Innlent

Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Mýrdalsjökull.
Mýrdalsjökull. Vísir/Vilhelm

Í morgun kl. 7:02 varð jarðskjálfti af stærðinni 3,1 í vestanverðum Mýrdalsjökli.

Skjálftavirkni hefur verið í jöklinum síðustu daga en þann 9. mars mældust þar skjálftar af stærðinni 3,3, og 3,4. 

Í gær, 10 mars kl. 15:59 mældist jarðskjálfti um 14km ANA af Grímsey 3,8 að stærð. Í fyrranótt hófst jarðskjálftahrina á svæðinu og hafa mælst rýflega 120 jarðskjálftar.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að engin merki séyu um gosóróa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×