Valnefnd handrita beðin um að skoða Verbúð upp á nýtt Máni Snær Þorláksson skrifar 6. mars 2023 16:54 Aðstandendur og leikarar í Verbúðinni á góðri stundu. Vísir/Hulda Margrét Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur falið framkvæmdastjóra að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna eigi Verbúðina fyrir handrit ársins. Stjórn harmar að málið hafi komið upp. Tilnefningar til Edduverðlauna voru kunngjörðar á föstudag. Verbúðin sópaði til sín tilnefningum en athygli vakti að þáttaröðin hlaut ekki tilnefningu í flokknum handrit ársins. Í tilkynningu frá stjórn ÍKSA í dag segir að stjórnin hafi í gær ákveðið að veita valnefnd handrita frest til hádegis á morgun til að skoða hvort tilnefna eigi Verbúðina. Verði það niðurstaðan verða sex handrit tilnefnd í stað fimm. Annars verða tilnefningar óbreyttar. Töldu sig hafa græjað tilnefningu Stjórnin segist síðdegis á föstudag hafa orðið þess áskynja að ekki hafi borist innsending frá aðstandendum Verbúðarinnar innan tilskilns skilafrests, 24. janúar síðastliðinn. „Innsendingar verksins í aðra flokka höfðu borist innan þessa skilafrests. Jafnframt varð stjórn ljóst þann 3. mars að aðstandendur Verbúðarinnar töldu sig í góðri trú hafa sent inn umsókn og að verkið kæmi til greina í flokkinn Handrit ársins,“ segir í tilkynningu ÍKSA. „Eftir að stjórn hafði gert sér grein fyrir þessari stöðu var farið í að skoða alla verkferla málsins. Eftir ítarlega skoðun á gögnum og samskiptum er ljóst að misskilningur milli framkvæmdastjóra og framleiðanda í samskiptum er varða innsendingarkerfið olli því að framleiðandi taldi umsókn um handrit ársins afgreidda þegar raunin var að umsóknin hafði ekki verið fullkláruð inni í innsendingarkerfinu.“ Ekki hlutverk ÍKSA að staðfesta innsendingar ÍKSA tekur sérstaklega fram að það sé ekki hlutverk framkvæmdastjóra eða stjórnar að staðreyna hvort aðstandendur verka hafi sótt um einstaka flokka fagverðlauna í innsendingarferlinu. „Þetta er ákvörðun og á ábyrgð þeirra sem senda inn verk. Hlutverk stjórnar varðandi innsendingar eftir að fresti lýkur er fyrst og fremst að skoða hvort verkefni uppfylli þau skilyrði sem kveðið er á um í starfsreglum.“ Stjórn ÍKSA harmar mjög að þetta mál hafi komið upp. Gísli Örn stígur vel valin dansspor í Verbúðinni.Verbúðin „Það er algjört lykilatriði að allir lúti sömu reglum, þar á meðal um skilafrest, og að þeim sé ekki breytt meðan ferli innsendinga, tilnefninga og kosninga stendur yfir. Í ljósi þess að hér kom upp misskilningur milli aðila telur stjórn ÍKSA rétt að heimila valnefnd að fjalla um handrit Verbúðarinnar. Í þeirri rýnivinnu sem nú stendur yfir varðandi tilhögun Edduverðlaunanna, verða gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að uppákomur sem þessar eigi sér stað síðar.“ Þá tekur stjórnin fram að hún hafi engin afskipti af störfum valnefnda. „Hlutverk stjórnar ÍKSA er að velja fólk í valnefndir út frá þekkingu og hæfi viðkomandi einstaklinga. Í framhaldi sér framkvæmdastjóri um samskipti við valnefndir. Sú regla hefur verið viðhöfð að eigi meðlimur stjórnar verk í innsendingu víkur hann af fundi þegar valnefndir þeirra flokka sem verkið kemur til greina í eru valdar.“ Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Endurskoða þurfi tilnefningarnefnd Eddurverðlaunanna Kvikmyndafræðingur sem segir að tilnefninganefnd Edduverðlaunanna hafi gengið fram hjá myndinni Skjálfta kallar eftir því að nefndin og mönnun hennar verði endurskoðuð. Hún vill að kvikmyndafræðingar fái aukið vægi auk erlendra aðila. 