Leggur áherslu á mál sem formaður VR hafi sýnt lítinn áhuga Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2023 20:01 Ragnar Þór Ingólfsson sem býður sig fram til endurkjörs í embætti formanns VR og Elva Hrönn Hjartardóttir sem einnig býður sig fram tókust á um helstu áherslur félagsins. Vísir/Vilhelm Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formennsku í VR gegn Ragari Þór Ingólfssyni sitjandi formanni segir félagið verða að taka á málum sem formaðurinn hafi sýnt lítinn áhuga. Formanns- og stjórnarkjör hefst í VR, fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, í fyrramálið og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudag eftir viku. Elva Hrönn Hjartardóttir býður sig fram til formanns VR ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni sem sækist eftir endurkjöri. Einnig verður kosið um sjö af fjórtán stjórnarmönnum og þrjá varamenn í stjórn. Þau Elva Hrönn og Ragnar Þór mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Hún segist hafa aðrar áherslur en sitjandi formaður. „Það eru ýmis málefni sem er verið að vinna í en ég tel að við gætum verið að vinna miklu meira í. Þar þarf líka áhuga formanns á málefnunum. Því það sem hann brennur fyrir fær vissulega eitthvað brautargengi. Að sama skapi ef hann minnist ekki á önnur málefni er voðalega lítið rætt um þau nema í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Elva Hrönn meðal annars. Elva Hrönn vill lyfta málum sem hún segir núverandi formann VR ekki hafa sinnt.Vísir/Vilhelm Það ætti við um málefni unga fólksins, útlendinga sem væru um 14 prósent félagsmanna og jafnréttismál. Formaður stærsta stéttarfélags landsins mætti ekki yfirgefa herbergið í hver sinn sem hann mætti einhverri mótspyrnu. Elva Hrönn og Ragnar Þór voru þó sammála um að húsnæðismálin væru mál málanna bæði almennt og fyrir komandi kjarasamninga sem taka við af skammtímasamningunum sem gerðir voru í desember.Vísr/Vilhelm Ragnar Þór sagði unnið í fjölmörgum málum sem ekki fengju athygli í fjölmiðlum. Til að mynda hefði VR lagt mikla vinnu í húsnæðismál unga fólksins með tilurð hlutdeildarlána. Þar hefðu stjórnvöld að vísu ekki staðið við sitt eins og í mörgu öðru sem tengdist loforðum þeirra við gerð lífskjarasamninganna. Ragnar Þór var fyrst kjörinn formaður VR árið 2017 en kjörtímabilið er tvö ár.Vísir/Vilhelm „Við höfum svo sannarlega verið að beita okkur fyrir þessa hópa sem eru hvað viðkvæmastir. Eru að lenda í því að fá tugþúsunda hækkanir á leigu. Við hótuðum því til dæmis að taka alla sjóði VR út úr Kviku banka, sem var þá nýbúinn að taka yfir Gamma sem þá átti Almenna leigufélagið. Sem varð til þess að allar hækkanir voru dregnar til baka og fólki varð boðinn langtíma samningur og meiri stöðugleiki,“ sagði Ragnar Þór. Þau voru sammála um að húsnæðismálin væru mál málanna almennt og við gerð nýrra samninga sem tækju við af þeim skammtímasamningi sem nýlega var gerður. Þau greindi hins vegar á um samstarf við önnur verkalýðsfélög og stöðu félagsins innan Alþýðusambandsins. Pallborðið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Pallborðið Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Stéttarfélög Tengdar fréttir Tekist á um formannsembættið í VR í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til embættis formanns ásamt honum mæta í beina útsendingu í Pallborðinu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni klukkan tvö í dag. Kosning til formanns og stjórnar VR hefst á morgun. 7. mars 2023 12:31 „Við vorum úthrópuð kolruglað lið“ Formaður VR segir alveg ljóst að þeir kjarasamningar sem SA hafi þegar gert við önnur stéttarfélög en Eflingu séu ekki til þess fallnir að stýra viðræðum samtakanna við Eflingu nú. Um það hafi engin krafa verið gerð, né heldur samkomulag. Hann segir kjarabaráttuna ekki eiga að snúast um persónur og leikendur og hvetur fólk til að setja sig í spor þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. 