Innlent

Flug­stjóra hjá Play sagt upp vegna gruns um kyn­ferðis­brot

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Meint brot á að hafa átt sér stað í svokölluðu stoppi áhafnarinnar erlendis.
Meint brot á að hafa átt sér stað í svokölluðu stoppi áhafnarinnar erlendis. Vísir/Vilhelm

Starfsmanni flugfélagsins Play var sagt upp störfum í síðasta mánuði í kjölfar ásakana um kynferðisbrot.

Samkvæmt heimildum Vísis starfaði umræddur einstaklingur sem flugstjóri hjá flugfélaginu. Er hann grunaður um kynferðisofbeldi gagnvart flugfreyju.

Meint brot á að hafa átt sér stað í svokölluðu stoppi áhafnarinnar erlendis. Ekki hefur fengist staðfest hvort málið hafi verið tilkynnt til lögreglu.

Í samtali við Vísi sagðist Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna hjá flugfélaginu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×