Öllum verkföllum og verkbanni frestað Atli Ísleifsson skrifar 1. mars 2023 10:06 Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari á fréttamannafundi sínum klukkan 10 í dag. Vísir/Vilhelm Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. Þetta kom fram í máli Ástráðs Haraldssonar, setts ríkissáttasemjara, á fréttamannafundi klukkan 10 í dag. Ástráður sagði að ný miðlunartillaga hefði verið lögð fram í deilunni - tillaga sem komi í stað þeirrar sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram fyrir rúmum mánuði síðan. Tillagan mun nú ganga til afgreiðslu, bæði hjá Samtökum atvinnulífsins og Eflingu. Atkvæði verða greidd rafrænt á vef sáttasemjara og hefst atkvæðagreiðslan á föstudaginn, 3. mars, og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku, 8. mars. Ástráður sagðist hafa átt samtöl við deiluaðila í gær, en vildi þó ekki segja nánar um hvað sérskaklega var rætt. Sjá má fréttamannafund Ástráðs í spilaranum að neðan. Sömu hækkanir og í SGS-samningum og afturvirkni Hann segir að í miðlunartillögunni er gert ráð fyrir að launahækkanir Eflingar verði þær sömu og í SGS-samningnum svokölluðu. Gert er ráð fyrir fullri afturvirkni aftur til 1. nóvember síðastliðinn. Í tillögunni er gert ráð fyrir breytingu á starfsheiti fyrir almennt starfsfólk í gistihúsum og sömuleiðis breyting á launaflokki þeirra. Annars er efnislega um sama samkomulag að ræða og í SGS-samningnum. Þá kom fram í máli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, að bílstjórar hjá Samskipum hækki um launaflokk og bílstjórar fái bónus fyrir að aka með hættuleg efni. Settur ríkissáttasemjari segir að allar ráðstafanir verði gerðar til að koma á framfæri aðgengilegum kynningum á efni tillögunnar. Rétti tíminn Ástráður sagði sömuleiðis að deiluaðilum verði óheimilt að setja fram yfirlýsingar sem séu til þess fallnar að setja miðlunartillöguna í annað ljós. Það sé lögbundið. Hann sagði að hann hafi talið þetta vera rétta tímann til að leggja fram miðlunartillögu. Þá sagði hann tilgangslaust hafa verið, miðað við stöðu mála, að setja fram miðlunartillögu nema vissa væri fyrir því að atkvæði yrðu greidd um hana. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bein útsending: Ástráður boðar til fréttamannafundar Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins boðaði til fréttamannafundar klukkan tíu í morgun þar sem hann kynnti nýja miðlunartillögu í deilunni. 1. mars 2023 08:33 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ástráðs Haraldssonar, setts ríkissáttasemjara, á fréttamannafundi klukkan 10 í dag. Ástráður sagði að ný miðlunartillaga hefði verið lögð fram í deilunni - tillaga sem komi í stað þeirrar sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram fyrir rúmum mánuði síðan. Tillagan mun nú ganga til afgreiðslu, bæði hjá Samtökum atvinnulífsins og Eflingu. Atkvæði verða greidd rafrænt á vef sáttasemjara og hefst atkvæðagreiðslan á föstudaginn, 3. mars, og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku, 8. mars. Ástráður sagðist hafa átt samtöl við deiluaðila í gær, en vildi þó ekki segja nánar um hvað sérskaklega var rætt. Sjá má fréttamannafund Ástráðs í spilaranum að neðan. Sömu hækkanir og í SGS-samningum og afturvirkni Hann segir að í miðlunartillögunni er gert ráð fyrir að launahækkanir Eflingar verði þær sömu og í SGS-samningnum svokölluðu. Gert er ráð fyrir fullri afturvirkni aftur til 1. nóvember síðastliðinn. Í tillögunni er gert ráð fyrir breytingu á starfsheiti fyrir almennt starfsfólk í gistihúsum og sömuleiðis breyting á launaflokki þeirra. Annars er efnislega um sama samkomulag að ræða og í SGS-samningnum. Þá kom fram í máli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, að bílstjórar hjá Samskipum hækki um launaflokk og bílstjórar fái bónus fyrir að aka með hættuleg efni. Settur ríkissáttasemjari segir að allar ráðstafanir verði gerðar til að koma á framfæri aðgengilegum kynningum á efni tillögunnar. Rétti tíminn Ástráður sagði sömuleiðis að deiluaðilum verði óheimilt að setja fram yfirlýsingar sem séu til þess fallnar að setja miðlunartillöguna í annað ljós. Það sé lögbundið. Hann sagði að hann hafi talið þetta vera rétta tímann til að leggja fram miðlunartillögu. Þá sagði hann tilgangslaust hafa verið, miðað við stöðu mála, að setja fram miðlunartillögu nema vissa væri fyrir því að atkvæði yrðu greidd um hana.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bein útsending: Ástráður boðar til fréttamannafundar Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins boðaði til fréttamannafundar klukkan tíu í morgun þar sem hann kynnti nýja miðlunartillögu í deilunni. 1. mars 2023 08:33 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Bein útsending: Ástráður boðar til fréttamannafundar Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins boðaði til fréttamannafundar klukkan tíu í morgun þar sem hann kynnti nýja miðlunartillögu í deilunni. 1. mars 2023 08:33