Innlent

Í gæslu­varð­haldi fram að helgi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maðurinn leiddur úr héraðsdómi í dag.
Maðurinn leiddur úr héraðsdómi í dag. Vísir/Ívar Fannar

Karlmaðurinn sem grunaður eru um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner við Naustina í miðbæ Reykjavíkur verður í gæsluvarðhaldi fram til klukkan fjögur á föstudaginn. 

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Lögregla hafði farið fram á vikulangt gæsluvarðhald en dómari féllst ekki á þá kröfu og stytti varðhaldstímann. 

Að sögn Gríms munu þau una þeirri niðurstöðu. Maðurinn, sem er um þrítugt og var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra í gær, var yfirheyrður í dag og leiddur fyrir dómara skömmu fyrir klukkan fimm nú síðdegis.

Tilkynning um atvikið barst klukkan sjö á sunnudagskvöld en skotið hafnaði á vegg við barinn. Maðurinn hljóp síðar af vettvangi. 


Tengdar fréttir

Skot­maðurinn hand­tekinn

Maður sem grunaður er um að hafa skotið af byssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi hefur verið handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ekki ætla að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×