6. mars 2023 13:01 Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31 Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Tilnefningar til Edduverðlauna voru kunngjörðar á föstudag. Verbúðin sópaði til sín tilnefningum en athygli vakti að þáttaröðin hlaut ekki tilnefningu í flokknum handrit ársins. Í tilkynningu frá stjórn ÍKSA í dag segir að stjórnin hafi í gær ákveðið að veita valnefnd handrita frest til hádegis á morgun til að skoða hvort tilnefna eigi Verbúðina. Verði það niðurstaðan verða sex handrit tilnefnd í stað fimm. Annars verða tilnefningar óbreyttar. Töldu sig hafa græjað tilnefningu Stjórnin segist síðdegis á föstudag hafa orðið þess áskynja að ekki hafi borist innsending frá aðstandendum Verbúðarinnar innan tilskilns skilafrests, 24. janúar síðastliðinn. „Innsendingar verksins í aðra flokka höfðu borist innan þessa skilafrests. Jafnframt varð stjórn ljóst þann 3. mars að aðstandendur Verbúðarinnar töldu sig í góðri trú hafa sent inn umsókn og að verkið kæmi til greina í flokkinn Handrit ársins,“ segir í tilkynningu ÍKSA. „Eftir að stjórn hafði gert sér grein fyrir þessari stöðu var farið í að skoða alla verkferla málsins. Eftir ítarlega skoðun á gögnum og samskiptum er ljóst að misskilningur milli framkvæmdastjóra og framleiðanda í samskiptum er varða innsendingarkerfið olli því að framleiðandi taldi umsókn um handrit ársins afgreidda þegar raunin var að umsóknin hafði ekki verið fullkláruð inni í innsendingarkerfinu.“ Ekki hlutverk ÍKSA að staðfesta innsendingar ÍKSA tekur sérstaklega fram að það sé ekki hlutverk framkvæmdastjóra eða stjórnar að staðreyna hvort aðstandendur verka hafi sótt um einstaka flokka fagverðlauna í innsendingarferlinu. „Þetta er ákvörðun og á ábyrgð þeirra sem senda inn verk. Hlutverk stjórnar varðandi innsendingar eftir að fresti lýkur er fyrst og fremst að skoða hvort verkefni uppfylli þau skilyrði sem kveðið er á um í starfsreglum.“ Stjórn ÍKSA harmar mjög að þetta mál hafi komið upp. Gísli Örn stígur vel valin dansspor í Verbúðinni.Verbúðin „Það er algjört lykilatriði að allir lúti sömu reglum, þar á meðal um skilafrest, og að þeim sé ekki breytt meðan ferli innsendinga, tilnefninga og kosninga stendur yfir. Í ljósi þess að hér kom upp misskilningur milli aðila telur stjórn ÍKSA rétt að heimila valnefnd að fjalla um handrit Verbúðarinnar. Í þeirri rýnivinnu sem nú stendur yfir varðandi tilhögun Edduverðlaunanna, verða gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að uppákomur sem þessar eigi sér stað síðar.“ Þá tekur stjórnin fram að hún hafi engin afskipti af störfum valnefnda. „Hlutverk stjórnar ÍKSA er að velja fólk í valnefndir út frá þekkingu og hæfi viðkomandi einstaklinga. Í framhaldi sér framkvæmdastjóri um samskipti við valnefndir. Sú regla hefur verið viðhöfð að eigi meðlimur stjórnar verk í innsendingu víkur hann af fundi þegar valnefndir þeirra flokka sem verkið kemur til greina í eru valdar.“
Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Endurskoða þurfi tilnefningarnefnd Eddurverðlaunanna Kvikmyndafræðingur sem segir að tilnefninganefnd Edduverðlaunanna hafi gengið fram hjá myndinni Skjálfta kallar eftir því að nefndin og mönnun hennar verði endurskoðuð. Hún vill að kvikmyndafræðingar fái aukið vægi auk erlendra aðila. 6. mars 2023 13:01 Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31 Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Endurskoða þurfi tilnefningarnefnd Eddurverðlaunanna Kvikmyndafræðingur sem segir að tilnefninganefnd Edduverðlaunanna hafi gengið fram hjá myndinni Skjálfta kallar eftir því að nefndin og mönnun hennar verði endurskoðuð. Hún vill að kvikmyndafræðingar fái aukið vægi auk erlendra aðila. 6. mars 2023 13:01
Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31