Andrew Tate blæs á krabbameinsorðróm Bjarki Sigurðsson skrifar 5. mars 2023 08:19 Andrew Tate segist ekki vera með krabbamein líkt og blaðamaðurinn Sulaiman Ahmed hélt fram á Twitter í vikunni. Getty/Alex Nicodim Samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate segist ekki vera með krabbamein líkt og sögur sem ganga um á samfélagsmiðlum hafa kveðið um. Hann segist í raun vera með heilsu á við íþróttamann á Ólympíuleikunum. Fyrrverandi bardagakappinn og samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate situr nú í gæsluvarðhaldi í Rúmeníu vegna gruns um mansal og nauðganir. Í vikunni birti blaðamaðurinn Sulaiman Ahmed gögn á Twitter sem hann sagði að væru heilsufarsupplýsingar Tate. Um er að ræða bréf sem læknir Tate á að hafa sent yfirvöldum í Rúmeníu til þess að fá honum sleppt úr haldi. Í bréfinu er læknirinn sagður staðfesta að Tate sé með krabbamein í lungunum. Krabbameinið hafi greinst um miðjan desember á síðasta ári eftir að Tate fór nokkrum sinnum til læknisins í Dúbaí. Andrew Tate - Medical Update possible Cancer The CT report is extremely alarming. Andrew Tate may have lung Cancer. Urgent biopsy needed & a 6 month delay could be fatalThere are reports he lost 10kgs in weight which is also a sign of cancer.Cancer could be incurable now pic.twitter.com/AQd7oEnXRq— Sulaiman Ahmed (@ShaykhSulaiman) March 2, 2023 Á meðan Tate situr inni er hann með fólk í vinnu við að sjá um sína samfélagsmiðla. Hann miðlar til þeirra upplýsingum sem þau birta síðan á samfélagsmiðlum, oftast á Twitter. Í nærri færslu á Twitter-síðu Tate blæs hann á þennan krabbameinsorðróm. Hann sé ekki með neitt krabbamein heldur sé hann við hestaheilsu. Hann sé meira að segja með heilsu á við íþróttamann sem keppir á Ólympíuleikunum. „Sem einn af áhrifamestu mönnum Jarðarinnar er mikilvægt fyrir mannkynið að ég lifi eins lengi og hægt er. Eins og styrkur minn er núna geri ég ráð fyrir því að ég lifi í að minnsta kosti fimm þúsund ár í viðbót,“ segir Tate. Hann viðurkennir að hafa hitt lækni í Dúbaí en það hafi einungis verið til þess að athuga hvort heilsan hafi verið í lagi. Læknarnir hafi þó áhuga á ör sem Tate er með á lunganu en hann hefur ekki útskýrt hvaðan það kom. I do not have cancer.My lungs contain precisely 0 smoking damage.In fact,I have an 8L lung capacity and the vital signs of an Olympic athleteThere is nothing but a scar on my lung from an old battle.True warriors are scarred both inside and out. pic.twitter.com/VpLHWp20Fg— Andrew Tate (@Cobratate) March 4, 2023 Mál Andrew Tate Rúmenía Heilsa Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Fyrrverandi bardagakappinn og samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate situr nú í gæsluvarðhaldi í Rúmeníu vegna gruns um mansal og nauðganir. Í vikunni birti blaðamaðurinn Sulaiman Ahmed gögn á Twitter sem hann sagði að væru heilsufarsupplýsingar Tate. Um er að ræða bréf sem læknir Tate á að hafa sent yfirvöldum í Rúmeníu til þess að fá honum sleppt úr haldi. Í bréfinu er læknirinn sagður staðfesta að Tate sé með krabbamein í lungunum. Krabbameinið hafi greinst um miðjan desember á síðasta ári eftir að Tate fór nokkrum sinnum til læknisins í Dúbaí. Andrew Tate - Medical Update possible Cancer The CT report is extremely alarming. Andrew Tate may have lung Cancer. Urgent biopsy needed & a 6 month delay could be fatalThere are reports he lost 10kgs in weight which is also a sign of cancer.Cancer could be incurable now pic.twitter.com/AQd7oEnXRq— Sulaiman Ahmed (@ShaykhSulaiman) March 2, 2023 Á meðan Tate situr inni er hann með fólk í vinnu við að sjá um sína samfélagsmiðla. Hann miðlar til þeirra upplýsingum sem þau birta síðan á samfélagsmiðlum, oftast á Twitter. Í nærri færslu á Twitter-síðu Tate blæs hann á þennan krabbameinsorðróm. Hann sé ekki með neitt krabbamein heldur sé hann við hestaheilsu. Hann sé meira að segja með heilsu á við íþróttamann sem keppir á Ólympíuleikunum. „Sem einn af áhrifamestu mönnum Jarðarinnar er mikilvægt fyrir mannkynið að ég lifi eins lengi og hægt er. Eins og styrkur minn er núna geri ég ráð fyrir því að ég lifi í að minnsta kosti fimm þúsund ár í viðbót,“ segir Tate. Hann viðurkennir að hafa hitt lækni í Dúbaí en það hafi einungis verið til þess að athuga hvort heilsan hafi verið í lagi. Læknarnir hafi þó áhuga á ör sem Tate er með á lunganu en hann hefur ekki útskýrt hvaðan það kom. I do not have cancer.My lungs contain precisely 0 smoking damage.In fact,I have an 8L lung capacity and the vital signs of an Olympic athleteThere is nothing but a scar on my lung from an old battle.True warriors are scarred both inside and out. pic.twitter.com/VpLHWp20Fg— Andrew Tate (@Cobratate) March 4, 2023
Mál Andrew Tate Rúmenía Heilsa Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira