Karlmaðurinn sem grunaður eru um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner við Naustina í miðbæ Reykjavíkur verður í gæsluvarðhaldi fram til klukkan fjögur á föstudaginn.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur á sunnudagskvöld.
„Það er eiginlega ekkert nýtt. Ég hugsa að það skýrist seinna í dag hvort það verði gerð krafa um gæsluvarðhald,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi.
Maður sem grunaður er um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi hefur verið handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ekki ætla að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Umfangsmikil leit stendur yfir að byssumanni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort þau gruni um hvern sé að ræða, en segir háttsemi mannsins benda til þess að þarna sé hættulegur einstaklingur á ferð.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.