Hefja gjaldtöku við Jökulsárlón í sumar Bjarki Sigurðsson skrifar 20. mars 2023 10:26 Rúmlega 800 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þjóðgarðsvörður á svæðinu segir það vera löngu tímabæra aðgerð en fjármunirnir verða nýttir í viðhald á svæðinu og fleira. Greint var frá því á vef Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr í mánuðinum að hefja eigi gjaldtöku við Jökulsárlón þann fyrsta júní næstkomandi. Rukkað hefur verið inn á þjónustusvæðið við Skaftafell síðan árið 2017 og töldu þjóðgarðsverðir að nú væri rétti tímapunkturinn til að hefja gjaldtöku við lónið. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, segir gjaldtökuna í raun vera löngu tímabæra. „Þetta svæði er gríðarlega umfangsmikið. Stórt svæði og með því að hefja þessa gjaldtöku getum við aukið viðveru landvarða á svæðinu og aukið landvörslu á svæðinu öllu. Ég myndi segja að þetta væri tímabært,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Þessir selir munu ekki þurfa að greiða fyrir heimsóknir sínar frekar en áður þar sem rukkað verður fyrir að leggja í bílastæði, ekki fyrir að leggja sig á ísbreiðu.Vísir/Vilhelm Upphæðin sem þarf að greiða fer eftir stærð ökutækja en venjulegur fólksbíll mun þurfa að greiða þúsund krónur fyrir aðgang. Notast verður við myndavélar við innkeyrsluna á svæðið sem les bílnúmer ökutækja. þeir sem heimsækja bæði Jökulsárlón og Skaftafell sama sólarhringinn fá fimmtíu prósenta afslátt á seinni staðnum. Steinunn óttast ekki að fólk verði óánægt með gjaldtökuna og þykir henni að almenn sátt ríki í þjóðfélaginu um að fólk þurfi að greiða fyrir þá þjónustu sem það fær. „Það ríkir sátt um þetta í Skaftafelli og þegar fólk leggur til dæmis í miðbæ Reykjavíkur þá borgar það með glöðu geði fyrir bílastæði. Þannig það ætti ekki að vera neitt öðruvísi á þessum fjölsóttu ferðamannastöðum að greiða fyrir þá þjónustu sem er í boði. Sem eru bílastæðin, salerni, landvarsla, fræðsla og fleira,“ segir Steinunn. Jökulsárlón er fjölfarnasti áfangastaður ferðamanna innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Í fyrra komu um 840 þúsund gestir að Jökulsárlóni og nálgast gestafjöldinn þær tölur sem við sáum fyrir faraldur kórónuveirunnar. Árið 2018 heimsótti 960 þúsund gestir lónið sem er það mesta síðan mælingar hófust. Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Greint var frá því á vef Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr í mánuðinum að hefja eigi gjaldtöku við Jökulsárlón þann fyrsta júní næstkomandi. Rukkað hefur verið inn á þjónustusvæðið við Skaftafell síðan árið 2017 og töldu þjóðgarðsverðir að nú væri rétti tímapunkturinn til að hefja gjaldtöku við lónið. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, segir gjaldtökuna í raun vera löngu tímabæra. „Þetta svæði er gríðarlega umfangsmikið. Stórt svæði og með því að hefja þessa gjaldtöku getum við aukið viðveru landvarða á svæðinu og aukið landvörslu á svæðinu öllu. Ég myndi segja að þetta væri tímabært,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Þessir selir munu ekki þurfa að greiða fyrir heimsóknir sínar frekar en áður þar sem rukkað verður fyrir að leggja í bílastæði, ekki fyrir að leggja sig á ísbreiðu.Vísir/Vilhelm Upphæðin sem þarf að greiða fer eftir stærð ökutækja en venjulegur fólksbíll mun þurfa að greiða þúsund krónur fyrir aðgang. Notast verður við myndavélar við innkeyrsluna á svæðið sem les bílnúmer ökutækja. þeir sem heimsækja bæði Jökulsárlón og Skaftafell sama sólarhringinn fá fimmtíu prósenta afslátt á seinni staðnum. Steinunn óttast ekki að fólk verði óánægt með gjaldtökuna og þykir henni að almenn sátt ríki í þjóðfélaginu um að fólk þurfi að greiða fyrir þá þjónustu sem það fær. „Það ríkir sátt um þetta í Skaftafelli og þegar fólk leggur til dæmis í miðbæ Reykjavíkur þá borgar það með glöðu geði fyrir bílastæði. Þannig það ætti ekki að vera neitt öðruvísi á þessum fjölsóttu ferðamannastöðum að greiða fyrir þá þjónustu sem er í boði. Sem eru bílastæðin, salerni, landvarsla, fræðsla og fleira,“ segir Steinunn. Jökulsárlón er fjölfarnasti áfangastaður ferðamanna innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Í fyrra komu um 840 þúsund gestir að Jökulsárlóni og nálgast gestafjöldinn þær tölur sem við sáum fyrir faraldur kórónuveirunnar. Árið 2018 heimsótti 960 þúsund gestir lónið sem er það mesta síðan mælingar hófust.
Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira