Bylgja streptókokka á uppleið og sýkingin svæsnari en áður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 15:45 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir fylgist náið með þróuninni. Vísir/Egill Sú bylgja streptókokka sem nú herjar á landsmenn er enn á uppleið og veldur alvarlegri sýkingum en áður. Þetta segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Það sé mikilvægt að foreldrar barna með sýkinguna hlusti á innsæið og grípi inn í ef þeir fái á tilfinninguna að sýking barna þeirra sé að þróast til verri vegar. „Þetta er sá árstími sem þessar sýkingar hafa yfirleitt látið á sér kræla en það hefur verið óvenjumikið um þetta núna miðað við það sem við höfum séð á fyrri árum.“ Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, greindi frá því í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á RÚV, að þrír, hið minnsta, hefðu látist úr streptakokkasýkingum og fleiri en sextíu þurft að leggjast inn á spítala vegna sýkingar. „Við höfum í samtölum við lækna á Landspítalanum heyrt að það hefur verið mikið um innlagnir bæði hjá börnum og fullorðnum vegna alvarlegra sýkinga og þar með talið á gjörgæslu og að fjöldinn á þessu ári sé allavega orðinn jafn mikill eða ekki umfram það sem gerist á heilu ári,“ útskýrir Guðrún sem var spurð hvað valdi því að fleiri sýkjast nú og verr en áður? Hefur einhver stökkbreyting átt sér stað? „Nei, við höfum ekki upplýsingar um að þetta sé stökkbreyting. Það voru reyndar fréttir frá Danmörku um að það væri nýr stofn þar en það er ekki sá sami sem við höfum endilega séð hér. Þetta er í skoðun.“ Þá sé ekki vitað hvers vegna landsmenn virðast liggja svo vel við höggi líkt og komið hefur í ljós í vetur. „Þetta er baktería sem fólk ber í sér líka, það er um tíu prósent fólks sem ber þessa bakteríu og er ekkert meint af og venjulega veldur þetta vægum sýkingum en getur valdið þessum alvarlegu sýkingum en það getur verið að þetta hafi með það að gera að það hefur kannski verið eitthvað minna um þetta undanfarið eða hugsanlega einhver stofn sem er að valda meiri usla, það er ekki alveg útséð.“ Guðrún segir að það sé mikilvægt að leita til læknis ef grunur er um streptókokkasýkingu. Einkenni geta verið hálsbólga og útbrot. „Þetta gengur oftast yfir en þetta geta orðið að alvarlegum sýkingum og þá er mikilvægt að grípa inn í sem fyrst,“ segir Guðrún. En hvernig getur fólk vitað að sýking sé orðin alvarleg og að tími sé kominn til að grípa inn í. „Fólk er komið kannski með háan hita, það eru komin útbrot, einkenni sem fólk hefur áhyggjur af. Það er oft þessi tilfinning eins og hjá foreldrum um að eitthvað sé ekki í lagi, þá þarf að hlusta á hana. Það eru svona almenn einkenni veikinda. Þetta getur lagst á ýmis líffæri, það getur farið í vöðva, það geta verði sýkingar í lungum og brjóstholi. Það þarf bara að vera vakandi fyrir því ef þróunin er ekki í rétta átt og fólki er ekki að batna eftir einhverja daga.“ Erfitt sé að segja til um endalok streptókokkabylgjunnar. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá hefur þetta verið enn á uppleið þannig að það er erfitt að spá fyrir um hvenær þetta fari niður. Það má alveg eiga von á því að þetta verði eitthvað áfram.“ Þessi bylgja sýkinga er síst bundin við Ísland. „Þetta er á mörgum stöðum ekki skráningarskylt en það eru samt lönd sem hafa verið að birta tölur og upplýsingar um þetta. Það kom nú fyrst frá Bretlandi í haust en síðan hafa önnur lönd í Evrópu, þar á meðal Danmörk séð þetta sama. Það voru einnig fréttir frá Bandaríkjunum þannig að þetta er ekki aðeins bundið við okkur.“ Guðrún segir að blessunarlega sé ýmislegt sem hægt sé að gera til að bæði forðast sýkingu og vinna bug á henni. Þar komi sóttvarnir sterkar inn og sýklalyf við verri sýkingum. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01 Dæmi um að börn hafi verið hætt komin vegna streptókokkasýkingar Dæmi er um að börn hafi verið hætt komin og verið lögð inn á gjörgæslu vegna hættulegrar streptókokkasýkingar sem nú gengur yfir. Sérfræðingur í barnasmitsjúkdómum segir alla á tánum vegna ástandsins. 10. janúar 2023 21:01 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Sjá meira
