Trump gæti verið ákærður fyrir að kaupa þögn klámleikkonu Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 10:34 Donald Trump gæti orðið fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem sætir ákæru. AP/Alex Brandon Umdæmissaksóknari í New York er sagður hafa tjáð lögmönnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir sinn þátt í að greiða klámmyndaleikkona til að þegja um framhjáhald hans. Trump var boðið að bera vitni fyrir ákærudómstól á Manhattan sem fer yfir sönnunargögn í rannsókn saksóknarans. New York Times segir að slík boð séu nánast alltaf undanfarin þess að ákæra sé gefin út. Ólíklegt er talið að Trump þekkist boðið. Blaðið hefur jafnframt eftir heimildarmönnum sínum að saksóknarinn hafi varað lögmenn Trump við því að ákæra sé líkleg. Málið snýst um 130.000 dollara greiðslu til Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem gengur undir sviðsnafninu Stormy Daniels, á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Daniels heldur því fram að þau Trump hafi átt í ástarævintýri. Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, innti greiðsluna af hendi en forsetinn endurgreiddi honum kostnaðinn. Cohen hlaut fangelsisdóm fyrir sinn þátt. Hann fullyrðir að Trump hafi skipað henni að borga Daniels til þess að þagga niður í henni. Gert er ráð fyrir að hann beri vitni fyrir ákærudómstólnum. Yrði forseti fyrrverandi forsetinn til að vera ákærður Ákveði Alvin L. Bragg, umdæmissaksóknarinn á Manhattan, að ákæra Trump yrði það í fyrsta skipti sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er sóttur til saka. Trump hefur þegar lýst yfir framboði fyrir forsetakosningarnar 2024. Hann sagði nýlega að hann héldi framboði sínu til streitu jafnvel þótt hann yrði ákærður. AP-fréttastofan segir ekki ljóst fyrir hvað Trump gæti verið ákærður í þagnargreiðslumálinu. Rannsóknin í New York er ekki sú eina sem Trump þarf að hafa áhyggjur af. Umdæmissaksóknari í stærstu sýslu Georgíu rannsakar hvort að Trump hafi reynt að hnekkja úrslitum kosninganna árið 2020. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins kannar einnig tilraunir Trump og bandamanna hans til þess að snúa úrslitunum við og meðferð Trump á leynilegum skjölum eftir að hann lét af embætti. Donald Trump Erlend sakamál Klám Tengdar fréttir Fyrirtæki Trumps dæmt vegna skattsvika Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var í gær dæmt sekt um skattsvik og aðra glæpi. Kviðdómendur í Hæstarétti Manhattan sakfelldu fyrirtækið í öllum sautján ákæruliðum málsins. 7. desember 2022 13:45 Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Trump var boðið að bera vitni fyrir ákærudómstól á Manhattan sem fer yfir sönnunargögn í rannsókn saksóknarans. New York Times segir að slík boð séu nánast alltaf undanfarin þess að ákæra sé gefin út. Ólíklegt er talið að Trump þekkist boðið. Blaðið hefur jafnframt eftir heimildarmönnum sínum að saksóknarinn hafi varað lögmenn Trump við því að ákæra sé líkleg. Málið snýst um 130.000 dollara greiðslu til Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem gengur undir sviðsnafninu Stormy Daniels, á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Daniels heldur því fram að þau Trump hafi átt í ástarævintýri. Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, innti greiðsluna af hendi en forsetinn endurgreiddi honum kostnaðinn. Cohen hlaut fangelsisdóm fyrir sinn þátt. Hann fullyrðir að Trump hafi skipað henni að borga Daniels til þess að þagga niður í henni. Gert er ráð fyrir að hann beri vitni fyrir ákærudómstólnum. Yrði forseti fyrrverandi forsetinn til að vera ákærður Ákveði Alvin L. Bragg, umdæmissaksóknarinn á Manhattan, að ákæra Trump yrði það í fyrsta skipti sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er sóttur til saka. Trump hefur þegar lýst yfir framboði fyrir forsetakosningarnar 2024. Hann sagði nýlega að hann héldi framboði sínu til streitu jafnvel þótt hann yrði ákærður. AP-fréttastofan segir ekki ljóst fyrir hvað Trump gæti verið ákærður í þagnargreiðslumálinu. Rannsóknin í New York er ekki sú eina sem Trump þarf að hafa áhyggjur af. Umdæmissaksóknari í stærstu sýslu Georgíu rannsakar hvort að Trump hafi reynt að hnekkja úrslitum kosninganna árið 2020. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins kannar einnig tilraunir Trump og bandamanna hans til þess að snúa úrslitunum við og meðferð Trump á leynilegum skjölum eftir að hann lét af embætti.
Donald Trump Erlend sakamál Klám Tengdar fréttir Fyrirtæki Trumps dæmt vegna skattsvika Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var í gær dæmt sekt um skattsvik og aðra glæpi. Kviðdómendur í Hæstarétti Manhattan sakfelldu fyrirtækið í öllum sautján ákæruliðum málsins. 7. desember 2022 13:45 Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Fyrirtæki Trumps dæmt vegna skattsvika Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var í gær dæmt sekt um skattsvik og aðra glæpi. Kviðdómendur í Hæstarétti Manhattan sakfelldu fyrirtækið í öllum sautján ákæruliðum málsins. 7. desember 2022 13:45
Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00