„Níutíu ára vinna sem reynt er að hafa af okkur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. mars 2023 16:31 Vaðlaskógur er staðsettur í Eyjafirði gegnt Akureyri. skógræktarfélag Eyfirðinga. Landeigendur í Eyjafirði hafa stefnt Skógræktarfélagi Eyfirðinga fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra í því skyni að hafa af félaginu umráðarétt yfir Vaðlaskógi. Skógræktarfélagið er það elsta á landinu. „Það er nítíu ára vinna að baki sem verið er að reyna að hafa af okkur,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri félagsins. Vaðlaskógur liggur í landi fjögurra jarða í tveimur sveitarfélögum; Veigastöðum og Halllandi í Svalbarðsstrandarhreppi og Ytri- og Syðri Varðgjá í Eyjafjarðarsveit. Skógræktarfélaginu hefur nú verið stefnt af landeigendum Veigastaða og Halllands. „Við teljum okkur hafa alla samninga á bakvið okkur og höfum kannað okkar réttarstöðu vel. Við erum almannahagsmunafélag og frá upphafi hefur áherslan okkar verið á að allir fái að njóta þessa svæðis,“ segir Ingólfur enn fremur Í ályktun skógræktarfélags Eyfirðingar segir að þáverandi landeigendur fyrrgreindra jarða hafi látið umráðarétt yfir landi Vaðlaskógar. Samningnum verði ekki sagt upp nema í undantekningartilfellum „Félagið hóf strax ári síðar vinnu við að girða af reitinn og rækta skóg, og hefur æ síðan ræktað upp Vaðlaskóg, sinnt grisjun, lagt stíga, brúað læki og sinnt öðrum störfum sem ræktuninni fylgja. Vaðlaskógur er elsti ræktaði skógarreiturinn í umsjón félagsins en þar var ekki að finna eina einustu trjáplöntu þegar ræktun hófst.“ Þá segir að landeigendur og forsjármenn hafi útbúið umráðaréttarsamning án uppsagnarákvæðis, þar sem skógrækt krefjist þolinmæði og sé verkefni margra kynslóða. Aðilar samningsins áttuðu sig fyllilega á því að þessu samningssambandi yrði ekki slitið nema í því eina undantekningartilfelli að starfsemi skógræktarfélagsins myndi leggjast niður,“ segir enn fremur í ályktun félagsins. Skógrækt og landgræðsla Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Tengdar fréttir Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn. 7. október 2021 09:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
„Það er nítíu ára vinna að baki sem verið er að reyna að hafa af okkur,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri félagsins. Vaðlaskógur liggur í landi fjögurra jarða í tveimur sveitarfélögum; Veigastöðum og Halllandi í Svalbarðsstrandarhreppi og Ytri- og Syðri Varðgjá í Eyjafjarðarsveit. Skógræktarfélaginu hefur nú verið stefnt af landeigendum Veigastaða og Halllands. „Við teljum okkur hafa alla samninga á bakvið okkur og höfum kannað okkar réttarstöðu vel. Við erum almannahagsmunafélag og frá upphafi hefur áherslan okkar verið á að allir fái að njóta þessa svæðis,“ segir Ingólfur enn fremur Í ályktun skógræktarfélags Eyfirðingar segir að þáverandi landeigendur fyrrgreindra jarða hafi látið umráðarétt yfir landi Vaðlaskógar. Samningnum verði ekki sagt upp nema í undantekningartilfellum „Félagið hóf strax ári síðar vinnu við að girða af reitinn og rækta skóg, og hefur æ síðan ræktað upp Vaðlaskóg, sinnt grisjun, lagt stíga, brúað læki og sinnt öðrum störfum sem ræktuninni fylgja. Vaðlaskógur er elsti ræktaði skógarreiturinn í umsjón félagsins en þar var ekki að finna eina einustu trjáplöntu þegar ræktun hófst.“ Þá segir að landeigendur og forsjármenn hafi útbúið umráðaréttarsamning án uppsagnarákvæðis, þar sem skógrækt krefjist þolinmæði og sé verkefni margra kynslóða. Aðilar samningsins áttuðu sig fyllilega á því að þessu samningssambandi yrði ekki slitið nema í því eina undantekningartilfelli að starfsemi skógræktarfélagsins myndi leggjast niður,“ segir enn fremur í ályktun félagsins.
Skógrækt og landgræðsla Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Tengdar fréttir Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn. 7. október 2021 09:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn. 7. október 2021 09:00