Innlent

Bein útsending: Stór skref stigin í lykilþáttum löggæslu

Máni Snær Þorláksson skrifar
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Ólafur Hauksson héraðssaksóknari verða á fundinum
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Ólafur Hauksson héraðssaksóknari verða á fundinum Vísir/Vilhelm

Upplýsingafundur á vegum dómsmálaráðherra verður haldinn á Hilton hótel Nordica í dag. Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknari verða á fundinum. 

Samkvæmt tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu mun fundurinn fjalla um stór skref sem stigin verða í lykilþáttum löggæslu. Farið verður yfir almenna löggæslu, kynferðisbrot, skipulagða brotastarfsemi og lögreglunám.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Ólafur Hauksson héraðssaksóknari verða viðstödd fundinn.

Fundurinn hefst klukkan 14:05 og verður honum streymt beint í spilaranum hér fyrir neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×