Henry hafnaði franska kvennalandsliðinu og hefur áhuga á bandaríska karlaliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. mars 2023 07:11 Thierry Henry er sagður hafa áhuga á að taka við sem þjálfari bandaríska karlalandsliðsins í fótbolta. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images Thierry Henry, fyrrverandi heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu, hefur hafnað boði um að taka við sem þjálfari franska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hann er sagður hafa áhuga á því að taka við sem þjálfari bandaríska karlalandsliðsins. Thierry Henry er nafn sem flestir knattspyrnuunnendur ættu að þekkja. Hann er næstmarkahæsti leikmaður franska landsliðsins frá upphafi og eins og áður segir varð hann heims- og Evrópumeistari með liðinu á sínum tíma. Hann er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal þar sem hann skoraði 174 mörk í 254 deildarleikjum. Í gær birtust greinar þess efnis að Henry væri meðal þeirra sem gætu tekið við sem þjálfari franska kvennalandsliðsins eftir að Corinne Diacre var nýverið rekin með skömm. Nú hefur ESPN, og fleiri miðlar, greint frá því að Henry hafi hins vegar hafnað boðinu. Jean-Michel Aulas, stjórnarmaður franska knattspyrnusambandsins, staðfesti þær fregnir í samtali við franska miðilinn Le Figaro. „Ég spurði hann sjálfur, en fékk ekki jákvætt svar,“ sagði Aulas. „Hann var að sjálfsögðu uppi með sér að hafa verið spurður og við gerðum það af því að við fréttum að hann gæti haft áhuga. En Thierry Henry verður ekki þjálfari liðsins. Ég held að hann sé með auga á öðrum verkefnum.“ Samvæmt heimildarmönnum ESPN er bandaríska karlalandsliðið þessi „önnur verkefni“ sem Aulas talar um. Liðið hefur verið án þjálfara síðan samningur Greggs Berhalter rann út í lok seinasta árs. Thierry Henry var aðalþjálfari Montreal Impact í MLS-deildinni frá 2019-2021.Rich Graessle/Icon Sportswire via Getty Images Sjálfur hefur Henry bæði spilað og þjálfað í MLS-deildinni, efstu deild bandaríska fótboltans. Hann lék með New York Red Bulls frá 2010 til 2014, ef frá er talið stutt lánstímabil hjá Arsenal, þar sem hann lék 122 deildarleiki og skoraði 51 mark. Þá var hann þjálfari Montreal Impact frá 2019 til 2021, en liðið vann þó aðeins níu af 29 leikjum undir hans stjórn. Nú seinast var Henry aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins og fór með liðinu á HM í Katar, en lét af störfum í febrúar á þessu ári. Franski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Thierry Henry er nafn sem flestir knattspyrnuunnendur ættu að þekkja. Hann er næstmarkahæsti leikmaður franska landsliðsins frá upphafi og eins og áður segir varð hann heims- og Evrópumeistari með liðinu á sínum tíma. Hann er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal þar sem hann skoraði 174 mörk í 254 deildarleikjum. Í gær birtust greinar þess efnis að Henry væri meðal þeirra sem gætu tekið við sem þjálfari franska kvennalandsliðsins eftir að Corinne Diacre var nýverið rekin með skömm. Nú hefur ESPN, og fleiri miðlar, greint frá því að Henry hafi hins vegar hafnað boðinu. Jean-Michel Aulas, stjórnarmaður franska knattspyrnusambandsins, staðfesti þær fregnir í samtali við franska miðilinn Le Figaro. „Ég spurði hann sjálfur, en fékk ekki jákvætt svar,“ sagði Aulas. „Hann var að sjálfsögðu uppi með sér að hafa verið spurður og við gerðum það af því að við fréttum að hann gæti haft áhuga. En Thierry Henry verður ekki þjálfari liðsins. Ég held að hann sé með auga á öðrum verkefnum.“ Samvæmt heimildarmönnum ESPN er bandaríska karlalandsliðið þessi „önnur verkefni“ sem Aulas talar um. Liðið hefur verið án þjálfara síðan samningur Greggs Berhalter rann út í lok seinasta árs. Thierry Henry var aðalþjálfari Montreal Impact í MLS-deildinni frá 2019-2021.Rich Graessle/Icon Sportswire via Getty Images Sjálfur hefur Henry bæði spilað og þjálfað í MLS-deildinni, efstu deild bandaríska fótboltans. Hann lék með New York Red Bulls frá 2010 til 2014, ef frá er talið stutt lánstímabil hjá Arsenal, þar sem hann lék 122 deildarleiki og skoraði 51 mark. Þá var hann þjálfari Montreal Impact frá 2019 til 2021, en liðið vann þó aðeins níu af 29 leikjum undir hans stjórn. Nú seinast var Henry aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins og fór með liðinu á HM í Katar, en lét af störfum í febrúar á þessu ári.
Franski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira