Í tilkynningu frá Samiðn segir að samningurinn sé á sambærilegum nótum og kjarasamningar sem undirritaður hafi verið fyrir árámót við Samtök atvinnulífsins.
Fram kemur að félagsmönnum verði kynntur samningurinn á næstu dögum.
Haft er eftir Hilmari Harðarsyni, formannni stjórnar Samiðnar, að það sé fagnaðarefni að samningur hafi náðst vegna Orkuveitu Reykjavíkur. „Þessi áfangi er okkur byr í seglin í yfirstandandi samningaviðræðum við aðra hópa,“ segir Hilmar.