Hefur sýnt og sannað að enn er hægt að koma á óvart á gervihnattaöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2023 10:31 Khvicha Kvaratskhelia ógnar sífellt með hraða sínum og krafti. Cesare Purini/Getty Images Georgímaðurinn Khvicha Kvaratskhelia, mögulega betur þekktur sem Kvaradona, hefur undanfarna mánuði heillað knattspyrnuaðdáendur á Ítalíu sem og um gervalla Evrópu með ótrúlegum hæfileikum sínum. Reikna má með að hann spæni upp vænginn þegar Napoli tekur á móti Eintracht Frankfurt í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þegar yfirstandandi knattspyrnutímabil hófst var hinn þá 21 árs gamli Kvaratskhelia ekki þekkt stærð í knattspyrnuheiminum. Rússneska félagið Rubin Kazan keypti hann árið 2019 en í febrúar sama ár hafði hann farið á láni til Lokomotiv Moskvu. Kvaratskhelia tróð sér svo sem ekki í fyrirsagnir blaðanna í Rússlandi og eftir innrás Rússa í Úkraínu í ársbyrjun 2022 ákvað leikmaðurinn að snúa aftur til heimalandsins. Hann gekk í raðir Dinamo Batumi þann 31. mars en stoppaði stutt við. Hann spilaði frábærlega með liðinu og aðeins örfáum mánuðum síðar festi Napoli kaup á kaupa fyrir 11,5 milljónir evra eða rúman 1,7 milljarð íslenskra króna. Þó upphæðin sé há fyrir flest okkar þá er aðeins um að ræða brot af því sem önnur knattspyrnufélög Evrópu hafa eytt í vængmenn á undanförnum misserum. I went to Naples to meet Khvicha Kvaratskhelia, who is the most compelling, exciting player (and story) in Europe, as far as I can tell. Then I went for a pizza tasting menu, which is the high point of human civilisation. https://t.co/mgkIWddAHA— Rory Smith (@RorySmith) March 14, 2023 Það virðist sem Kvaratskhelia sé hannaður til að spila á Ítalíu og þá sérstaklega með Napoli. Hann hefur verið hreint út sagt magnaður á leiktíðinni og er stór ástæða þess að Napoli er kominn með aðra höndina utan um ítalska meistaratitilinn og annan fótinn í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Hann hefur valdið gríðarlegum usla á vinstri væng liðsins og er ásamt Victor Osimhen, framherja liðsins, einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um þessar mundir. Sem stendur hefur Kvaradona – gælunafn í höfuðið á Diego Maradona heitnum – skorað 11 mörk og gefið 11 stoðsendingar í 22 leikjum í Serie A. Í Meistaradeildinni hefur hann skorað 2 mörk og gefið 4 stoðsendingar í 6 leikjum. Khvicha Kvaratskhelia has been incredible in his first season for Napoli pic.twitter.com/gzXz0t55Mj— ESPN FC (@ESPNFC) March 13, 2023 Þegar félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar á nýjan leik í sumar er nær öruggt að fjöldi liða mun spyrjast fyrir um Kvaratskhelia. Einnig er nær öruggt að ítalska félagið getur beðið um töluvert hærri upphæð en það greiddi síðasta sumar. Fram að því mun Kvaratskhelia halda áfram að hrella lið á Ítalíu sem og mótherja Napoli í Meistaradeildinni. Leikur Napoli og Eintracht Frankfurt verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.35. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla gulltryggði sigur Kristianstad gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Í beinni: Real Madrid - Real Sociedad | Ancelotti kvaddur Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Í beinni: Þór/KA - Stjarnan | Hörkuleikur í Boganum Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Sjá meira
Þegar yfirstandandi knattspyrnutímabil hófst var hinn þá 21 árs gamli Kvaratskhelia ekki þekkt stærð í knattspyrnuheiminum. Rússneska félagið Rubin Kazan keypti hann árið 2019 en í febrúar sama ár hafði hann farið á láni til Lokomotiv Moskvu. Kvaratskhelia tróð sér svo sem ekki í fyrirsagnir blaðanna í Rússlandi og eftir innrás Rússa í Úkraínu í ársbyrjun 2022 ákvað leikmaðurinn að snúa aftur til heimalandsins. Hann gekk í raðir Dinamo Batumi þann 31. mars en stoppaði stutt við. Hann spilaði frábærlega með liðinu og aðeins örfáum mánuðum síðar festi Napoli kaup á kaupa fyrir 11,5 milljónir evra eða rúman 1,7 milljarð íslenskra króna. Þó upphæðin sé há fyrir flest okkar þá er aðeins um að ræða brot af því sem önnur knattspyrnufélög Evrópu hafa eytt í vængmenn á undanförnum misserum. I went to Naples to meet Khvicha Kvaratskhelia, who is the most compelling, exciting player (and story) in Europe, as far as I can tell. Then I went for a pizza tasting menu, which is the high point of human civilisation. https://t.co/mgkIWddAHA— Rory Smith (@RorySmith) March 14, 2023 Það virðist sem Kvaratskhelia sé hannaður til að spila á Ítalíu og þá sérstaklega með Napoli. Hann hefur verið hreint út sagt magnaður á leiktíðinni og er stór ástæða þess að Napoli er kominn með aðra höndina utan um ítalska meistaratitilinn og annan fótinn í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Hann hefur valdið gríðarlegum usla á vinstri væng liðsins og er ásamt Victor Osimhen, framherja liðsins, einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um þessar mundir. Sem stendur hefur Kvaradona – gælunafn í höfuðið á Diego Maradona heitnum – skorað 11 mörk og gefið 11 stoðsendingar í 22 leikjum í Serie A. Í Meistaradeildinni hefur hann skorað 2 mörk og gefið 4 stoðsendingar í 6 leikjum. Khvicha Kvaratskhelia has been incredible in his first season for Napoli pic.twitter.com/gzXz0t55Mj— ESPN FC (@ESPNFC) March 13, 2023 Þegar félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar á nýjan leik í sumar er nær öruggt að fjöldi liða mun spyrjast fyrir um Kvaratskhelia. Einnig er nær öruggt að ítalska félagið getur beðið um töluvert hærri upphæð en það greiddi síðasta sumar. Fram að því mun Kvaratskhelia halda áfram að hrella lið á Ítalíu sem og mótherja Napoli í Meistaradeildinni. Leikur Napoli og Eintracht Frankfurt verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.35.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla gulltryggði sigur Kristianstad gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Í beinni: Real Madrid - Real Sociedad | Ancelotti kvaddur Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Í beinni: Þór/KA - Stjarnan | Hörkuleikur í Boganum Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Sjá meira