Fótbolti

City og Bayern mætast í Meistaradeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karim Benzema og félagar í Real Madrid mæta Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Karim Benzema og félagar í Real Madrid mæta Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Getty/Mateo Villalba

Manchester City mætir Bayern München í stórleik átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í dag.

Evrópumeistarar síðustu tveggja ára, Real Madrid og Chelsea, eigast við, Inter og Benfica etja kappi og ítölsku liðin Napoli og AC Milan mætast.

Einnig var dregið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í dag. Sigurvegarinn í einvígi City og Bayern mæta annað hvort Real Madrid eða Chelsea. Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast annað hvort Inter og Benfica og Napoli og Milan.

Átta liða úrslitin verða spiluð 11. og 12. apríl annars vegar og 18. og 19. apríl hins vegar. Undanúrslitin fara fram 9. og 10. maí og 16. og 17. maí.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.