„Þetta er sá árstími sem þessar sýkingar hafa yfirleitt látið á sér kræla en það hefur verið óvenjumikið um þetta núna miðað við það sem við höfum séð á fyrri árum.“ Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, greindi frá því í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á RÚV, að þrír, hið minnsta, hefðu látist úr streptakokkasýkingum og fleiri en sextíu þurft að leggjast inn á spítala vegna sýkingar. „Við höfum í samtölum við lækna á Landspítalanum heyrt að það hefur verið mikið um innlagnir bæði hjá börnum og fullorðnum vegna alvarlegra sýkinga og þar með talið á gjörgæslu og að fjöldinn á þessu ári sé allavega orðinn jafn mikill eða ekki umfram það sem gerist á heilu ári,“ útskýrir Guðrún sem var spurð hvað valdi því að fleiri sýkjast nú og verr en áður? Hefur einhver stökkbreyting átt sér stað? „Nei, við höfum ekki upplýsingar um að þetta sé stökkbreyting. Það voru reyndar fréttir frá Danmörku um að það væri nýr stofn þar en það er ekki sá sami sem við höfum endilega séð hér. Þetta er í skoðun.“ Þá sé ekki vitað hvers vegna landsmenn virðast liggja svo vel við höggi líkt og komið hefur í ljós í vetur. „Þetta er baktería sem fólk ber í sér líka, það er um tíu prósent fólks sem ber þessa bakteríu og er ekkert meint af og venjulega veldur þetta vægum sýkingum en getur valdið þessum alvarlegu sýkingum en það getur verið að þetta hafi með það að gera að það hefur kannski verið eitthvað minna um þetta undanfarið eða hugsanlega einhver stofn sem er að valda meiri usla, það er ekki alveg útséð.“ Guðrún segir að það sé mikilvægt að leita til læknis ef grunur er um streptókokkasýkingu. Einkenni geta verið hálsbólga og útbrot. „Þetta gengur oftast yfir en þetta geta orðið að alvarlegum sýkingum og þá er mikilvægt að grípa inn í sem fyrst,“ segir Guðrún. En hvernig getur fólk vitað að sýking sé orðin alvarleg og að tími sé kominn til að grípa inn í. „Fólk er komið kannski með háan hita, það eru komin útbrot, einkenni sem fólk hefur áhyggjur af. Það er oft þessi tilfinning eins og hjá foreldrum um að eitthvað sé ekki í lagi, þá þarf að hlusta á hana. Það eru svona almenn einkenni veikinda. Þetta getur lagst á ýmis líffæri, það getur farið í vöðva, það geta verði sýkingar í lungum og brjóstholi. Það þarf bara að vera vakandi fyrir því ef þróunin er ekki í rétta átt og fólki er ekki að batna eftir einhverja daga.“ Erfitt sé að segja til um endalok streptókokkabylgjunnar. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá hefur þetta verið enn á uppleið þannig að það er erfitt að spá fyrir um hvenær þetta fari niður. Það má alveg eiga von á því að þetta verði eitthvað áfram.“ Þessi bylgja sýkinga er síst bundin við Ísland. „Þetta er á mörgum stöðum ekki skráningarskylt en það eru samt lönd sem hafa verið að birta tölur og upplýsingar um þetta. Það kom nú fyrst frá Bretlandi í haust en síðan hafa önnur lönd í Evrópu, þar á meðal Danmörk séð þetta sama. Það voru einnig fréttir frá Bandaríkjunum þannig að þetta er ekki aðeins bundið við okkur.“ Guðrún segir að blessunarlega sé ýmislegt sem hægt sé að gera til að bæði forðast sýkingu og vinna bug á henni. Þar komi sóttvarnir sterkar inn og sýklalyf við verri sýkingum.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01 Dæmi um að börn hafi verið hætt komin vegna streptókokkasýkingar Dæmi er um að börn hafi verið hætt komin og verið lögð inn á gjörgæslu vegna hættulegrar streptókokkasýkingar sem nú gengur yfir. Sérfræðingur í barnasmitsjúkdómum segir alla á tánum vegna ástandsins. 10. janúar 2023 21:01 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Sjá meira
Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40
Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01
Dæmi um að börn hafi verið hætt komin vegna streptókokkasýkingar Dæmi er um að börn hafi verið hætt komin og verið lögð inn á gjörgæslu vegna hættulegrar streptókokkasýkingar sem nú gengur yfir. Sérfræðingur í barnasmitsjúkdómum segir alla á tánum vegna ástandsins. 10. janúar 2023 21:01