Trump gæti verið ákærður fyrir að kaupa þögn klámleikkonu Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 10:34 Donald Trump gæti orðið fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem sætir ákæru. AP/Alex Brandon Umdæmissaksóknari í New York er sagður hafa tjáð lögmönnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir sinn þátt í að greiða klámmyndaleikkona til að þegja um framhjáhald hans. Trump var boðið að bera vitni fyrir ákærudómstól á Manhattan sem fer yfir sönnunargögn í rannsókn saksóknarans. New York Times segir að slík boð séu nánast alltaf undanfarin þess að ákæra sé gefin út. Ólíklegt er talið að Trump þekkist boðið. Blaðið hefur jafnframt eftir heimildarmönnum sínum að saksóknarinn hafi varað lögmenn Trump við því að ákæra sé líkleg. Málið snýst um 130.000 dollara greiðslu til Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem gengur undir sviðsnafninu Stormy Daniels, á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Daniels heldur því fram að þau Trump hafi átt í ástarævintýri. Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, innti greiðsluna af hendi en forsetinn endurgreiddi honum kostnaðinn. Cohen hlaut fangelsisdóm fyrir sinn þátt. Hann fullyrðir að Trump hafi skipað henni að borga Daniels til þess að þagga niður í henni. Gert er ráð fyrir að hann beri vitni fyrir ákærudómstólnum. Yrði forseti fyrrverandi forsetinn til að vera ákærður Ákveði Alvin L. Bragg, umdæmissaksóknarinn á Manhattan, að ákæra Trump yrði það í fyrsta skipti sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er sóttur til saka. Trump hefur þegar lýst yfir framboði fyrir forsetakosningarnar 2024. Hann sagði nýlega að hann héldi framboði sínu til streitu jafnvel þótt hann yrði ákærður. AP-fréttastofan segir ekki ljóst fyrir hvað Trump gæti verið ákærður í þagnargreiðslumálinu. Rannsóknin í New York er ekki sú eina sem Trump þarf að hafa áhyggjur af. Umdæmissaksóknari í stærstu sýslu Georgíu rannsakar hvort að Trump hafi reynt að hnekkja úrslitum kosninganna árið 2020. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins kannar einnig tilraunir Trump og bandamanna hans til þess að snúa úrslitunum við og meðferð Trump á leynilegum skjölum eftir að hann lét af embætti. Donald Trump Erlend sakamál Klám Tengdar fréttir Fyrirtæki Trumps dæmt vegna skattsvika Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var í gær dæmt sekt um skattsvik og aðra glæpi. Kviðdómendur í Hæstarétti Manhattan sakfelldu fyrirtækið í öllum sautján ákæruliðum málsins. 7. desember 2022 13:45 Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Trump var boðið að bera vitni fyrir ákærudómstól á Manhattan sem fer yfir sönnunargögn í rannsókn saksóknarans. New York Times segir að slík boð séu nánast alltaf undanfarin þess að ákæra sé gefin út. Ólíklegt er talið að Trump þekkist boðið. Blaðið hefur jafnframt eftir heimildarmönnum sínum að saksóknarinn hafi varað lögmenn Trump við því að ákæra sé líkleg. Málið snýst um 130.000 dollara greiðslu til Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem gengur undir sviðsnafninu Stormy Daniels, á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Daniels heldur því fram að þau Trump hafi átt í ástarævintýri. Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, innti greiðsluna af hendi en forsetinn endurgreiddi honum kostnaðinn. Cohen hlaut fangelsisdóm fyrir sinn þátt. Hann fullyrðir að Trump hafi skipað henni að borga Daniels til þess að þagga niður í henni. Gert er ráð fyrir að hann beri vitni fyrir ákærudómstólnum. Yrði forseti fyrrverandi forsetinn til að vera ákærður Ákveði Alvin L. Bragg, umdæmissaksóknarinn á Manhattan, að ákæra Trump yrði það í fyrsta skipti sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er sóttur til saka. Trump hefur þegar lýst yfir framboði fyrir forsetakosningarnar 2024. Hann sagði nýlega að hann héldi framboði sínu til streitu jafnvel þótt hann yrði ákærður. AP-fréttastofan segir ekki ljóst fyrir hvað Trump gæti verið ákærður í þagnargreiðslumálinu. Rannsóknin í New York er ekki sú eina sem Trump þarf að hafa áhyggjur af. Umdæmissaksóknari í stærstu sýslu Georgíu rannsakar hvort að Trump hafi reynt að hnekkja úrslitum kosninganna árið 2020. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins kannar einnig tilraunir Trump og bandamanna hans til þess að snúa úrslitunum við og meðferð Trump á leynilegum skjölum eftir að hann lét af embætti.
Donald Trump Erlend sakamál Klám Tengdar fréttir Fyrirtæki Trumps dæmt vegna skattsvika Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var í gær dæmt sekt um skattsvik og aðra glæpi. Kviðdómendur í Hæstarétti Manhattan sakfelldu fyrirtækið í öllum sautján ákæruliðum málsins. 7. desember 2022 13:45 Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Fyrirtæki Trumps dæmt vegna skattsvika Trump Organization, fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var í gær dæmt sekt um skattsvik og aðra glæpi. Kviðdómendur í Hæstarétti Manhattan sakfelldu fyrirtækið í öllum sautján ákæruliðum málsins. 7. desember 2022 13:45
Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00