23. febrúar 2023 21:19 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Elva Hrönn Hjartardóttir býður sig fram til formanns VR ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni sem sækist eftir endurkjöri. Einnig verður kosið um sjö af fjórtán stjórnarmönnum og þrjá varamenn í stjórn. Þau Elva Hrönn og Ragnar Þór mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Hún segist hafa aðrar áherslur en sitjandi formaður. „Það eru ýmis málefni sem er verið að vinna í en ég tel að við gætum verið að vinna miklu meira í. Þar þarf líka áhuga formanns á málefnunum. Því það sem hann brennur fyrir fær vissulega eitthvað brautargengi. Að sama skapi ef hann minnist ekki á önnur málefni er voðalega lítið rætt um þau nema í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Elva Hrönn meðal annars. Elva Hrönn vill lyfta málum sem hún segir núverandi formann VR ekki hafa sinnt.Vísir/Vilhelm Það ætti við um málefni unga fólksins, útlendinga sem væru um 14 prósent félagsmanna og jafnréttismál. Formaður stærsta stéttarfélags landsins mætti ekki yfirgefa herbergið í hver sinn sem hann mætti einhverri mótspyrnu. Elva Hrönn og Ragnar Þór voru þó sammála um að húsnæðismálin væru mál málanna bæði almennt og fyrir komandi kjarasamninga sem taka við af skammtímasamningunum sem gerðir voru í desember.Vísr/Vilhelm Ragnar Þór sagði unnið í fjölmörgum málum sem ekki fengju athygli í fjölmiðlum. Til að mynda hefði VR lagt mikla vinnu í húsnæðismál unga fólksins með tilurð hlutdeildarlána. Þar hefðu stjórnvöld að vísu ekki staðið við sitt eins og í mörgu öðru sem tengdist loforðum þeirra við gerð lífskjarasamninganna. Ragnar Þór var fyrst kjörinn formaður VR árið 2017 en kjörtímabilið er tvö ár.Vísir/Vilhelm „Við höfum svo sannarlega verið að beita okkur fyrir þessa hópa sem eru hvað viðkvæmastir. Eru að lenda í því að fá tugþúsunda hækkanir á leigu. Við hótuðum því til dæmis að taka alla sjóði VR út úr Kviku banka, sem var þá nýbúinn að taka yfir Gamma sem þá átti Almenna leigufélagið. Sem varð til þess að allar hækkanir voru dregnar til baka og fólki varð boðinn langtíma samningur og meiri stöðugleiki,“ sagði Ragnar Þór. Þau voru sammála um að húsnæðismálin væru mál málanna almennt og við gerð nýrra samninga sem tækju við af þeim skammtímasamningi sem nýlega var gerður. Þau greindi hins vegar á um samstarf við önnur verkalýðsfélög og stöðu félagsins innan Alþýðusambandsins. Pallborðið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Pallborðið Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Stéttarfélög Tengdar fréttir Tekist á um formannsembættið í VR í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til embættis formanns ásamt honum mæta í beina útsendingu í Pallborðinu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni klukkan tvö í dag. Kosning til formanns og stjórnar VR hefst á morgun. 7. mars 2023 12:31 „Við vorum úthrópuð kolruglað lið“ Formaður VR segir alveg ljóst að þeir kjarasamningar sem SA hafi þegar gert við önnur stéttarfélög en Eflingu séu ekki til þess fallnir að stýra viðræðum samtakanna við Eflingu nú. Um það hafi engin krafa verið gerð, né heldur samkomulag. Hann segir kjarabaráttuna ekki eiga að snúast um persónur og leikendur og hvetur fólk til að setja sig í spor þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. 23. febrúar 2023 21:19 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Tekist á um formannsembættið í VR í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til embættis formanns ásamt honum mæta í beina útsendingu í Pallborðinu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni klukkan tvö í dag. Kosning til formanns og stjórnar VR hefst á morgun. 7. mars 2023 12:31
„Við vorum úthrópuð kolruglað lið“ Formaður VR segir alveg ljóst að þeir kjarasamningar sem SA hafi þegar gert við önnur stéttarfélög en Eflingu séu ekki til þess fallnir að stýra viðræðum samtakanna við Eflingu nú. Um það hafi engin krafa verið gerð, né heldur samkomulag. Hann segir kjarabaráttuna ekki eiga að snúast um persónur og leikendur og hvetur fólk til að setja sig í spor þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. 23. febrúar 2023 21:19