Fótbolti

Segir að Hákon sé með „alþjóðlega hæfileika“ og „mikla fótboltagreind“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson skrifaði undir nýjan samning við FC Kaupmannhöfn áður en hann hitti félaga sína í íslenska landsliðinu.
Hákon Arnar Haraldsson skrifaði undir nýjan samning við FC Kaupmannhöfn áður en hann hitti félaga sína í íslenska landsliðinu. Instagram/@fc_kobenhavn

Hákon Arnar Haraldsson er nú með fjögurra ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið sem framlengdi við íslenska landsliðsstrákinn áður en hann mætti í leiki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2024.

Hákon Arnar hefur stimplað sig vel inn hjá danska félaginu, bæði í deildinni í Danmörku en einnig í Meistaradeildinni.

Með því hefur hann eflaust vakið athygli stærri félaga í Evrópu en Danirnir vilja alls ekki missa hann strax.

Hákon Arnar, sem er frá Akranesi, er nú nítján ára gamall en hann kom til danska félagsins þegar hann var bara sextán.

„Ég var reyndar þegar með langan samning við FCK en ég er þakklátur fyrir framlenginguna,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson í viðtali við heimasíðu FCK.

„Mér finnst það frábært af félaginu að taka eftir því hvernig ég hef náð að þróa minn leik síðustu ár og hvernig ég hef náð að auka spilatímann með liðinu,“ sagði Hákon.

„Mér líður frábærlega í Kaupmannahöfn og hjá FCK. Mér finnst ég vera alltaf að bæta minn leik og ég er með fullt af flottum liðsfélögum og þjálfurum sem ég get lært mikið af,“ sagði Hákon.

„Þess vegna finnst mér að FCK sé rétti staðurinn fyrir mig til að þróa áfram minn leik því ég get enn bætt mig sem leikmann og manneskju á mörgum sviðum, sagði Hákon.

Hákon hefur skoraði níu mörk í 46 leikjum með aðalliði FCK og eitt þeirra kom á móti Dortmund í Meistaradeildinni.

„Hákon hefur alþjóðlega hæfileika bæði með og án boltans. Hann er með mjög góða tækni og mikla fótboltagreind. Hann vinnur vel á litlum svæðum og getur haft mikil áhrif á leikinn með mörkum og stoðsendingum,“ sagði Jacob Neestrup, þjálfari FCK, á heimasíðu félagsins.

„Þó að það taki ekki allir eftir því þá er hann einnig frábær í boltapressunni og leggur mikið á sig fyrir liðið. Hann gefur okkur alltaf hundrað prósent,“ sagði Neestrup.

„Síðast en ekki síst þá er hann mjög sterkur andlega og fer alltaf hugrakkur inn á völlinn og með mikið frumkvæði,“ sagði Neestrup.


Tengdar fréttir

Alfreð skoraði fyrir Lyngby og Hákon fyrir FCK

Alfreð Finnbogason heldur áfram að skora mikilvæg mörk fyrir Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, en hann skoraði eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Horsens í dag. Þá skoraði Hákon Arnar Haraldsson fyrra mark FCK í 2-1 sigri gegn Viborg.

Hákon Arnar með stórleik í sigri FCK

FCK minnkaði forskot Nordsjælland á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar niður í eitt stig með 4-1 sigri gegn Horsens í dag. Hákon Arnar Haraldsson átti frábæran leik fyrir FCK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×