Færri leikskólabörn innrituð í Reykjavík í haust vegna framkvæmda Máni Snær Þorláksson skrifar 13. mars 2023 13:51 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavík hefst á morgun. Einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum og endurbætur á húsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla. Á næstu vikum mega foreldrar barna sem sótt hafa um í borgarreknum skólum búast við því að fá send boð um pláss. Þeim umsóknum sem berast eftir morgundaginn verður ekki forgangsraðað fyrr en úthlutuninni lýkur þann 17. apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar mun leikskólinn Laugasól ekki taka við nýjum börnum í haust vegna endurbóta og viðgerða. Unnið verður að því að bæta við tveimur deildum við skólann auk þess sem starfsmannaaðstaða verður bætt. Framkvæmdir í sex leikskólum Framkvæmdir munu samkvæmt skóla- og frístundasviði hafa áhrif á sex leikskóla í Reykjavík. Framkvæmdir í leikskólanum Grandaborg hafa áhrif á innritanir í leikskólann Gullborg þar sem börnum úr Grandaborg hefur verið fundið pláss í Gullborg. Þá er stefnt að því að hefja framkvæmdir við Fífuborg í sumar og mun starfsemi leikskólans færast tímabundið í grunnskólann Húsaskóla með tilheyrandi áhrifum á innritun í þann skóla. Framkvæmdir við leikskólana Hlíð og Hálsaskóg munu svo hafa áhrif á inntöku barna í Ævintýraborgunum við Nauthólsveg og Vogabyggð þar sem starfsemin verður tímabundið þar. Einnig munu leikskólarnir Árborg, Vesturborg, Kvistaborg og Sunnuás taka tímabundið inn færri börn vegna framkvæmda og flutnings á starfsemi. Viðbúið er að starfsemi Sunnuáss flytjist frá Kringlunni 1 aftur á lóð skólans við Dyngjuveg þegar líður á sumarið en unnið er að koma fyrir færanlegum stofum þar. Búist er við því að þeir sautján leikskólar sem eru sjálfstætt starfandi og njóta fjárhagslegs stuðnings frá borginni muni innrita 300-400 börn í haust. Átak í húsnæðismálum hafi áhrif á inntöku Í upplýsingunum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar er fullyrt að engin börn hafi misst leikskólapláss sem þau voru með vegna endurbóta og annarra framkvæmda í Reykjavík. Þá sé framkvæmdum lokið við Nóaborg og Furuskóg en aðrar framkvæmdir í leikskólum borgarinnar muni ekki hafa áhrif á inntöku barna í haust. Þá kemur fram að erfitt sé að fullyrða hver meðalaldur barna verði við inntöku næsta haust. Unnið sé þó að kappi að því að fjölga leikskólaplássum í borginni í gegnum aðgerðaráætlunina Brúum bilið. „Á síðasta ári voru fjórir nýir leikskólar opnaðir í Reykjavík og nýjar deildir teknar í notkun við eldri leikskóla. Hins vegar hefur á sama tíma staðið yfir annað metnaðarfullt átak í húsnæðismálum grunnskóla og leikskóla sem miðar að því að uppfæra eldra húsnæði og bæta innivist og mun það til skemmri tíma hafa áhrif á stöðuna hvað varðar inntöku nýrra barna. Misjafnlega vel hefur gengið að fylla lausar stöður í leikskólum sem einnig hefur áhrif á fjölda leikskólaplássa sem eru í boði.“ Þó hafa framkvæmdirnar þau áhrif að færri börn verða innrituð í leikskóla í Reykjavík eftir sumarið. „Það komast færri inn í haust en hefði verið ef ekki væri fyrir þessar framkvæmdir,“ segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs, í samtali við fréttastofu. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
Á næstu vikum mega foreldrar barna sem sótt hafa um í borgarreknum skólum búast við því að fá send boð um pláss. Þeim umsóknum sem berast eftir morgundaginn verður ekki forgangsraðað fyrr en úthlutuninni lýkur þann 17. apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar mun leikskólinn Laugasól ekki taka við nýjum börnum í haust vegna endurbóta og viðgerða. Unnið verður að því að bæta við tveimur deildum við skólann auk þess sem starfsmannaaðstaða verður bætt. Framkvæmdir í sex leikskólum Framkvæmdir munu samkvæmt skóla- og frístundasviði hafa áhrif á sex leikskóla í Reykjavík. Framkvæmdir í leikskólanum Grandaborg hafa áhrif á innritanir í leikskólann Gullborg þar sem börnum úr Grandaborg hefur verið fundið pláss í Gullborg. Þá er stefnt að því að hefja framkvæmdir við Fífuborg í sumar og mun starfsemi leikskólans færast tímabundið í grunnskólann Húsaskóla með tilheyrandi áhrifum á innritun í þann skóla. Framkvæmdir við leikskólana Hlíð og Hálsaskóg munu svo hafa áhrif á inntöku barna í Ævintýraborgunum við Nauthólsveg og Vogabyggð þar sem starfsemin verður tímabundið þar. Einnig munu leikskólarnir Árborg, Vesturborg, Kvistaborg og Sunnuás taka tímabundið inn færri börn vegna framkvæmda og flutnings á starfsemi. Viðbúið er að starfsemi Sunnuáss flytjist frá Kringlunni 1 aftur á lóð skólans við Dyngjuveg þegar líður á sumarið en unnið er að koma fyrir færanlegum stofum þar. Búist er við því að þeir sautján leikskólar sem eru sjálfstætt starfandi og njóta fjárhagslegs stuðnings frá borginni muni innrita 300-400 börn í haust. Átak í húsnæðismálum hafi áhrif á inntöku Í upplýsingunum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar er fullyrt að engin börn hafi misst leikskólapláss sem þau voru með vegna endurbóta og annarra framkvæmda í Reykjavík. Þá sé framkvæmdum lokið við Nóaborg og Furuskóg en aðrar framkvæmdir í leikskólum borgarinnar muni ekki hafa áhrif á inntöku barna í haust. Þá kemur fram að erfitt sé að fullyrða hver meðalaldur barna verði við inntöku næsta haust. Unnið sé þó að kappi að því að fjölga leikskólaplássum í borginni í gegnum aðgerðaráætlunina Brúum bilið. „Á síðasta ári voru fjórir nýir leikskólar opnaðir í Reykjavík og nýjar deildir teknar í notkun við eldri leikskóla. Hins vegar hefur á sama tíma staðið yfir annað metnaðarfullt átak í húsnæðismálum grunnskóla og leikskóla sem miðar að því að uppfæra eldra húsnæði og bæta innivist og mun það til skemmri tíma hafa áhrif á stöðuna hvað varðar inntöku nýrra barna. Misjafnlega vel hefur gengið að fylla lausar stöður í leikskólum sem einnig hefur áhrif á fjölda leikskólaplássa sem eru í boði.“ Þó hafa framkvæmdirnar þau áhrif að færri börn verða innrituð í leikskóla í Reykjavík eftir sumarið. „Það komast færri inn í haust en hefði verið ef ekki væri fyrir þessar framkvæmdir,“ segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs, í samtali við fréttastofu.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira