Íslendingarnir völdu Messi en ekki þá bestu Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2023 08:31 Aron Einar Gunnarsson og Sara Björk Gunnarsdóttir höfðu atkvæðisrétt sem landslisðfyrirliðar Íslands. Sara kaus í síðasta sinn því hún er nú hætt í landsliðinu. Samsett/Getty Fulltrúar Íslands í vali FIFA á besta knattspyrnufólki ársins 2022 voru sammála um hvaða fólk ætti að vera efst á lista, en tilkynnt var um kjörið í gærkvöld. Lionel Messi og Alexia Putellas urðu efst í kjörinu og hlaut Messi afgerandi kosningu eftir að hafa meðal annars leitt Argentínu að heimsmeistaratitlinum í Katar. Jafnari kosning var um bestu knattspyrnukonuna og til að mynda kusu fleiri landsliðsþjálfarar ensku landsliðskonuna Beth Mead en Putellas, og allir þrír fulltrúar Íslands í kjörinu völdu Mead. Það eru þjálfarar og fyrirliðar landsliðanna í heiminum sem eiga atkvæðisrétt í kosningunni, sem og einn blaðamaður í hverju landi. Arnar Þór Viðarsson, Aron Einar Gunnarsson og Víðir Sigurðsson, umsjónarmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins, tóku þannig þátt í kjörinu á knattspyrnumanni ársins og voru allir með Messi efstan á blaði. Hann varð langefstur í kjörinu en Kylian Mbappé í 2. sæti og Karim Benzema í 3. sæti. Val Arnars: Lionel Messi Kylian Mbappé Luka Modric Val Arons: Lionel Messi Karim Benzema Kylian Mbappé Val Víðis: Lionel Messi Kylian Mbappé Karim Benzema Í valinu á knattspyrnukonu ársins tók Sara Björk Gunnarsdóttir þátt í síðasta sinn og hún var með Beth Mead efsta, rétt eins og landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Víðir Sigurðsson. Þau höfðu því Mead, sem var lykilmaður í sigri Englands á EM í fyrrasumar, fyrir ofan sigurvegara kjörsins, Alexiu Putellas, sem vann spænsku þrennuna með Barcelona og komst með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mead endaði í 3. sæti kjörsins og Alex Morgan í 2. sæti. Raunar komst Putellas hvorki inn á þriggja kvenna listann hjá Söru né Þorsteini, en náði 3. sætinu hjá Víði. Val Þorsteins: Beth Mead Keira Walsh Alex Morgan Val Söru: Beth Mead Keira Walsh Wendie Renard Val Víðis: Beth Mead Alexandra Popp Alexia Putellas Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira
Lionel Messi og Alexia Putellas urðu efst í kjörinu og hlaut Messi afgerandi kosningu eftir að hafa meðal annars leitt Argentínu að heimsmeistaratitlinum í Katar. Jafnari kosning var um bestu knattspyrnukonuna og til að mynda kusu fleiri landsliðsþjálfarar ensku landsliðskonuna Beth Mead en Putellas, og allir þrír fulltrúar Íslands í kjörinu völdu Mead. Það eru þjálfarar og fyrirliðar landsliðanna í heiminum sem eiga atkvæðisrétt í kosningunni, sem og einn blaðamaður í hverju landi. Arnar Þór Viðarsson, Aron Einar Gunnarsson og Víðir Sigurðsson, umsjónarmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins, tóku þannig þátt í kjörinu á knattspyrnumanni ársins og voru allir með Messi efstan á blaði. Hann varð langefstur í kjörinu en Kylian Mbappé í 2. sæti og Karim Benzema í 3. sæti. Val Arnars: Lionel Messi Kylian Mbappé Luka Modric Val Arons: Lionel Messi Karim Benzema Kylian Mbappé Val Víðis: Lionel Messi Kylian Mbappé Karim Benzema Í valinu á knattspyrnukonu ársins tók Sara Björk Gunnarsdóttir þátt í síðasta sinn og hún var með Beth Mead efsta, rétt eins og landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Víðir Sigurðsson. Þau höfðu því Mead, sem var lykilmaður í sigri Englands á EM í fyrrasumar, fyrir ofan sigurvegara kjörsins, Alexiu Putellas, sem vann spænsku þrennuna með Barcelona og komst með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mead endaði í 3. sæti kjörsins og Alex Morgan í 2. sæti. Raunar komst Putellas hvorki inn á þriggja kvenna listann hjá Söru né Þorsteini, en náði 3. sætinu hjá Víði. Val Þorsteins: Beth Mead Keira Walsh Alex Morgan Val Söru: Beth Mead Keira Walsh Wendie Renard Val Víðis: Beth Mead Alexandra Popp Alexia Putellas
Val Arnars: Lionel Messi Kylian Mbappé Luka Modric Val Arons: Lionel Messi Karim Benzema Kylian Mbappé Val Víðis: Lionel Messi Kylian Mbappé Karim Benzema
Val Þorsteins: Beth Mead Keira Walsh Alex Morgan Val Söru: Beth Mead Keira Walsh Wendie Renard Val Víðis: Beth Mead Alexandra Popp Alexia Putellas
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira