Fótbolti

Íslendingalið Bayern skoraði fimm í fyrri hálfleik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir fagnar með liðsfélögum sínum í leik dagsins.
Glódís Perla Viggósdóttir fagnar með liðsfélögum sínum í leik dagsins. Mika Volkmann/Getty Images for DFB

Íslendingalið Bayern München vann afar öruggan 5-0 sigur er liðið heimsótti Köln heim í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.

Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Bayern og hún lék allan leikinn í hjarta varnarinnar. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hóf leik á varamannabekknum, en kom inn á snemma í síðari hálfleik og lék tæpar 40 mínútur.

Sydney Lohmann og Klara Buhl skoruðu fyrstu tvö mörk Bayern áður en Lina Magull bætti þriðja markinu við á 28. mínútu. Klara Buhl bætti svo öðru marki sínu við níu mínútum síðar áður en Maximiliane Rall breytti stöðunni í 5-0 stuttu fyrir hálfleik og þar við sat.

Niðurstaðan því afar öruggur sigur Íslendingaliðsins sem situr í öðru sæti þýsku deildarinnar með 40 stig eftir 15 leiki, tveimur stigum á eftir toppliði Wolfsburg.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.