Hefði getað endað með fimm manna jarðarför á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. mars 2023 20:04 Fjölskyldan á Eyrarbakka þar sem kviknaði í út frá hlaupahjóli, sem var í hleðslu inn í þvottahúsi. Þetta eru þau Birna og Ívar Björgvinsson, ásamt sonum sínum, þeim Daníel Erni 12 ára og Ívan Gauta 11 ára. Á myndina vantar Hlyn Fannar, 17 ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimm manna fjölskylda á Eyrarbakka átti fótum sínum fjör að launa þegar kviknaði í út frá hlaupahjóli, sem var í hleðslu á heimilinu. Húsið fylltist fljótt af reyk og er óíbúðarhæft vegna mikils sóts. Bruninn varð seint á sunnudagskvöld, strákarnir þrír á heimilinu voru sofnaðir en hjónin voru enn þá vakandi og kettirnir og hundarnir. Hlaupahjólið var í hleðslu inn í þvottahúsi þar sem eldurinn kviknað út frá því. „Þetta er þannig að rafhlaðan sjálf er í stýrinu og svo kemur rör, þannig að þetta var eiginlega rörasprengja,“ segir Birna Gylfadóttir, húsmóðir á heimilinu. Mjög mikill hávaði fylgdi sprengjunni og allt fylltist af reyk einn, tveir og þrír, sem fór um allt húsið. „Hefðum við verið sofnuð eða eitthvað, ég veit að það er ljótt að segja það en ætli það hafi ekki endað í fimm manna jarðarför hefði engin vaknað. Fólk verður að taka þessu alvarlega, ég er skíthrædd við þetta en við hugsuðum, „það kemur ekkert fyrir mig“, bætir Birna við. En hver er lærdómur fjölskyldunnar af brunanum? „Ég sagði að það yrði aldrei keypt svona rafmagnshjól aftur og þá sagði Ívar maðurinn minn „Þú færð ekki heldur rafmagnsbíl“. Svo kom í ljós að við erum ekki tryggð fyrir þessu og það var náttúrulega einn einn skellur en málið er að fólkið hérna í kringum okkur, fólk, sem við þekkjum ekki einu sinni er að hjálpa okkur og við erum bara búin að vera rosalega klökk,“ segir Birna og bætir við. „Mig langar svo að fólkið setji sig í samband við mig á Facebook því ég verð að geta þakkað því stuðninginn og hlýjar kveðjur.“ Rafmangshlaupahjólið, sem kviknað í en það er af gerðinni Tt-2t Electric Scooter.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er ekki í fyrsta sinn, sem kviknar í húsinu. „Nei, heyrðu, ég er nú búin að biðja alla guði, sem eru til að kvótinn okkar sé nú búin í þessu því það kviknaði í hjá okkur út frá rafmagni í þvottahúsinu 2014, einmitt í mars, 31. mars, ég vona bara að þetta sé búið, þetta er komið gott,“ segir Birna. Söfnun er hafin fyrir fjölskylduna en ekki er vitað hvenær hún getur flutt aftur inn í húsið. Það eru foreldrar barna í 7. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, sem settu hana af stað. Öllum er velkomið að styrkja fjölskylduna með fjárframlagi og minnt er á að margt smátt gerir eitt stórt. Reikningsupplýsingar söfnunarinnar eru eftirfarandi: Reikningsnúmer: 0370-26-025500 Kennitala: 0607862409 Árborg Rafhlaupahjól Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Bruninn varð seint á sunnudagskvöld, strákarnir þrír á heimilinu voru sofnaðir en hjónin voru enn þá vakandi og kettirnir og hundarnir. Hlaupahjólið var í hleðslu inn í þvottahúsi þar sem eldurinn kviknað út frá því. „Þetta er þannig að rafhlaðan sjálf er í stýrinu og svo kemur rör, þannig að þetta var eiginlega rörasprengja,“ segir Birna Gylfadóttir, húsmóðir á heimilinu. Mjög mikill hávaði fylgdi sprengjunni og allt fylltist af reyk einn, tveir og þrír, sem fór um allt húsið. „Hefðum við verið sofnuð eða eitthvað, ég veit að það er ljótt að segja það en ætli það hafi ekki endað í fimm manna jarðarför hefði engin vaknað. Fólk verður að taka þessu alvarlega, ég er skíthrædd við þetta en við hugsuðum, „það kemur ekkert fyrir mig“, bætir Birna við. En hver er lærdómur fjölskyldunnar af brunanum? „Ég sagði að það yrði aldrei keypt svona rafmagnshjól aftur og þá sagði Ívar maðurinn minn „Þú færð ekki heldur rafmagnsbíl“. Svo kom í ljós að við erum ekki tryggð fyrir þessu og það var náttúrulega einn einn skellur en málið er að fólkið hérna í kringum okkur, fólk, sem við þekkjum ekki einu sinni er að hjálpa okkur og við erum bara búin að vera rosalega klökk,“ segir Birna og bætir við. „Mig langar svo að fólkið setji sig í samband við mig á Facebook því ég verð að geta þakkað því stuðninginn og hlýjar kveðjur.“ Rafmangshlaupahjólið, sem kviknað í en það er af gerðinni Tt-2t Electric Scooter.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er ekki í fyrsta sinn, sem kviknar í húsinu. „Nei, heyrðu, ég er nú búin að biðja alla guði, sem eru til að kvótinn okkar sé nú búin í þessu því það kviknaði í hjá okkur út frá rafmagni í þvottahúsinu 2014, einmitt í mars, 31. mars, ég vona bara að þetta sé búið, þetta er komið gott,“ segir Birna. Söfnun er hafin fyrir fjölskylduna en ekki er vitað hvenær hún getur flutt aftur inn í húsið. Það eru foreldrar barna í 7. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, sem settu hana af stað. Öllum er velkomið að styrkja fjölskylduna með fjárframlagi og minnt er á að margt smátt gerir eitt stórt. Reikningsupplýsingar söfnunarinnar eru eftirfarandi: Reikningsnúmer: 0370-26-025500 Kennitala: 0607862409
Árborg Rafhlaupahjól Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira