„Markmiðið er að vinna Eurovision“ Vésteinn Örn Pétursson og Árni Sæberg skrifa 5. mars 2023 20:56 Diljá hreppti Söngvakeppnisbikarinn í gær, en hann fölnar líklega í samanburði við farmiða til Liverpool í maí. Stöð 2/Ívar Fannar Nýkrýndur sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool í vor, segir ólýsanlegt að draumurinn sé orðinn að veruleika. Þrátt fyrir mikla spennu á úrslitakvöldinu hafi gleði verið það eina sem komst að. Lagið Power með Diljá, var annað tveggja sem komst í tveggja atriða einvígi. Hitt var lagið OK, með Langa Sela og Skuggunum. Eftir einvígið voru það símaatkvæði áhorfenda sem réðu alfarið úrslitum, og álit dómnefndar hafði þar ekkert vægi. Diljá fór með sigur af hólmi eftir einvígið og þar með var ljóst að Diljá fer til Liverpool fyrir hönd Íslands í maí. Hún segir ólýsanlegt að draumurinn um að keppa í Eurovision sé orðinn að veruleika. Tilfinningin að heyra nafn sitt lesið upp eftir einvígið hafi verið ótrúleg. Diljá fagnaði ákaft þegar nafn hennar var lesið upp þegar hún komst áfram í einvígið.Vísir/Hulda Margrét Ekkert vont stress, bara gaman „Þetta var mjög óraunverulegt. Ég var í alvörunni að hugsa, er þetta í alvörunni að gerast? Er mig að dreyma?“ segir hún. Þrátt fyrir að taugarnar hafi verið þandar þá lét Diljá það ekki á sig fá. „Þegar ég var að var að fara í einvígið þá upplifði ég engar neikvæðar tilfinningar, ekkert svona vont stress. Það var bara gleði. Þetta er ótrúlega væmið en það var bara gleði, þetta var bara ógeðslega gaman.“ Diljá flutti lagið Power af miklum krafti.Vísir/Hulda Margrét Stefnir á sigur Diljá er mikill Eurovision-aðdáandi og veit því nákvæmlega við hvað verður að etja, þegar út er komið. „Ég get ekki beðið eftir næstu helgi, af því að úrslitin í Melodifestivalen eru þá,“ segir hún. Diljá setur sér háleit markmið. „Markmiðið er að vinna Eurovision, það er eina stefnan núna. Stefnan er sett þangað núna,“ segir hún. Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Diljá fer til Liverpool Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí. 4. mars 2023 19:27 Landsmenn í skýjunum með sigur Diljár Landsmenn, allavega þeir sem hafa tjáð sig á netinu, virðast almennt vera hæstánægðir með sigur Diljár Pétursdóttur í Söngvakeppni sjónvarpsins. Meðal þeirra sem óska henni til hamingu er Háskóli Íslands, sem minnir hana á að hægt er að taka fjarpróf alls staðar í heiminum. 4. mars 2023 23:02 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Lagið Power með Diljá, var annað tveggja sem komst í tveggja atriða einvígi. Hitt var lagið OK, með Langa Sela og Skuggunum. Eftir einvígið voru það símaatkvæði áhorfenda sem réðu alfarið úrslitum, og álit dómnefndar hafði þar ekkert vægi. Diljá fór með sigur af hólmi eftir einvígið og þar með var ljóst að Diljá fer til Liverpool fyrir hönd Íslands í maí. Hún segir ólýsanlegt að draumurinn um að keppa í Eurovision sé orðinn að veruleika. Tilfinningin að heyra nafn sitt lesið upp eftir einvígið hafi verið ótrúleg. Diljá fagnaði ákaft þegar nafn hennar var lesið upp þegar hún komst áfram í einvígið.Vísir/Hulda Margrét Ekkert vont stress, bara gaman „Þetta var mjög óraunverulegt. Ég var í alvörunni að hugsa, er þetta í alvörunni að gerast? Er mig að dreyma?“ segir hún. Þrátt fyrir að taugarnar hafi verið þandar þá lét Diljá það ekki á sig fá. „Þegar ég var að var að fara í einvígið þá upplifði ég engar neikvæðar tilfinningar, ekkert svona vont stress. Það var bara gleði. Þetta er ótrúlega væmið en það var bara gleði, þetta var bara ógeðslega gaman.“ Diljá flutti lagið Power af miklum krafti.Vísir/Hulda Margrét Stefnir á sigur Diljá er mikill Eurovision-aðdáandi og veit því nákvæmlega við hvað verður að etja, þegar út er komið. „Ég get ekki beðið eftir næstu helgi, af því að úrslitin í Melodifestivalen eru þá,“ segir hún. Diljá setur sér háleit markmið. „Markmiðið er að vinna Eurovision, það er eina stefnan núna. Stefnan er sett þangað núna,“ segir hún.
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Diljá fer til Liverpool Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí. 4. mars 2023 19:27 Landsmenn í skýjunum með sigur Diljár Landsmenn, allavega þeir sem hafa tjáð sig á netinu, virðast almennt vera hæstánægðir með sigur Diljár Pétursdóttur í Söngvakeppni sjónvarpsins. Meðal þeirra sem óska henni til hamingu er Háskóli Íslands, sem minnir hana á að hægt er að taka fjarpróf alls staðar í heiminum. 4. mars 2023 23:02 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Diljá fer til Liverpool Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí. 4. mars 2023 19:27
Landsmenn í skýjunum með sigur Diljár Landsmenn, allavega þeir sem hafa tjáð sig á netinu, virðast almennt vera hæstánægðir með sigur Diljár Pétursdóttur í Söngvakeppni sjónvarpsins. Meðal þeirra sem óska henni til hamingu er Háskóli Íslands, sem minnir hana á að hægt er að taka fjarpróf alls staðar í heiminum. 4. mars 2023 23:02