Fótbolti

Fyrsti sigur tímabilsins hjá Þorleifi og félögum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hector Herrera skoraði seinna mark Houston Dynamo í nótt, en Þorleifur sat allan tíman á bekknum.
Hector Herrera skoraði seinna mark Houston Dynamo í nótt, en Þorleifur sat allan tíman á bekknum. Omar Vega/Getty Images

Þorleifur Úlfarsson og félagar hans í Houston Dynamo unnu góðan sigur er liðið tók á móti Austin FC í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Lokatölur 2-0, en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu.

Það voru þeir Amine Bassi og Hector Herrera sem sáu um markaskorun Houston Dynamo í nótt. Bassi kom liðinu í forystu á 71. mínútu með marki úr vítaspyrnu áður en Herrera gerði út um leikinn þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka.

Þorleifur sat allan tíman á varamannabekk Houston-liðsins, en þetta var fyrsti sigur þeirra á tímabilinu. Liðið situr nú í áttunda sæti Vesturdeildar MLS-deildarinnar með þrjú stig eftir jafn marga leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.