Fönguðu dauðateygjur verðandi sprengistjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2023 21:55 Myndin James Webb af WR 124 var ein af þeim fyrstu sem sjónaukinn náði eftir að hann var tekinn í notkun í júní 2022. NASA, ESA, CSA, STScI, Webb ERO Production Team Innrautt auga James Webb-geimsjónaukans náði mynd af sjaldséðri og skammlífri tegund risavaxinnar stjörnu í dauðateygjunum. Athuganir sjónaukans veita stjörnufræðingum í fyrsta skipti tækifæri til að fræðast meira um geimryk sem leikur lykilhlutverk í þróun alheimsins. Stjarnan sem James Webb myndaði er svonefnd Wolf-Rayet-stjarna. Það eru einar björtustu, massamestu og skammlífustu stjörnur alheimsins. Wolf Rayet eru stjörnur sem eru margfalt massameiri en sólin okkar og eru í miðjum klíðum við að kasta af sé ystu lögum sínum sem er alla jafna undanfari þess að þær verði að sprengistjörnum. Utan um kjarna stjörnunnar Wolf-Rayet 124 (WR 124) er víðáttumikill baugur gass og ryks sem líkist fjólubláu blómi á mynd sjónaukans. Stjarnan er í stjörnumerkinu Bogmanninum í um 15.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. WR 124 er þrjátíu sinnum massameiri en sólin okkar en hún hefur nú þegar varpað af sér efni sem dygði í tíu stjörnur á stærð við sólina. Þegar gasið úr ytri lögum hennar fjarlægist stjörnuna kólnar það og myndar geimryk sem gefur frá sér innrautt ljós sem James Webb nemur. Myndirnar þykja einstakar þar sem aðeins sumar risastjörnur ganga í gegnum Wolf-Rayet-tímabil áður en þær enda daga sína sem sprengistjörnur. Tímabilið gengur einnig hratt yfir í stjarnfræðilegu samhengi. Hugsanlegt er talið að massamestu Wolf-Rayet-stjörnurnar hrynji saman og myndi svarthol, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum um fyrirbærið. „Við höfum aldrei séð þetta á þennan hátt áður,“ segir Macarena García Marín, vísindamaður við evrópsku geimstofnunina (ESA), við AP-fréttastofuna. Mynd Hubble-geimsjónaukans í sýnilegu ljósi af WR 124 sem var birt árið 2015. Stjarnan sést þar í miðju glóandi gassins sem þeytist út í geim á meira en 150.000 kílómetra hraða á klukkustund.ESA/Hubble og NASA Komnir með tól til að mæla byggingarefni alheimsins Geimrykið sem Wolf-Rayet-stjörnur gefa frá sér vekja sérstakan áhuga stjörnufræðinga og tilkoma James Webb, sem var skotið á loft undir lok árs 2021, opnar þeim nýja heima í rannsóknum á því. Slíkt ryk leikur lykilhlutverk í alheiminum, meðal annars við myndun stjarna, sólkerfa og sameinda. Best er að rannsaka það í innrauðu ljósi. Stjörnufræðingum leikur meðal annars forvitni á að vita hversu mikið af geimryki sem Wolf-Rayet-stjörnur gefa frá sér lifa af sprengistjörnuna. Áður en James Webb kom til sögunnar skorti þá tækin til þess að gera þær mælingar sem þarf til. Vopnaðir sjónaukanum vonast þeir til þess að geta útskýrt hvers vegna meira sé af geimryki í alheiminum en núverandi tilgátur þeirra um tilurð ryksins gefa tilefni til að ætla. WR 124 getur einnig hjálpað vísindamönnum að skilja hvað gekk á snemma í sögu alheimsins þegar svipaðar stjörnur sprungu og slepptu í fyrsta skipti þyngri frumefnum sem urðu til í kjarna þeirra lausum. Þyngri frumefnin urðu efniviðurinn í fyrstu reikistjörnurnar og á endanum að lífi á jörðinni. Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Stjarnan sem James Webb myndaði er svonefnd Wolf-Rayet-stjarna. Það eru einar björtustu, massamestu og skammlífustu stjörnur alheimsins. Wolf Rayet eru stjörnur sem eru margfalt massameiri en sólin okkar og eru í miðjum klíðum við að kasta af sé ystu lögum sínum sem er alla jafna undanfari þess að þær verði að sprengistjörnum. Utan um kjarna stjörnunnar Wolf-Rayet 124 (WR 124) er víðáttumikill baugur gass og ryks sem líkist fjólubláu blómi á mynd sjónaukans. Stjarnan er í stjörnumerkinu Bogmanninum í um 15.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. WR 124 er þrjátíu sinnum massameiri en sólin okkar en hún hefur nú þegar varpað af sér efni sem dygði í tíu stjörnur á stærð við sólina. Þegar gasið úr ytri lögum hennar fjarlægist stjörnuna kólnar það og myndar geimryk sem gefur frá sér innrautt ljós sem James Webb nemur. Myndirnar þykja einstakar þar sem aðeins sumar risastjörnur ganga í gegnum Wolf-Rayet-tímabil áður en þær enda daga sína sem sprengistjörnur. Tímabilið gengur einnig hratt yfir í stjarnfræðilegu samhengi. Hugsanlegt er talið að massamestu Wolf-Rayet-stjörnurnar hrynji saman og myndi svarthol, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum um fyrirbærið. „Við höfum aldrei séð þetta á þennan hátt áður,“ segir Macarena García Marín, vísindamaður við evrópsku geimstofnunina (ESA), við AP-fréttastofuna. Mynd Hubble-geimsjónaukans í sýnilegu ljósi af WR 124 sem var birt árið 2015. Stjarnan sést þar í miðju glóandi gassins sem þeytist út í geim á meira en 150.000 kílómetra hraða á klukkustund.ESA/Hubble og NASA Komnir með tól til að mæla byggingarefni alheimsins Geimrykið sem Wolf-Rayet-stjörnur gefa frá sér vekja sérstakan áhuga stjörnufræðinga og tilkoma James Webb, sem var skotið á loft undir lok árs 2021, opnar þeim nýja heima í rannsóknum á því. Slíkt ryk leikur lykilhlutverk í alheiminum, meðal annars við myndun stjarna, sólkerfa og sameinda. Best er að rannsaka það í innrauðu ljósi. Stjörnufræðingum leikur meðal annars forvitni á að vita hversu mikið af geimryki sem Wolf-Rayet-stjörnur gefa frá sér lifa af sprengistjörnuna. Áður en James Webb kom til sögunnar skorti þá tækin til þess að gera þær mælingar sem þarf til. Vopnaðir sjónaukanum vonast þeir til þess að geta útskýrt hvers vegna meira sé af geimryki í alheiminum en núverandi tilgátur þeirra um tilurð ryksins gefa tilefni til að ætla. WR 124 getur einnig hjálpað vísindamönnum að skilja hvað gekk á snemma í sögu alheimsins þegar svipaðar stjörnur sprungu og slepptu í fyrsta skipti þyngri frumefnum sem urðu til í kjarna þeirra lausum. Þyngri frumefnin urðu efniviðurinn í fyrstu reikistjörnurnar og á endanum að lífi á jörðinni.
Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira