Lífið

Ver­búðin sópar að sér til­­­nefningum til Eddu­verð­­launa

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Þættirnir Verbúðin hljóta alls fimmtán tilnefningar til Edduverðlauna í ár.
Þættirnir Verbúðin hljóta alls fimmtán tilnefningar til Edduverðlauna í ár. imdb

Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi.

Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999. Gjaldgeng til verðlaunanna eru sjónvarps- og kvikmyndaverk sem sýnd voru opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2022.

Flestar tilnefningar hljóta sjónvarpsþættirnir Verbúðin með alls fimmtán tilnefningar, þar á meðal sem leikið sjónvarpsefni ársins. Þættirnir fjalla á dramatískan en um leið kómískan hátt um afleiðingar kvótakerfisins í sjávarútvegi fyrir lítið þorp á Vestfjörðum á árunum 1983 til 1991. Þættirnir vöktu mikla lukku landsmanna þegar þeir voru sýndir á Rúv á síðasta ári.

Sú kvikmynd sem hlýtur flestar tilnefningar er kvikmyndin Svar við bréfi Helgu sem hlýtur alls tólf tilnefningar. Kvikmyndirnar Berdreymi og Volaða land fylgja þó fast á eftir með ellefu tilnefningar hvor um sig. Allar eru þær tilnefningar í flokknum kvikmynd ársins.

Þá hljóta verk á vegum Stöðvar 2, Stöðvar 2 Sport og fréttastofu Stöðvar 2 alls tuttugu tilnefningar.

Hér að neðan má sjá allar tilnefningarnar.


Kvikmynd ársins

  • Svar við bréfi Helgu
  • Sumarljós og svo kemur nóttin
  • Against the Ice
  • Berdreymi
  • Volaða land

Heimildamynd ársins

  • Velkominn Árni
  • Út úr myrkrinu
  • Sundlaugasögur

Leikið sjónvarpsefni ársins

  • Trom
  • Svörtu sandar
  • Randalín og Mundi: Dagar í desember
  • Brúðkaupið mitt
  • Verbúðin

Leikstjóri ársins

  • Heimir Bjarnason - Þrot
  • Ása Helga Hjörleifsdóttir - Svar við bréfi Helgu
  • Guðmundur Arnar Guðmundsson - Berdreymi
  • Hlynur Pálmason - Volaða land
  • Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson & María Reyndal - Verbúðin

Leikari ársins í aðalhlutverki

  • Þorvaldur Davíð Kristjánsson - Svar við bréfi Helgu
  • Birgir Dagur Bjarkason - Berdreymi
  • Viktor Benoný Benediktsson - Berdreymi
  • Ingvar E. Sigurðsson - Volaða land
  • Gísli Örn Garðarsson - Verbúðin

Leikkona ársins í aðalhlutverki

  • Hera Hilmarsdóttir - Svar við bréfi Helgu
  • Sara Dögg Ásgeirsdóttir - Sumarljós og svo kemur nóttin
  • Aldís Amah Hamilton - Svörtu sandar
  • Kría Burgees - Randalín og Mundi: Dagar í desember
  • Nína Dögg Filippusdóttir - Verbúðin

Leikari ársins í aukahlutverki

  • Björn Thors - Svar við bréfi Helgu
  • Blær Hinriksson - Berdreymi
  • Hilmar Guðjónsson - Volaða land
  • Guðjón Davíð Karlsson - Verbúðin
  • Ingvar E. Sigurðsson - Verbúðin

Leikkona ársins í aukahlutverki

  • Aníta Briem - Svar við bréfi Helgu
  • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir - Svörtu sandar
  • Katla Njálsdóttir - Vitjanir
  • Kristín Þóra Haraldsdóttir - Verbúðin
  • Unnur Ösp Stefánsdóttir - Verbúðin

Búningar ársins

  • Berdreymi - Helga Rós Hannam
  • Svar við bréfi Helgu - Eugen Tamberg
  • Verbúðin - Margrét Einarsdóttir og Rebekka Jónsdóttir
  • Against the ice - Margrét Einarsdóttir
  • Volaða land - Nina Grønlund

Gervi ársins

  • Svar við bréfi Helgu - Evalotte Oosterop
  • Berdreymi - Kristín Júlla Kristjánsdóttir
  • Volaða land - Katrine Tersgov
  • Abbababb! - Hafdís Kristín Lárusdóttir
  • Verbúðin - Kristín Júlla Kristjánsdóttir

Leikmynd ársins

  • Sumarljós og svo kemur nóttin - Heimir Sverrisson
  • Abbababb! - Systa Björnsdóttir
  • Svörtu sandar - Gunnar Pálsson & Marta Luiza Macuga
  • Against the ice - Atli Geir Grétarsson
  • Verbúðin - Atli Geir Grétarsson & Ólafur Jónasson

