Stjórnvöld þurfi að taka sig á: „Svona lagað má aldrei endurtaka sig“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. mars 2023 13:52 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar segir að hugur sinn sé hjá manninum og fjölskyldu hans. egill aðalsteinsson Þingmaður stjórnarandstöðunar segir mál manns sem missti af líffæraígræðslu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar - grafalvarlegt. Stjórnvöld þurfi að tryggja að samningar séu til staðar og haldi í öllum tilvikum. Málið megi aldrei endurtaka sig. Manninum var tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. Líkt og við fjölluðum um í kvöldfréttum okkar í gær tók málið fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. Í svari frá flugfélaginu Erni til fréttastofu segist félagið harma atvikið og segir að allt hafi verið reynt til að koma manninum til Svíþjóðar í tæka tíð. Ekkert samkomulag sé hins vegar um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. „Við erum með samninga við þessa tvo aðila um að þetta flug njóti algjörs forgangs fram yfir allt annað flug sem þessir aðilar standa fyrir en í þessu tilfelli fékkst bara ekki mannskapur til þess að manna þetta,“ sagði Sigurður Helgi Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands í kvöldfréttum í gær. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. „Það er leitað til allra þeirra aðila sem eru þarna undir, þessir fjórir aðilar. Því miður tókst ekki að finna lausn hjá neinum þessum aðilum. Við vitum það líka að það var leitað eftir því að fá flugvél erlendis frá en það tókst heldur ekki,“ sagði Sigurður. Grafalvarlegt mál Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis segir að tryggja þurfi að svona gerist aldrei aftur. „Fyrst og fremst er þetta hræðilegt fyrir viðkomandi og fjölskyldu hans. Hugur minn er hjá þeim. Það er augljóst af þessu sorglega dæmi að það þarf að gera betri samninga sem halda í svona neyðartilfellum. Það er augljóst að stjórnvöld þurfa að taka sig á þarna. Svona lagað má ekki endurtaka sig. Þetta er grafalvarlegt mál og við erum ekki svo fátæk að við getum ekki gert samning sem á að grípa fólk í svona aðstæðum.“ Samningarnir haldi greinilega ekki Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér samninga við erlenda aðila eða bakvaktir hér á landi segir hún að eina sem skipti máli sé að gerðir séu samningar sem halda við þessar aðstæður. „Hvort sem það er við erlenda aðila eða hér á landi. Þessir samningar sem nú eru í gildi gera það greinilega ekki og úr því verður að bæta.“ Sjúkraflutningar Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Manninum var tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. Líkt og við fjölluðum um í kvöldfréttum okkar í gær tók málið fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. Í svari frá flugfélaginu Erni til fréttastofu segist félagið harma atvikið og segir að allt hafi verið reynt til að koma manninum til Svíþjóðar í tæka tíð. Ekkert samkomulag sé hins vegar um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. „Við erum með samninga við þessa tvo aðila um að þetta flug njóti algjörs forgangs fram yfir allt annað flug sem þessir aðilar standa fyrir en í þessu tilfelli fékkst bara ekki mannskapur til þess að manna þetta,“ sagði Sigurður Helgi Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands í kvöldfréttum í gær. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. „Það er leitað til allra þeirra aðila sem eru þarna undir, þessir fjórir aðilar. Því miður tókst ekki að finna lausn hjá neinum þessum aðilum. Við vitum það líka að það var leitað eftir því að fá flugvél erlendis frá en það tókst heldur ekki,“ sagði Sigurður. Grafalvarlegt mál Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis segir að tryggja þurfi að svona gerist aldrei aftur. „Fyrst og fremst er þetta hræðilegt fyrir viðkomandi og fjölskyldu hans. Hugur minn er hjá þeim. Það er augljóst af þessu sorglega dæmi að það þarf að gera betri samninga sem halda í svona neyðartilfellum. Það er augljóst að stjórnvöld þurfa að taka sig á þarna. Svona lagað má ekki endurtaka sig. Þetta er grafalvarlegt mál og við erum ekki svo fátæk að við getum ekki gert samning sem á að grípa fólk í svona aðstæðum.“ Samningarnir haldi greinilega ekki Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér samninga við erlenda aðila eða bakvaktir hér á landi segir hún að eina sem skipti máli sé að gerðir séu samningar sem halda við þessar aðstæður. „Hvort sem það er við erlenda aðila eða hér á landi. Þessir samningar sem nú eru í gildi gera það greinilega ekki og úr því verður að bæta.“
Sjúkraflutningar Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. 6. mars 2023 18:34