Tveir fluttir slasaðir eftir snjóflóðið Árni Sæberg skrifar 18. mars 2023 14:07 Viðbragðsaðilum gekk vel í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra Snjóflóð féll í fjallshlíð suður af Ólafsfirði á fyrsta tímanum í dag með þeim afleiðingum að tveir úr hópi skíðafólks slösuðust. Björgunarsveitir eru mættar á vettvang ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Í uppfærðri tilkynningu á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að klukkan 12:27 hafi borist tilkynning um að snjóflóð hefði fallið í Brimnesdal við Ólafsfjörð, nánar tiltekið undir Kistufjalli. Upphaflega var talið að einn úr hópnum hefði fótbrotnað í snjóflóðinu. „Um tveimur klukkustundum eftir að útkall barst komust sjúkraflutningamenn til hópsins. Kom þá í ljós að annar skíðamaður var einnig lítilsháttar slasaður. Hlúð var að hinum slösuðu og búið um þau til flutnings. Voru þau flutt niður Brimnesdalinn og þar í sjúkrabíl sem flutti þau til Akureyrar. Þyrla LHG gat ekki aðhafst á slysavettvangi vegna veðurskilyrða en hún var kominn til Ólafsfjarðar áður en flutningur á hinum slösuðu til byggða hófst,“ segir í tilkynningu. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunarsveitir frá Akureyri og Siglufirði hafi verið kallaðar út. Upp úr klukkan 15 hafi þær, ásamt sjúkraflutningamönnum, verið að ljúka við að búa um manninn til flutnings niður fjallið og verkjastilla hann. Nú sé verið að vinna í því að koma manninum niður. Þá segir hann að ekki hafi verið tilkynnt um að nokkur sé týndur í snjóflóðinu, aðeins að einn hafi slasast. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að aðstæður séu erfiðar vegna lágrar skýjastöðu og lélegs skyggnis á svæðinu. Því hafi nokkur tími liðið áður en þyrlusveitin lagði af stað norður á meðan staðan var metin. Nú sé þyrlan hins vegar komin norður og hún verði til taks ef hennar verður þörf. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjallabyggð Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Í uppfærðri tilkynningu á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að klukkan 12:27 hafi borist tilkynning um að snjóflóð hefði fallið í Brimnesdal við Ólafsfjörð, nánar tiltekið undir Kistufjalli. Upphaflega var talið að einn úr hópnum hefði fótbrotnað í snjóflóðinu. „Um tveimur klukkustundum eftir að útkall barst komust sjúkraflutningamenn til hópsins. Kom þá í ljós að annar skíðamaður var einnig lítilsháttar slasaður. Hlúð var að hinum slösuðu og búið um þau til flutnings. Voru þau flutt niður Brimnesdalinn og þar í sjúkrabíl sem flutti þau til Akureyrar. Þyrla LHG gat ekki aðhafst á slysavettvangi vegna veðurskilyrða en hún var kominn til Ólafsfjarðar áður en flutningur á hinum slösuðu til byggða hófst,“ segir í tilkynningu. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunarsveitir frá Akureyri og Siglufirði hafi verið kallaðar út. Upp úr klukkan 15 hafi þær, ásamt sjúkraflutningamönnum, verið að ljúka við að búa um manninn til flutnings niður fjallið og verkjastilla hann. Nú sé verið að vinna í því að koma manninum niður. Þá segir hann að ekki hafi verið tilkynnt um að nokkur sé týndur í snjóflóðinu, aðeins að einn hafi slasast. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að aðstæður séu erfiðar vegna lágrar skýjastöðu og lélegs skyggnis á svæðinu. Því hafi nokkur tími liðið áður en þyrlusveitin lagði af stað norður á meðan staðan var metin. Nú sé þyrlan hins vegar komin norður og hún verði til taks ef hennar verður þörf. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjallabyggð Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira