Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. mars 2023 16:00 Víða í Evrópu hefur borið á eggjaskorti vegna skæðrar fuglaflensu um nánast alla álfuna. by Nathan Stirk/Getty Images Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. Nær öll matvara hefur hækkað á síðustu 12 mánuðum Innkaupakarfan á Spáni hækkaði um tæp 16 prósent í fyrra. Það þykir innfæddum meira en mikið, eiginlega alger óhæfa enda fór verðbólga í hærri hæðir í fyrra en hún hefur gert frá því að lýðræði var komið á í landinu í upphafi 9. áratugarins. Reyndar ákvað ríkisstjórnin hér í landi að lækka virðisaukaskatt af grundvallarmatvöru úr 4% niður í núll um áramótin og úr 10% í 5% af nokkrum öðrum fæðutegundum, til að lækka verðbólguna, sem á síðasta ári mældist 8,3% en er nú tekin að hjaðna að nýju. Rótina að hækkun matarkörfunnar má fyrst og fremst rekja til hækkunar þess sem við myndum kalla grunnþarfanna í matarkörfunni, mat sem flestar fjölskyldur kaupa inn í miklum mæli; mjólk, egg, olíur, gos, vatn og safa, ávexti, grænmeti, kjöt og síðast en ekki síst EGG. Eggin hækkuðu meira en flest annað eða um 30 til 40 prósent á síðasta ári. Og það er ekki sérspænskt fyrirbrigði. Nei, egg hækkuðu upp úr öllu valdi á síðasta ári, og eru enn að hækka. Skæð fuglaflensa um alla Evrópu Þessar miklu verðhækkanir eru fyrst og fremst raktar til stríðsins í Úkraínu, án þess að útskýra það flækjustig frekar. En í tilfelli eggjanna kemur annað og meira til. Það er nefnilega grasserandi fuglaflensa víðs vegar um heiminn og tilfellum fjölgaði mikið á síðari hluta ársins 2022. Samkvæmt nýrri skýrslu Matvælaöryggisráðs Evrópu þá greindist fuglaflensa í 37 Evrópulöndum í fyrra og flensan greindist á rúmlega 2.500 fuglabúum í ríkjum Evrópusambandsins. Alls þurfti að slátra 50 milljónum fugla á hænsnabúum í Evrópu. Sums staðar hefur niðurskurðurinn verið það hvass að eggjaframleiðendur geta ekki lengur sinnt eftirspurn. Staðan er ekki skárri í Bandaríkjunum Eggjastaðan er enn dekkri í Bandaríkjunum, þar var 57 hænsum slátrað í fyrra og eggjaverð hækkaði um heil 70%. Á Spáni greindist flensan á 38 af 1.400 fuglabúum, og þykir bara sæmilega sloppið, en Spánverjar eru miklar eggjaætur. Ekki að furða kannski þar sem einn helsti þjóðarréttur Spánverja er spænska eggjakakan, en í hana fara á góðum degi ein 6 egg. Enda verpa spænskar hænur, sem eru jafnmargar og tvífætlingarnir sem landið yrkja, eða 47.000.000, einum 14 milljörðum eggja á ári. Spánn Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Nær öll matvara hefur hækkað á síðustu 12 mánuðum Innkaupakarfan á Spáni hækkaði um tæp 16 prósent í fyrra. Það þykir innfæddum meira en mikið, eiginlega alger óhæfa enda fór verðbólga í hærri hæðir í fyrra en hún hefur gert frá því að lýðræði var komið á í landinu í upphafi 9. áratugarins. Reyndar ákvað ríkisstjórnin hér í landi að lækka virðisaukaskatt af grundvallarmatvöru úr 4% niður í núll um áramótin og úr 10% í 5% af nokkrum öðrum fæðutegundum, til að lækka verðbólguna, sem á síðasta ári mældist 8,3% en er nú tekin að hjaðna að nýju. Rótina að hækkun matarkörfunnar má fyrst og fremst rekja til hækkunar þess sem við myndum kalla grunnþarfanna í matarkörfunni, mat sem flestar fjölskyldur kaupa inn í miklum mæli; mjólk, egg, olíur, gos, vatn og safa, ávexti, grænmeti, kjöt og síðast en ekki síst EGG. Eggin hækkuðu meira en flest annað eða um 30 til 40 prósent á síðasta ári. Og það er ekki sérspænskt fyrirbrigði. Nei, egg hækkuðu upp úr öllu valdi á síðasta ári, og eru enn að hækka. Skæð fuglaflensa um alla Evrópu Þessar miklu verðhækkanir eru fyrst og fremst raktar til stríðsins í Úkraínu, án þess að útskýra það flækjustig frekar. En í tilfelli eggjanna kemur annað og meira til. Það er nefnilega grasserandi fuglaflensa víðs vegar um heiminn og tilfellum fjölgaði mikið á síðari hluta ársins 2022. Samkvæmt nýrri skýrslu Matvælaöryggisráðs Evrópu þá greindist fuglaflensa í 37 Evrópulöndum í fyrra og flensan greindist á rúmlega 2.500 fuglabúum í ríkjum Evrópusambandsins. Alls þurfti að slátra 50 milljónum fugla á hænsnabúum í Evrópu. Sums staðar hefur niðurskurðurinn verið það hvass að eggjaframleiðendur geta ekki lengur sinnt eftirspurn. Staðan er ekki skárri í Bandaríkjunum Eggjastaðan er enn dekkri í Bandaríkjunum, þar var 57 hænsum slátrað í fyrra og eggjaverð hækkaði um heil 70%. Á Spáni greindist flensan á 38 af 1.400 fuglabúum, og þykir bara sæmilega sloppið, en Spánverjar eru miklar eggjaætur. Ekki að furða kannski þar sem einn helsti þjóðarréttur Spánverja er spænska eggjakakan, en í hana fara á góðum degi ein 6 egg. Enda verpa spænskar hænur, sem eru jafnmargar og tvífætlingarnir sem landið yrkja, eða 47.000.000, einum 14 milljörðum eggja á ári.
Spánn Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira