Innlent

Bein út­sending: Ást­ráður kynnti nýja miðlunar­til­lögu

Heimir Már Pétursson og Bjarki Sigurðsson skrifa
Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari.
Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari. Vísir/Ívar

Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins boðaði til fréttamannafundar klukkan tíu í morgun þar sem hann kynnti nýja miðlunartillögu í deilunni.

Samtök atvinnulífsins höfðu áður frestað boðuðu verkbanni sem upphaflega átti að hefjast á morgun eftir að Ástráður boðaði til samningafundar á mánudagskvöld. Sá fundur stóð frá klukkan átta fram yfir miðnætti án efnislegrar niðurstöðu.

Í gær hélt settur ríkissáttasemjari síðan áfram óformlegum viðræðum deiluaðila í sitt hvoru lagi. Þær viðræður virðast hafa leitt hann til einhverrar niðurstöðu sem hann kynnti á fréttamannafundinum.

Að neðan má sjá fundinn í heild sinni. 

Við fylgdumst með fundi setts sáttasemjara í vaktinni fyrir neðan. Fréttin var uppfærð klukkan 11.


Tengdar fréttir

Rétt ákvörðun að greiða atkvæði um tillöguna

Formaður Eflingar vill ekki segja hvort hann mæli með því að félagar greiði atkvæði með miðlunartillögu sáttasemjara en það sé rétt ákvörðun að halda atkvæðagreiðslu. Yfirvofandi verkbann og kjarabætur fyrir þernur og bílstjóra voru á meðal ástæðna þess að samninganefnd Eflingar gat sætt sig við að láta greiða atkvæði um tillöguna.

Ó­­sáttur við fulla aftur­­­virkni

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×