Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2023 14:47 Rússneski hópurinn sem lýst hefur yffir ábyrgð á árásinni vill kom aVladimír Pútín, forseta Rússlands, frá völdum. AP/Mikhail Metzel Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. Rússar segja úkraínska þjóðernissinna hafa gert árásina en allt bendir til þess að það hafi verið rússneskur hópur sem gerði hana. Umræddur hópur og leiðtogar hans eru rússneskir og hafa verið virkir í fjar-hægri hreyfingum Evrópu á undanförnum árum og hafa tekið þátt í átökunum í Úkraínu og barist gegn Rússum. Meðlimir hópsins kalla sig, lauslega þýtt, Rússnesku sjálfboðaliðasveitina, eða RDK og var hópurinn stofnaður í ágúst 2022, samkvæmt blaðamanni sem fylgst hefur náið með fjar-hægri hreyfingum Evrópu. Hópurinn er skipaður öfga-hægrimönnum og leiddur af þekktum nýnasista sem bjó um tíma í Þýskalandi. Sá heitir Denis Kapustin og birti hann mynd af sér í Bryanskhéraði í morgun. Hann hefur haft tengsl við fjar-hægri öfl í Úkraínu. Hann var þó handtekinn fyrir framleiðslu fíkniefna árið 2018 og flúði til Þýskaland. Þar lenti hann einnig í vandræðum og var rekinn úr landi árið 2019. Á sama tíma var honum meinaður aðgangur að Schengen-svæðinu. Kapustin, like some other far-right Russians, has long had links with Ukraine s far right, as we @Bellingcat have written about. Kapustin at one time was a key cog in the Azov movement's once-prominent international outreach efforts (@ChristopherJM) https://t.co/pzpVGwLSDR— Michael Colborne (@ColborneMichael) March 2, 2023 Í myndbandi sem hópurinn birti eftir árásina kölluðu leiðtogar hans eftir því að Rússar risu upp og kæmu Pútín frá völdum. Þeir vilja þó ekki koma á lýðræði í Rússlandi heldur eru þeir sagðir vilja koma afkomendum keisarafjölskyldu Rússlands eða rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunni til valda. Á samfélagsmiðlasíðum hópsins segir þó að markmið þeirra sé að koma á nýrri ríkisstjórn sem myndi ekki ráðast á nágranna Rússlands og þess í stað einbeita sér að málefnum innan landamæra Rússlands. Samkvæmt Antifascist Europe eru meðlimir RDK um fimmtíu talsins. Ríkismiðlar Rússlands segja meðlimi RDK hafa skotið á bíl með óbreyttum borgurum í Lubechan. Einn maður hafi dáið og tíu ára barn hafi særst. Mennirnir eru einnig sagðir hafa ráðist á þorpið Sushany. Þá hefur RIA fréttaveitan upp úr tilkynningu frá FSB, leyniþjónustu Rússlands, að mikið magn sprengiefna hafi fundist í þorpinu. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni herleyniþjónustu Úkraínu að árásin hafi verið gerð af Rússum. Úkraínumenn komi henni ekkert við. The RDK or Russian Volunteer Corps is not part of the Ukrainian military or part of the UKR Russian Legion (which is former Russian POWs fighting for Ukraine)The Russian Legion is not affiliated with the Russian Imperial Legion (RIM) or the RUS BARS-13 Russia Legion2/7— Malcontent News (@MalcontentmentT) March 2, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Rússar segja úkraínska þjóðernissinna hafa gert árásina en allt bendir til þess að það hafi verið rússneskur hópur sem gerði hana. Umræddur hópur og leiðtogar hans eru rússneskir og hafa verið virkir í fjar-hægri hreyfingum Evrópu á undanförnum árum og hafa tekið þátt í átökunum í Úkraínu og barist gegn Rússum. Meðlimir hópsins kalla sig, lauslega þýtt, Rússnesku sjálfboðaliðasveitina, eða RDK og var hópurinn stofnaður í ágúst 2022, samkvæmt blaðamanni sem fylgst hefur náið með fjar-hægri hreyfingum Evrópu. Hópurinn er skipaður öfga-hægrimönnum og leiddur af þekktum nýnasista sem bjó um tíma í Þýskalandi. Sá heitir Denis Kapustin og birti hann mynd af sér í Bryanskhéraði í morgun. Hann hefur haft tengsl við fjar-hægri öfl í Úkraínu. Hann var þó handtekinn fyrir framleiðslu fíkniefna árið 2018 og flúði til Þýskaland. Þar lenti hann einnig í vandræðum og var rekinn úr landi árið 2019. Á sama tíma var honum meinaður aðgangur að Schengen-svæðinu. Kapustin, like some other far-right Russians, has long had links with Ukraine s far right, as we @Bellingcat have written about. Kapustin at one time was a key cog in the Azov movement's once-prominent international outreach efforts (@ChristopherJM) https://t.co/pzpVGwLSDR— Michael Colborne (@ColborneMichael) March 2, 2023 Í myndbandi sem hópurinn birti eftir árásina kölluðu leiðtogar hans eftir því að Rússar risu upp og kæmu Pútín frá völdum. Þeir vilja þó ekki koma á lýðræði í Rússlandi heldur eru þeir sagðir vilja koma afkomendum keisarafjölskyldu Rússlands eða rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunni til valda. Á samfélagsmiðlasíðum hópsins segir þó að markmið þeirra sé að koma á nýrri ríkisstjórn sem myndi ekki ráðast á nágranna Rússlands og þess í stað einbeita sér að málefnum innan landamæra Rússlands. Samkvæmt Antifascist Europe eru meðlimir RDK um fimmtíu talsins. Ríkismiðlar Rússlands segja meðlimi RDK hafa skotið á bíl með óbreyttum borgurum í Lubechan. Einn maður hafi dáið og tíu ára barn hafi særst. Mennirnir eru einnig sagðir hafa ráðist á þorpið Sushany. Þá hefur RIA fréttaveitan upp úr tilkynningu frá FSB, leyniþjónustu Rússlands, að mikið magn sprengiefna hafi fundist í þorpinu. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni herleyniþjónustu Úkraínu að árásin hafi verið gerð af Rússum. Úkraínumenn komi henni ekkert við. The RDK or Russian Volunteer Corps is not part of the Ukrainian military or part of the UKR Russian Legion (which is former Russian POWs fighting for Ukraine)The Russian Legion is not affiliated with the Russian Imperial Legion (RIM) or the RUS BARS-13 Russia Legion2/7— Malcontent News (@MalcontentmentT) March 2, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira