Erlent

Fundu líkams­leifar konu í frysti

Árni Sæberg skrifar
Lögreglan hefur girt sveitabæinn, þar sem lík konunnar fannst, af.
Lögreglan hefur girt sveitabæinn, þar sem lík konunnar fannst, af. PER KARLSSON/EPA

Lögreglan í Vermalandi í Svíþjóð fann hluta af líki konu í frystikistu á sveitabæ í fyrradag. Talið er að líkið hafi verið í frystinum í fjölda ára og karlmaður er sagður hafa játað að hafa myrt konuna.

Törbjörn Roos, lögreglumaður hjá lögreglunni í Vermalandi, staðfestir í samtali við Aftonbladet að morðrannsókn sé hafin. Þá segir hann vísbendingar benda til þess að maðurinn, sem hefur verið handtekinn, og hin myrta hafi þekkst. Lögreglan hefur girt sveitabæ mannsins af.

Heimildir Aftonbladet herma að maðurinn hafi játað að hafa myrt konuna á meðan hann undirgekkst ótilgreinda læknismeðferð. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það.

Aftonbladet hefur eftir nágranna mannsins að hann sé mikill einfari og svari til að mynda almennt ekki þegar honum er heilsað. Hins vegar hafi sést til hans með konu, en það hafi verið fyrir mörgum árum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×