„Mikið af tilfinningum í gangi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2023 23:00 Graham Potter varð í kvöld fyrsti enski stjórnn til að koma liði sínu áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu síðan 2010. EPA-EFE/Neil Hall „Ég er ekki viss, það var mikið af tilfinningum í gangi undir lokin,“ sagði Graham Potter, þjálfari Chelsea, eftir 2-0 sigur sinna manna á Borussia Dortmund í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund vann fyrri leikinn 1-0 og sótti stíft undir lok leiks. „Þetta var mjög stressandi í lok leiks en strákarnir spiluðu frábærlega. Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd og allra hér.“ Markið sem skaut Chelsea í 8-liða úrslit kom úr vítaspyrnu sem var tvítekin þar sem leikmaður Dortmund hafði farið inn í teig þegar Kai Havertz skaut boltanum í stöngina. Hann gerði engin mistök í seinna skiptið. „Í rauninni ekki ef ég er hreinskilinn, ég veit að þeir voru of fljótir inn í teig. Þetta var á milli Havertz eða Reece [James[. Stundum þurfa menn líka að ákveða þetta sjálfir inn á vellinum. Við höfum augljóslega fulla trú á Havertz. Ég horfði ekki en var yfir mig glaður þegar ég heyrði fagnaðarlætin,“ sagði þjálfarinn sem virðist ekki hafa það í sér að horfa á menn taka vítaspyrnur. „Að taka vítaspyrnur er ekki fyrir mig svo ég dáist að öllum sem gera það.“ „Andrúmsloftið í búningsklefanum var frábært. Við höfum átt erfitt uppdráttar og þessi keppni skiptir okkur miklu máli. Við vildum komast áfram og það tókst.“ „Við þurfum að jafna okkur og undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Leicester City á laugardag. Að halda markinu hreinu tvo leiki í röð er frábært fyrir strákana eftir erfiðan tíma. Lífið er ekki alltaf dans á rósum og það snýst um hvernig maður bregst við því, leikmennirnir hafa verið frábærir.“ „Það var mikilvægt fyrir okkur að setja þá undir pressu og fá stuðningsfólkið með okkur í liði. Það er ekki auðvelt því þeir eru frábært lið með mikið sjálfstraust.“ Graham Potter becomes the first English manager since 2010 to progress through a knockout tie in the #UCL pic.twitter.com/pdzkAcz2mZ— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 7, 2023 „Allt hrós til leikmannanna. Þeir gáfu allt í þetta og við áttum skilið að fara áfram,“ sagði Potter að endingu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Þetta var mjög stressandi í lok leiks en strákarnir spiluðu frábærlega. Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd og allra hér.“ Markið sem skaut Chelsea í 8-liða úrslit kom úr vítaspyrnu sem var tvítekin þar sem leikmaður Dortmund hafði farið inn í teig þegar Kai Havertz skaut boltanum í stöngina. Hann gerði engin mistök í seinna skiptið. „Í rauninni ekki ef ég er hreinskilinn, ég veit að þeir voru of fljótir inn í teig. Þetta var á milli Havertz eða Reece [James[. Stundum þurfa menn líka að ákveða þetta sjálfir inn á vellinum. Við höfum augljóslega fulla trú á Havertz. Ég horfði ekki en var yfir mig glaður þegar ég heyrði fagnaðarlætin,“ sagði þjálfarinn sem virðist ekki hafa það í sér að horfa á menn taka vítaspyrnur. „Að taka vítaspyrnur er ekki fyrir mig svo ég dáist að öllum sem gera það.“ „Andrúmsloftið í búningsklefanum var frábært. Við höfum átt erfitt uppdráttar og þessi keppni skiptir okkur miklu máli. Við vildum komast áfram og það tókst.“ „Við þurfum að jafna okkur og undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Leicester City á laugardag. Að halda markinu hreinu tvo leiki í röð er frábært fyrir strákana eftir erfiðan tíma. Lífið er ekki alltaf dans á rósum og það snýst um hvernig maður bregst við því, leikmennirnir hafa verið frábærir.“ „Það var mikilvægt fyrir okkur að setja þá undir pressu og fá stuðningsfólkið með okkur í liði. Það er ekki auðvelt því þeir eru frábært lið með mikið sjálfstraust.“ Graham Potter becomes the first English manager since 2010 to progress through a knockout tie in the #UCL pic.twitter.com/pdzkAcz2mZ— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 7, 2023 „Allt hrós til leikmannanna. Þeir gáfu allt í þetta og við áttum skilið að fara áfram,“ sagði Potter að endingu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira