Líkt og það séu álög á Klopp þegar mótherjinn kemur frá Spáni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2023 08:30 Lærisveinar Klopp þurftu kraftaverk í gær. Gegn Real Madríd voru litlar líkur á að það myndi raungerast. Ryan Pierse/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, hefur gengið bölvanlega að sigrast á spænskum liðum síðan hann tók við stjórnartaumunum í Bítlaborginni. Í gær féll Liverpool úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að tapa 1-0 fyrir Real Madríd á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Liverpool hafði tapað fyrri leiknum 5-2 og hefði því þurft kraftaverk til að komast. Var þetta þriðja tímabilið í röð þar sem Real slær Liverpool út úr Meistaradeildinni. Á síðustu leiktíð mættust liðin í úrslitum og þar vann Real 1-0 sigur þökk sé marki Vinícius Júnior. Í ár var sigurinn öllu meira sannfærandi. Ef við förum aftur til tímabilsins 2020-21 þá mættust liðin í 8-liða úrslitum. Þar hafði Real Madríd betur eftir 3-1 sigur á Bernabéu og 0-0 jafntefli á Anfield. Árið þar áður hafði Liverpool tapað fyrir nágrönnum Real í Atlético Madríd í 16-liða úrslitum. Vorið 2019 vann Liverpool Meistaradeildina og tókst þar með að hrista draugana frá árinu á undan af sér en þá fór liðið einnig alla leið í úrslit, gegn Real Madríd. Er sá leikur frægastur fyrir skelfileg mistök Loris Karius í marki Liverpool og meiðsli Mohamed Salah. 6 - Under Jürgen Klopp, all six of Liverpool s eliminations from major European competitions have come against Spanish clubs (Sevilla x1, Atlético Madrid x1 and Real Madrid x4). Adios. pic.twitter.com/SaTvkucSvC— OptaJoe (@OptaJoe) March 15, 2023 Spænsku álögin eiga ekki aðeins við í Meistaradeildinni en tímabilið 2015-16 fór Liverpool í úrslit Evrópudeildarinnar en laut í gras gegn Sevilla, lokatölur 3-1 spænska liðinu í vil. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Spænski boltinn Tengdar fréttir Benzema skoraði og Real fór örugglega í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu Evrópumeistarar Real Madríd unnu 1-0 sigur á Liverpool í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann fyrri leik liðanna á Anfield 5-2 og var því í góðum málum fyrir leik kvöldsins. 15. mars 2023 22:00 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Í gær féll Liverpool úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að tapa 1-0 fyrir Real Madríd á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Liverpool hafði tapað fyrri leiknum 5-2 og hefði því þurft kraftaverk til að komast. Var þetta þriðja tímabilið í röð þar sem Real slær Liverpool út úr Meistaradeildinni. Á síðustu leiktíð mættust liðin í úrslitum og þar vann Real 1-0 sigur þökk sé marki Vinícius Júnior. Í ár var sigurinn öllu meira sannfærandi. Ef við förum aftur til tímabilsins 2020-21 þá mættust liðin í 8-liða úrslitum. Þar hafði Real Madríd betur eftir 3-1 sigur á Bernabéu og 0-0 jafntefli á Anfield. Árið þar áður hafði Liverpool tapað fyrir nágrönnum Real í Atlético Madríd í 16-liða úrslitum. Vorið 2019 vann Liverpool Meistaradeildina og tókst þar með að hrista draugana frá árinu á undan af sér en þá fór liðið einnig alla leið í úrslit, gegn Real Madríd. Er sá leikur frægastur fyrir skelfileg mistök Loris Karius í marki Liverpool og meiðsli Mohamed Salah. 6 - Under Jürgen Klopp, all six of Liverpool s eliminations from major European competitions have come against Spanish clubs (Sevilla x1, Atlético Madrid x1 and Real Madrid x4). Adios. pic.twitter.com/SaTvkucSvC— OptaJoe (@OptaJoe) March 15, 2023 Spænsku álögin eiga ekki aðeins við í Meistaradeildinni en tímabilið 2015-16 fór Liverpool í úrslit Evrópudeildarinnar en laut í gras gegn Sevilla, lokatölur 3-1 spænska liðinu í vil.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Spænski boltinn Tengdar fréttir Benzema skoraði og Real fór örugglega í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu Evrópumeistarar Real Madríd unnu 1-0 sigur á Liverpool í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann fyrri leik liðanna á Anfield 5-2 og var því í góðum málum fyrir leik kvöldsins. 15. mars 2023 22:00 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Benzema skoraði og Real fór örugglega í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu Evrópumeistarar Real Madríd unnu 1-0 sigur á Liverpool í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann fyrri leik liðanna á Anfield 5-2 og var því í góðum málum fyrir leik kvöldsins. 15. mars 2023 22:00