Sumir stuðningsmenn Liverpool hafa gengið svo langt að prenta sér búninga með 7-0 og 5. mars 2020 aftan á og það er ljóst að þessa leiks verður minnst um ókomna tíð.
Vísir kannaði hug lesenda sinn um það hvað væri vandræðalegasta tap fótboltans undanfarin ár.
7-0 tap Manchester United á móti Liverpool á Anfield á sunnudaginn fékk flest atkvæði og fékk í raun bara samkeppni frá einum öðrum skelli.
Samkeppnin kom frá 1-7 tapi Brasilíumanna á heimavelli á móti Þýskalandi í undanúrslitum á HM í Brasilíu 2014.
Alls fékk skellurinn á Anfield 896 atkvæði eða níutíu atkvæðum meira en Brasilíuleikurinn.
Þriðja sætið fékk svo 2-8 tap Barcelona á móti Bayern München í Meistaradeildinni Covid-haustið 2020. 112 töldu það vandræðalegasta tapið en það var tæpum sjö hundruð atkvæðum á eftir öðru sætinu.
Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður kosningarinnar.