Frá þessu er greint á vef The Daily Mail þar sem kemur fram að samningar sex leikmanna renni út í sumar og að samningar fimm annarra leikmanna renni út ári síðar.
Meðal leikmanna sem verða samningslausir í sumar eru þeir N'Golo Katne, Ethan Ampadu og Tiemoue Bakayoko. Ampadu er nú á láni hjá Spezia og Bakayoko er á láni hjá AC Milan.
Þá er félagið einnig sagt vera tilbúið að hlusta á tilboð í leikmenn sem eiga aðeins eitt ár eftir af samningi sínum í sumar, en það eru þeir Mateo Kovacic, Cesar Azpilicueta, Christian Pulisic, Pierre-Emerick Aubameyang, Ruben Loftus-Cheek og Mason Mount.
Eftir gríðarlega eyðslu félagsins í seinustu tveimur félagsskiptagluggum eftir að Todd Boehly keypti liðið er allavega ljóst að einhverjir leikmenn þurfa að hverfa á braut. Lundúnaliðið keypti leikmenn fyrir tæplega 570 milljónir punda í seinustu tveimur gluggum, en það samsvarar tæplega 98 milljörðum króna. Bara í janúar sótti Chelsea átta nýja leikmenn.