Beinlínis hættulega lítill raki á sumum heimilum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. mars 2023 23:00 Kristinn Johnson er framkvæmdastjóri Eirbergs. Vísir Kristinn Johnson framkvæmdastjóri Eirbergs segir að það versta fyrir loftgæði heimilisins sé að loka öllum gluggum og hækka ofna í botn. Of lítill raki á heimilinu geti beinlínis verið hættulegur heilsu. „Þessi særindi í hálsi er auðvitað slímhúðin að þorna. Við erum kannski sér á báti sem þjóð að við kyndum rosalega mikið. Bara það að kynda, út af því að því heitara sem loftið er, því meira sogar það til sín raka, og svo auðvitað opnum við svo út. Þá eiginlega erum við að henda út þessu heita og raka lofti. Og eftir stendur bara þurrt loft,“ segir Kristinn viðtali samtali í Reykjavík síðdegis. Það sem líkaminn vill Hann segir að fólk skapi jafnan óheilbrigt andrúmsloft í kringum sig – án þess endilega að gera sér grein fyrir því, til dæmis á heimilinu eða á vinnustaðnum. „Þú vilt auðvitað opna út og lofta. Ekkert hús er fulleinangrað þannig að þó að þú sért með lokaða glugga þá fer alltaf eitthvað út. En um leið og þú ert að kynda, þá leitar loftið upp og út og þá ertu að þurrka loftið. Við, sem dýrategund, viljum vera í tiltölulega röku lofti. Það er talað um fjörutíu eða fimmtíu prósent raka sem líkaminn vill – slímhúð, lungun, húðin og augun. Það er svona kjörraki.“ Kristinn segir að á veturna hafi verið að mælast allt undir tuttugu prósent raka á sumum heimilum. Það geti reynst slæmt fyrir heilsuna, parket og húsgögn. En hvað er til bragðs að taka? „Það er þessi fína lína. Þú vilt auðvitað kynda og þú vilt auðvitað hafa notalegt heima hjá þér. Það eru margar leiðir að þessu. Eitt af þessu er þetta rakatæki. Það sem hefur verið vinsælt er raka- og lofthreinsitæki sem er bæði að rakametta náttúrulega og að hreinsa loftið þá líka af ýmsum ofnæmisvökum.“ „Það er líka vitundarvakning“ Nokkur atriði skipti máli, til dæmis að passa upp á rakastigið og vera ekki með mettun af ofnæmisvökum eða rokgjörnum efnum. Rokgjörn efni geti verið í nýjum dýnum, sófum og öðrum húsgögnum, og reynst skaðleg fyrir fólk. Framleiðendur rúmdýna hafi jafnvel sumir brugðið á það ráð að hvetja fólk til að lofta sérstaklega vel út, þegar spánný dýna er keypt inn á heimilið. „Það er líka vitundarvakning. Fólk er byrjað að hugsa lengra. Við viljum auðvitað vera með hreint vatn, við viljum vita hvað við erum að setja ofan í okkur – við lesum innihaldslýsingar á matnum okkar og segjum okei: Hvað er ég að setja ofan í mig. Að því leyti er auðvitað eðlilegt að hugsa um loftgæðin.“ Fyrir þá sem eru í hugleiðingum segir Kristinn fínt að kaupa einfaldan rakamæli. Þá sé hægt að kanna stöðuna og fara þá í aðrar – og dýrari – aðgerðir, ef raki reynist langt undir eðlilegum viðmiðum. „Þú vilt vera duglegur í að vera með góð loftskipti. Hvort sem það er með lofthreinsitæki, viftu eða hreinlega opna gluggann nógu oft á dag,“ segir Kristinn að lokum. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Loftgæði Reykjavík síðdegis Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
„Þessi særindi í hálsi er auðvitað slímhúðin að þorna. Við erum kannski sér á báti sem þjóð að við kyndum rosalega mikið. Bara það að kynda, út af því að því heitara sem loftið er, því meira sogar það til sín raka, og svo auðvitað opnum við svo út. Þá eiginlega erum við að henda út þessu heita og raka lofti. Og eftir stendur bara þurrt loft,“ segir Kristinn viðtali samtali í Reykjavík síðdegis. Það sem líkaminn vill Hann segir að fólk skapi jafnan óheilbrigt andrúmsloft í kringum sig – án þess endilega að gera sér grein fyrir því, til dæmis á heimilinu eða á vinnustaðnum. „Þú vilt auðvitað opna út og lofta. Ekkert hús er fulleinangrað þannig að þó að þú sért með lokaða glugga þá fer alltaf eitthvað út. En um leið og þú ert að kynda, þá leitar loftið upp og út og þá ertu að þurrka loftið. Við, sem dýrategund, viljum vera í tiltölulega röku lofti. Það er talað um fjörutíu eða fimmtíu prósent raka sem líkaminn vill – slímhúð, lungun, húðin og augun. Það er svona kjörraki.“ Kristinn segir að á veturna hafi verið að mælast allt undir tuttugu prósent raka á sumum heimilum. Það geti reynst slæmt fyrir heilsuna, parket og húsgögn. En hvað er til bragðs að taka? „Það er þessi fína lína. Þú vilt auðvitað kynda og þú vilt auðvitað hafa notalegt heima hjá þér. Það eru margar leiðir að þessu. Eitt af þessu er þetta rakatæki. Það sem hefur verið vinsælt er raka- og lofthreinsitæki sem er bæði að rakametta náttúrulega og að hreinsa loftið þá líka af ýmsum ofnæmisvökum.“ „Það er líka vitundarvakning“ Nokkur atriði skipti máli, til dæmis að passa upp á rakastigið og vera ekki með mettun af ofnæmisvökum eða rokgjörnum efnum. Rokgjörn efni geti verið í nýjum dýnum, sófum og öðrum húsgögnum, og reynst skaðleg fyrir fólk. Framleiðendur rúmdýna hafi jafnvel sumir brugðið á það ráð að hvetja fólk til að lofta sérstaklega vel út, þegar spánný dýna er keypt inn á heimilið. „Það er líka vitundarvakning. Fólk er byrjað að hugsa lengra. Við viljum auðvitað vera með hreint vatn, við viljum vita hvað við erum að setja ofan í okkur – við lesum innihaldslýsingar á matnum okkar og segjum okei: Hvað er ég að setja ofan í mig. Að því leyti er auðvitað eðlilegt að hugsa um loftgæðin.“ Fyrir þá sem eru í hugleiðingum segir Kristinn fínt að kaupa einfaldan rakamæli. Þá sé hægt að kanna stöðuna og fara þá í aðrar – og dýrari – aðgerðir, ef raki reynist langt undir eðlilegum viðmiðum. „Þú vilt vera duglegur í að vera með góð loftskipti. Hvort sem það er með lofthreinsitæki, viftu eða hreinlega opna gluggann nógu oft á dag,“ segir Kristinn að lokum. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Loftgæði Reykjavík síðdegis Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira