Erlent

Grunaður um að hafa myrt móður sína og bróður

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning barst lögreglu um klukkan 8:35 að staðartíma í morgun. Myndin er úr safni.
Tilkynning barst lögreglu um klukkan 8:35 að staðartíma í morgun. Myndin er úr safni. Getty

Lögregla í Svíþjóð handtók í morgun ungan karlmann sem grunaður er um að hafa banað móður sinni og bróður í einbýlishúsi í Luleå í norðurhluta landsins.

Sænskir fjölmiðlar greina frá því að lögregla hafi girt af svæði í umræddu einbýlishúsahverfi og að lögregla hafi verið með mikinn viðbúnað á staðnum.

Haft er eftir nágranna, sem var úti að ganga með hundinn sinn, að heyrst hafi í öskur úr húsinu á níunda tímanum í morgun að staðartíma. 

Þar hafi svo ungur maður, berfættur og klæddur í föt sem voru þakin blóði, komið út þar sem hann var síðar handtekinn af lögreglu.

Maðurinn er grunaður um tvö morð og verður hann yfirheyrður síðar í dag.

Í frétt Aftonbladet er hinn handtekni nítján ára gamall.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×