Umfangsmikil leit að skotmanninum: „Ljóst að um hættulegan einstakling er að ræða“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. mars 2023 10:09 Grímur segir að umfangsmikil leit standi yfir að manninum og reynt sé með öllum tiltækum ráðum að hafa uppi á honum. Hann vill ekki gefa neitt upp um hvort lögreglu gruni um hvern sé að ræða. Vísir/Vilhelm Umfangsmikil leit stendur yfir að byssumanni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort þau gruni um hvern sé að ræða, en segir háttsemi mannsins benda til þess að þarna sé hættulegur einstaklingur á ferð. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir atburðarrásina hafa verið á þá leið að upp úr klukkan 19 í gærkvöldi hafi maður komið inn á Dubliner, átt þar einhver orðaskipti, áður en hann hleypti af einu skoti og stakk því næst af frá vettvangi. Í nágrenninu fannst byssa sem allt bendir til að sé sú sem var notuð við verknaðinn en lögregla vinnur nú að því að staðfesta það. Grímur vill ekki staðfesta hvort um haglabyssu sé að ræða. Almenn lögregla vopnaðist Sérsveit ríkislögreglustjóra mætti á staðinn en að sögn Gríms vopnuðust almennir lögreglumenn á þremur bílum einnig vegna ástandsins sem skapaðist. Aðspurður um hvort atvikið hafi náðst á öryggismyndavélar segir Grímur það vera í skoðun, rannsóknardeild fari nú yfir upptökur innan af staðnum sem og úr nágreninu. Grímur segir að umfangsmikil leit standi yfir að manninum og reynt sé með öllum tiltækum ráðum að hafa uppi á honum. Hann vill ekki gefa neitt upp um hvort lögreglu gruni um hvern sé að ræða. Kanna hvort tengsl séu við Bankastræti Club hnífaárásina Aðspurður um hvort lögregla telji að málið tengist árásinni á Bankastræti Club í fyrra segir Grímur það í skoðun, en það sé þó ekkert sem bendi sérstaklega til þess. Þá segir Grímur ljóst að af háttsemi mannsins að ræða sé augjóst að þarna fari hættulegur einstaklingur og nauðsynlegt sé að fara með öllu með gát. Við teljum að það sé veruleg hætta á ferðum þegar menn hleypa af skoti á almannafæri, eða við svona aðstæður. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og leggjum mikla áherslu á að finna viðkomandi. Fréttir hafa borist af því að tveir hafi leitað á slysadeild en Grímur segir að ekki sé um neina alvarlega áverka að ræða heldur hafi þeir tengst hávaðanum í kjölfar skotsins. Þó hafi þau sem urðu vitni að atburðunum augljóslega orðið fyrir áfalli. Grímur hefur ekki upplýsingar um hvort boðið hafi verið upp á áfallahjálp en segist gera ráð fyrir því. Byssuskot á The Dubliner Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Skotið úr byssu inn á Dubliners í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir atburðarrásina hafa verið á þá leið að upp úr klukkan 19 í gærkvöldi hafi maður komið inn á Dubliner, átt þar einhver orðaskipti, áður en hann hleypti af einu skoti og stakk því næst af frá vettvangi. Í nágrenninu fannst byssa sem allt bendir til að sé sú sem var notuð við verknaðinn en lögregla vinnur nú að því að staðfesta það. Grímur vill ekki staðfesta hvort um haglabyssu sé að ræða. Almenn lögregla vopnaðist Sérsveit ríkislögreglustjóra mætti á staðinn en að sögn Gríms vopnuðust almennir lögreglumenn á þremur bílum einnig vegna ástandsins sem skapaðist. Aðspurður um hvort atvikið hafi náðst á öryggismyndavélar segir Grímur það vera í skoðun, rannsóknardeild fari nú yfir upptökur innan af staðnum sem og úr nágreninu. Grímur segir að umfangsmikil leit standi yfir að manninum og reynt sé með öllum tiltækum ráðum að hafa uppi á honum. Hann vill ekki gefa neitt upp um hvort lögreglu gruni um hvern sé að ræða. Kanna hvort tengsl séu við Bankastræti Club hnífaárásina Aðspurður um hvort lögregla telji að málið tengist árásinni á Bankastræti Club í fyrra segir Grímur það í skoðun, en það sé þó ekkert sem bendi sérstaklega til þess. Þá segir Grímur ljóst að af háttsemi mannsins að ræða sé augjóst að þarna fari hættulegur einstaklingur og nauðsynlegt sé að fara með öllu með gát. Við teljum að það sé veruleg hætta á ferðum þegar menn hleypa af skoti á almannafæri, eða við svona aðstæður. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og leggjum mikla áherslu á að finna viðkomandi. Fréttir hafa borist af því að tveir hafi leitað á slysadeild en Grímur segir að ekki sé um neina alvarlega áverka að ræða heldur hafi þeir tengst hávaðanum í kjölfar skotsins. Þó hafi þau sem urðu vitni að atburðunum augljóslega orðið fyrir áfalli. Grímur hefur ekki upplýsingar um hvort boðið hafi verið upp á áfallahjálp en segist gera ráð fyrir því.
Byssuskot á The Dubliner Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Skotið úr byssu inn á Dubliners í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Skotið úr byssu inn á Dubliners í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14