Boðar deiluaðila á fund: Verkbanni frestað um fjóra daga Árni Sæberg og Samúel Karl Ólason skrifa 27. febrúar 2023 11:45 Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur boðað samninganefndir á fund sinn í Karphúsinu í kvöld. Efni fundarins er möguleg ný miðlunartillaga en verkbanni SA hefur verið frestað um fjóra daga. Ástráður Haraldsson er stiginn undan feldi og hefur ákveðið að boða þau Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur ásamt fylgdarliði á fund í kvöld. Forsvarsmenn deiluaðila hafa sagst tilbúnir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur frá Ástráði. Þá hefur Ástráður sagt að það sé ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu í kjaradeilunni. Í samtali við Vísi segir Ástráður að hann ætli að nýta fundinn til þess að ráðgast við samingsaðila um möguleikann á því að hann leggi fram nýja miðlunartillögu. Hann segist ekki vita hvernig hljóðið er í þeim Sólveigu Önnu og Halldóri Benjamín fyrir fundinn en að eitthvað verði að reyna til þess að leysa úr deilunni. Verkbanni frestað um fjóra daga Í framhaldi af fundarboði sáttasemjara barst tilkynning frá SA þess efnis að boðuðu verkbanni hafi verið frestað. Til stóð að verkbann hæfist þann 2. mars en því hefur verið frestað til klukkan fjögur mánudaginn 6. mars. Er þetta gert að beiðni ríkissáttasemjara. Þá kemur fram að Samtök atvinnulífsins muni ekki veita nein viðtöl fyrr en að loknum fundi með ríkissáttasemjara. Bréf SA til Eflingar má finna hér á vef samtakanna. Í tilkynningu á vef Eflingar segir að félagsfólk sé beðið um að fylgjast náið með framvindu kjaradeilunnar á næstu sólarhringum. Ekkert kemur fram um það hvort til standi að fresta verkföllum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Kallar eftir viðbrögðum stjórnarliða við „efnahagslegum glæp“ Formaður Eflingar segir yfirvofandi verkbann Samtaka atvinnulífsins gagnvart Eflingafélögum vera grófan og skelfilegan efnahagslegan glæp. Hann segir magnað að enginn úr liði ríkisstjórnarinnar hafi neitt að segja um málið. 27. febrúar 2023 10:09 Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00 Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 25. febrúar 2023 21:01 Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Ástráður Haraldsson er stiginn undan feldi og hefur ákveðið að boða þau Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur ásamt fylgdarliði á fund í kvöld. Forsvarsmenn deiluaðila hafa sagst tilbúnir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur frá Ástráði. Þá hefur Ástráður sagt að það sé ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu í kjaradeilunni. Í samtali við Vísi segir Ástráður að hann ætli að nýta fundinn til þess að ráðgast við samingsaðila um möguleikann á því að hann leggi fram nýja miðlunartillögu. Hann segist ekki vita hvernig hljóðið er í þeim Sólveigu Önnu og Halldóri Benjamín fyrir fundinn en að eitthvað verði að reyna til þess að leysa úr deilunni. Verkbanni frestað um fjóra daga Í framhaldi af fundarboði sáttasemjara barst tilkynning frá SA þess efnis að boðuðu verkbanni hafi verið frestað. Til stóð að verkbann hæfist þann 2. mars en því hefur verið frestað til klukkan fjögur mánudaginn 6. mars. Er þetta gert að beiðni ríkissáttasemjara. Þá kemur fram að Samtök atvinnulífsins muni ekki veita nein viðtöl fyrr en að loknum fundi með ríkissáttasemjara. Bréf SA til Eflingar má finna hér á vef samtakanna. Í tilkynningu á vef Eflingar segir að félagsfólk sé beðið um að fylgjast náið með framvindu kjaradeilunnar á næstu sólarhringum. Ekkert kemur fram um það hvort til standi að fresta verkföllum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Kallar eftir viðbrögðum stjórnarliða við „efnahagslegum glæp“ Formaður Eflingar segir yfirvofandi verkbann Samtaka atvinnulífsins gagnvart Eflingafélögum vera grófan og skelfilegan efnahagslegan glæp. Hann segir magnað að enginn úr liði ríkisstjórnarinnar hafi neitt að segja um málið. 27. febrúar 2023 10:09 Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00 Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 25. febrúar 2023 21:01 Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Kallar eftir viðbrögðum stjórnarliða við „efnahagslegum glæp“ Formaður Eflingar segir yfirvofandi verkbann Samtaka atvinnulífsins gagnvart Eflingafélögum vera grófan og skelfilegan efnahagslegan glæp. Hann segir magnað að enginn úr liði ríkisstjórnarinnar hafi neitt að segja um málið. 27. febrúar 2023 10:09
Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00
Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 25. febrúar 2023 21:01
Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56