Lífið

Lands­menn í skýjunum með sigur Diljár

Árni Sæberg skrifar
Diljá dró ekkert úr kraftinum þegar hún flutti Power í þriðja sinn í kvöld, eftir að hafa unnið Söngvakeppni sjónvarpsins.
Diljá dró ekkert úr kraftinum þegar hún flutti Power í þriðja sinn í kvöld, eftir að hafa unnið Söngvakeppni sjónvarpsins. Vísir/Hulda Margrét

Landsmenn, allavega þeir sem hafa tjáð sig á netinu, virðast almennt vera hæstánægðir með sigur Diljár Pétursdóttur í Söngvakeppni sjónvarpsins. Meðal þeirra sem óska henni til hamingu er Háskóli Íslands, sem minnir hana á að hægt er að taka fjarpróf alls staðar í heiminum.

Diljá vann Söngvakeppnina í kvöld og verður því fulltrúi okkar Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin verður í Liverpool á Englandi í maí.

Netverjar eru upp til hópa ánægðir með val þjóðarinnar á framlagi til keppninnar í ár, en það hefur ekki alltaf verið raunin.

Háskóli Íslands, þar sem Diljá stundar nám í sjúkraþjálfun, var með þeim fyrstu til þess að óska Diljá til hamingju með sigurinn. Þá nýtti skólinn tækifærið og benti henni á að hægt er að taka fjarpróf víða í heiminum.

Dagur B. Eggertsson, tók undir með HÍ og óskaði Diljá til hamingju.

Sema Erla Serdar líkir Diljá við eina af goðsögnum Eurovisionsögunnar.

Ragnar Eyþórsson kvikmyndargerðarmaður virðist ekki geta beðið eftir flutningi Diljár í Liverpool.

Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur spyr hvort kosningin í kvöld hafi verið sú fyrsta sem eldri kynslóðin tapar hér á landi.

Vilhelm Neto, leikari og uppistandari, sýndi stuðning sinn til Diljár í verki með því að kjósa hana. Hann veit hvernig íslenska þjóðin getur verið þegar kemur að einvíginu alræmda.

KSÍ segir Eurovision að undirbúa sig fyrir komu Diljár. Hún verði tilbúin.

Hér að neðan má svo sjá viðbrögð annarra ánægðra netverja:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×