Brellur ársins

  • Magic Lab, Haymaker, Split - Berdreymi
  • Rob Tasker - Abbababb!
  • Sigurgeir Arinbjarnarson - Svörtu sandar
  • Guðjón Jónsson (VFX Supervisor) Monopix / ShortCut / MPC / Union VFX/ Filmgate - Against the ice
  • Davíð Jón Ögmundsson - Verbúðin

Handrit ársins

  • Heimir Bjarnason - Þrot
  • Bergsveinn Birgisson, Ottó G. Borg og Ása Helga Hjörleifsdóttir- Svar við Bréfi Helgu
  • Guðmundur Arnar Guðmundsson - Berdreymi
  • Hlynur Pálmason - Volaða land
  • Vala Þórsdóttir, Kolbrún Anna Björnsdóttir & Eva Sigurðardóttir - Vitjanir

Frétta- og viðtalsefni ársins

  • Vigdís - Forseti á friðarstóli - Stöð 2
  • Kompás - Stöð 2
  • Krakkafréttir - KrakkaRÚV
  • Kveikur - Fréttastofa RÚV
  • Um land allt - Stöð 2

Skemmtiefni ársins

  • Stóra sviðið
  • Krakkakviss
  • Krakkaskaupið
  • Áramótaskaup 2022
  • Hraðfréttir 10 ára

Íþróttaefni ársins

  • Jón Arnór - Stöð 2 Sport & Stöð 2
  • Úrslitakeppni í körfubolta/körfuboltakvöld - Stöð 2 Sport
  • Förum á EM - Pera fyrir RÚV
  • HM stofan/HM kvöld - RÚV Íþróttir
  • Alex from Iceland - Skot Productions

Mannlífsefni ársins

  • Æði 4
  • Leitin að upprunanum
  • Börnin okkar
  • Náttúran mín
  • Hvunndagshetjur

Menningarefni ársins

  • Veislan
  • Morð í norðri
  • Skapalón
  • Evrópsku kvikmyndaverðlaunin
  • Klassíkin okkar

Kvikmyndataka ársins

  • Jasper Wolf - Svar við bréfi Helgu
  • Sturla Brandth Grøvlen - Berdreymi
  • Maria von Hausswolff - Volaða land
  • Jóhann Máni Jóhannsson - Svörtu sandar
  • Hrafn Garðarsson - Verbúðin

Tónlist ársins

  • Páll Ragnar Pálsson og Eðvarð Egilsson - Skjálfti
  • Gunnar Týnes - Sumarljós og svo kemur nóttin
  • Alex Zheng Hungtai - Volaða land
  • Ragnar Ólafsson - Vitjanir
  • Herdís Stefánsdóttir & Kjartan Dagur Holm - Verbúðin

Klipping ársins

  • Antti Reikko - Svar við bréfi Helgu
  • Andri Steinn Guðjónsson & Anders Skov - Berdreymi
  • Julius Krebs Damsbo - Volaða land
  • Úlfur Teitur Traustason - Svörtu sandar
  • Kristján Loðmfjörð - Verbúðin

Hljóð ársins

  • Gunnar Árnason - Skjálfti
  • Tuomas Klaavo - Svar við bréfi Helgu
  • Yanna Soentjens, Matthias Hillegeer - Sumarljós og svo kemur nóttin
  • Björn Viktorsson & Kristian Eidnes Andersen - Volaða land
  • Kjartan Kjartansson - Against the ice

Barna- og unglingaefni ársins

  • Abbababb!
  • Krakkaskaupið
  • Miðjan
  • Ævntýri Tulipop
  • Randalín og Mundi: Dagar í desember

Upptöku- eða útsendingarstjóri ársins

  • Sturla Skúlason - Sögur verðlaunahátíð
  • Björgvin Harðarson - Blindur bakstur
  • Þór Freysson - Mugison og Cauda Collective - Haglél í 10 ár
  • Salóme Þorkelsdóttir - Söngvakeppnin 2022
  • Þór Freysson - Sigurrós í Höllinni

Stuttmynd ársins

  • Mitt Draumaland
  • Hávængja (Chrysalis)
  • Kílómetrar
  • Hreiður
  • HEX

Sjónvarpsmanneskja ársins

  • Chanel Björk Sturludóttir
  • Kristjana Arnarsdóttir
  • Kristján Már Unnarsson
  • Steinþór Hróar Steinþórsson
  • Viktoría Hermannsdóttir

Tengdar fréttir

Verbúðin hlaut Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin

Sjónvarpsþættirnir Verbúðin hlutu rétt í þessu Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð, Göteborg Film Festival. Rakel Garðarsdóttir deilir þessum gleðifréttum á samfélagsmiðlum.

Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur

Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis.

Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×