefst og styðji við fjölbreytileika en ýti ekki undir mismunum. Vinnubrögð af þessu tagi eru ekki aðeins óboðleg heldur rýra þau trúverðugleika tilnefninga og þar með verðlauna og varpa fyrir vikið skugga á alla Edduhátíðina í ár,“ segir í bréfinu. Þá segir að skaðinn sé þegar skeður og að það sé í senn hryggjandi og svekkjandi að hin mikla og óeigingjarna jafnréttisbarátta sem hefur átt sér stað í faginu sé að engu höfð í sjónvarps -og kvikmyndaakademíunni. „Stjórn Wift á Íslandi setur fram afdráttarlausa kröfu um að nú verði meitluð í stein ófrávíkjanleg regla ÍKSA um að gætt sé að fjölbreytni og kynjahlutföllum við skipun í valnefndir,“ segir að lokum í bréfinu. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Jafnréttismál Edduverðlaunin Tengdar fréttir Sigurvegarar Eddunnar 2023: Verbúðin sópaði til sín verðlaunum Edduverðlaunin, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, voru afhent í Háskólabíói í kvöld. Sjónvarpsþættirnir Verbúðin sópaði til sín verðlaunum en þættirnir voru einnig tilnefndir til flestra verðlauna í kvöld. 19. mars 2023 22:14 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Fleiri fréttir Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Í opnu bréfi Wift – Félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi til Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, og fagráðs Eddunnar segir að félagið lýsi yfir miklum vonbrigðum með það sem virðist vera alger skortur á jafnréttissjónarmiðum þegar kemur að því að stilla upp í valnefndir Eddunnar. Þar segir að í valnefndum hafi í heildina verið 38 manns, þrettán konur og 25 karlmenn. „Sérstaklega ber að nefna að í valnefndum fagverðlauna voru 4 konur og 13 karlar. Það er alls kostar óásættanlegt að í valnefndum fyrir hljóð og tónlist, klippingu og kvikmyndatöku og handrit og leikstjórn sitji engin kona. Ekki ein. Ekki ein einasta,“ segir í bréfinu. Félagið spyr hvernig standi á því árið 2023, að undangenginni mikilli vinnu við það að jafna hlut kynja í kvikmyndagerð, sé staðan þessi. Varpi skugga á alla hátíðina Wift á Íslandi fer fram á að stjórn ÍKSA taki til gagngerrar endurskoðunar hvernig skipað er í valnefndir og að tryggt verði með þar til gerðum reglum að jafnréttisviðhorf verði höfð að leiðarljósi. „Mikilvægt er að valnefndir á fagverðlaunum íslenskrar kvikmyndagerðar, endurspegli samfélagið eins vel og kostur gefst og styðji við fjölbreytileika en ýti ekki undir mismunum. Vinnubrögð af þessu tagi eru ekki aðeins óboðleg heldur rýra þau trúverðugleika tilnefninga og þar með verðlauna og varpa fyrir vikið skugga á alla Edduhátíðina í ár,“ segir í bréfinu. Þá segir að skaðinn sé þegar skeður og að það sé í senn hryggjandi og svekkjandi að hin mikla og óeigingjarna jafnréttisbarátta sem hefur átt sér stað í faginu sé að engu höfð í sjónvarps -og kvikmyndaakademíunni. „Stjórn Wift á Íslandi setur fram afdráttarlausa kröfu um að nú verði meitluð í stein ófrávíkjanleg regla ÍKSA um að gætt sé að fjölbreytni og kynjahlutföllum við skipun í valnefndir,“ segir að lokum í bréfinu.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Jafnréttismál Edduverðlaunin Tengdar fréttir Sigurvegarar Eddunnar 2023: Verbúðin sópaði til sín verðlaunum Edduverðlaunin, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, voru afhent í Háskólabíói í kvöld. Sjónvarpsþættirnir Verbúðin sópaði til sín verðlaunum en þættirnir voru einnig tilnefndir til flestra verðlauna í kvöld. 19. mars 2023 22:14 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Fleiri fréttir Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Sigurvegarar Eddunnar 2023: Verbúðin sópaði til sín verðlaunum Edduverðlaunin, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, voru afhent í Háskólabíói í kvöld. Sjónvarpsþættirnir Verbúðin sópaði til sín verðlaunum en þættirnir voru einnig tilnefndir til flestra verðlauna í kvöld. 19. mars 2023 22:14