Innlent

Slökkvi­lið kallað út í World Class í Vatns­mýri

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi í Vatnsmýrinni í morgun.
Frá vettvangi í Vatnsmýrinni í morgun. Vísir/Vésteinn Örn

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að líkamsræktarstöð World Class í Vatnsmýri í Reykjavík í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var ekki um neinn eld að ræða en mikil brunalykt hafi hins vegar verið á staðnum.

Unnið er að því að finna út úr því hvað olli lyktinni.

Uppfært 8:26: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði kom lyktin úr eldhúsi á staðnum þar sem eitthvað hafi brunnið við eldamennsku. Slökkvilið sé á leið aftur til baka.  Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.