Hættir sem formaður eftir að hafa greinst með heilaæxli Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2023 07:47 Karl Ágúst Úlfsson tók við formennsku í Rithöfundasambandi Íslands árið 2018. Hann var endurkjörinn á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Karl Ágúst Úlfsson hefur ákveðið að láta af formennsku í Rithöfundasambandi Íslands eftir að hafa greinst með heilaæxli fyrir þremur mánuðum. Karl Ágúst greinir frá þessu í færslu til félaga í Rithöfundasambandinu Íslands á Facebook. Þar segir hann að æxlið hafi verið skorið burt í aðgerð sem hafi heppnast vel og reynst vera góðkynja. Hann segir heilsuna þó vera þannig að hann eigi langt í land með að geta stundað þau störf sem hann hafi tekið að sér. Karl Ágúst tók við formennsku í félaginu árið 2018 af Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og var endurkjörinn formaður til tveggja ára á síðasta ári. Áhrif aðgerðarinnar erfið viðureignar Í færslunni segir hann að áhrif skurðaðgerðar á heila manns geti verið mikil og erfið viðureignar. Hann segir aðgerðina hafa dregið stórlega úr líkamlegri getu sinni, en að hann hafi þó náð að endurheimta hana að hluta með sjúkraþjálfun. „Það er þó einkum og sér í lagi breytt starfsemi heilans sem háir mér og á að öllum líkindum eftir að skila sér til baka á löngu tímabili. Það hefur kveikt hjá mér alvarlegan efa á að ég búi nú um allnokkurt skeið yfir andlegri og vitsmunalegri getu sem mér þykir nauðsynleg til að sinna formennsku sambandsins jafn vel og æskilegt er,“ segir Karl Ágúst og bætir við að af þeirri ástæðu hafi hann óskað eftir að hætta sem formaður Rithöfundasambandsins. Margrét Tryggvadóttir, varaformaður Rithöfundasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Margrét tekur við skyldum formanns Margrét Tryggvadóttir, varaformaður Rithöfundasambandsins, mun gegna skyldum formanns þar til að annað verður ákveðið. „Ég tel það þó rétta ákvörðun og óska eftir að einhver taki við keflinu sem ræður við það betur en ég um þessar mundir. Loks vil ég þakka það traust sem mér hefur verið sýnt og gott samstarf við annað stjórnarfólk, samninganefndir og alla þá sem tekið hafa að sér að þjóna hagsmunum rithöfunda á öllum sviðum,“ segir í lok færslu Karls Ágústs. Félagasamtök Bókmenntir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Karl Ágúst greinir frá þessu í færslu til félaga í Rithöfundasambandinu Íslands á Facebook. Þar segir hann að æxlið hafi verið skorið burt í aðgerð sem hafi heppnast vel og reynst vera góðkynja. Hann segir heilsuna þó vera þannig að hann eigi langt í land með að geta stundað þau störf sem hann hafi tekið að sér. Karl Ágúst tók við formennsku í félaginu árið 2018 af Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og var endurkjörinn formaður til tveggja ára á síðasta ári. Áhrif aðgerðarinnar erfið viðureignar Í færslunni segir hann að áhrif skurðaðgerðar á heila manns geti verið mikil og erfið viðureignar. Hann segir aðgerðina hafa dregið stórlega úr líkamlegri getu sinni, en að hann hafi þó náð að endurheimta hana að hluta með sjúkraþjálfun. „Það er þó einkum og sér í lagi breytt starfsemi heilans sem háir mér og á að öllum líkindum eftir að skila sér til baka á löngu tímabili. Það hefur kveikt hjá mér alvarlegan efa á að ég búi nú um allnokkurt skeið yfir andlegri og vitsmunalegri getu sem mér þykir nauðsynleg til að sinna formennsku sambandsins jafn vel og æskilegt er,“ segir Karl Ágúst og bætir við að af þeirri ástæðu hafi hann óskað eftir að hætta sem formaður Rithöfundasambandsins. Margrét Tryggvadóttir, varaformaður Rithöfundasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Margrét tekur við skyldum formanns Margrét Tryggvadóttir, varaformaður Rithöfundasambandsins, mun gegna skyldum formanns þar til að annað verður ákveðið. „Ég tel það þó rétta ákvörðun og óska eftir að einhver taki við keflinu sem ræður við það betur en ég um þessar mundir. Loks vil ég þakka það traust sem mér hefur verið sýnt og gott samstarf við annað stjórnarfólk, samninganefndir og alla þá sem tekið hafa að sér að þjóna hagsmunum rithöfunda á öllum sviðum,“ segir í lok færslu Karls Ágústs.
Félagasamtök Bókmenntir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira