Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. febrúar 2023 14:56 Félagsmenn Eflingar mótmæltu boðuðu verkbanni á fimmtudag síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. Á vefsíðu Eflingar er greint frá því að 22 fyrirtæki hafi í hyggju að sniðganga verkbannið, sem boðað var 22. febrúar síðastliðinn. Sú ályktun er dregin af niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var „hjá félagsfólki Eflingar“ um hvort atvinnurekandi þeirra ætli að framfylgja verkbanni eða ekki. Rétt er að taka fram að hver sem er geti tekið þátt í könunninni, óháð því hvort þeir séu í Eflingu eða starfi hjá viðkomandi fyrirtæki yfir höfuð. Sem dæmi gæti svar við könnuninni litið út á eftirfarandi hátt: Samkvæmt þessari tilkynningu, sem gerð var í dæmaskyni, ætla Samtök atvinnulífsins ekki að taka þátt í fyrirhuguðu verkbanni.skjáskot Mbl.is greinir frá því að eitt fyrirtækjanna sem tekist hafi verið að ná sambandi við, ætli í raun að sniðganga verkbannið. Ekki náðist í forsvarsmenn 11 þeirra og einhverjir voru óvissir um hvort verkbannið tæki til fyrirtækis þeirra. Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri EflingarVísir/Baldur Spurður hvort fyrrgreint fyrirkomulag rýri ekki áreiðanleika könnunarinnar segir Viðar: „Við í Eflingu erum ekki ábyrg fyrir staðfestri upplýsingagjöf um þetta mál. Við erum bara að leita eftir upplýsingum frá okkar félagsfólki um hvaða upplýsingar þau hafi fengið frá fyrirtækjunum.“ Upplýsingarnar séu bæði ófullkomnar og misvísandi. „En það er ekki á okkar ábyrgð, það er á ábyrgð fyrirtækjanna að upplýsa starfsfólk um hvernig þessum málum er háttað,“ segir Viðar. Líkt og fyrr segir hafa Samtök atvinnulífsins áréttað á vefsíðu sinni að fyrirhugað verkbann sé ekki valkvætt. Slíkt feli í sér brot á vinnulöggjöfinni. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Á vefsíðu Eflingar er greint frá því að 22 fyrirtæki hafi í hyggju að sniðganga verkbannið, sem boðað var 22. febrúar síðastliðinn. Sú ályktun er dregin af niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var „hjá félagsfólki Eflingar“ um hvort atvinnurekandi þeirra ætli að framfylgja verkbanni eða ekki. Rétt er að taka fram að hver sem er geti tekið þátt í könunninni, óháð því hvort þeir séu í Eflingu eða starfi hjá viðkomandi fyrirtæki yfir höfuð. Sem dæmi gæti svar við könnuninni litið út á eftirfarandi hátt: Samkvæmt þessari tilkynningu, sem gerð var í dæmaskyni, ætla Samtök atvinnulífsins ekki að taka þátt í fyrirhuguðu verkbanni.skjáskot Mbl.is greinir frá því að eitt fyrirtækjanna sem tekist hafi verið að ná sambandi við, ætli í raun að sniðganga verkbannið. Ekki náðist í forsvarsmenn 11 þeirra og einhverjir voru óvissir um hvort verkbannið tæki til fyrirtækis þeirra. Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri EflingarVísir/Baldur Spurður hvort fyrrgreint fyrirkomulag rýri ekki áreiðanleika könnunarinnar segir Viðar: „Við í Eflingu erum ekki ábyrg fyrir staðfestri upplýsingagjöf um þetta mál. Við erum bara að leita eftir upplýsingum frá okkar félagsfólki um hvaða upplýsingar þau hafi fengið frá fyrirtækjunum.“ Upplýsingarnar séu bæði ófullkomnar og misvísandi. „En það er ekki á okkar ábyrgð, það er á ábyrgð fyrirtækjanna að upplýsa starfsfólk um hvernig þessum málum er háttað,“ segir Viðar. Líkt og fyrr segir hafa Samtök atvinnulífsins áréttað á vefsíðu sinni að fyrirhugað verkbann sé ekki valkvætt. Slíkt feli í sér brot á vinnulöggjöfinni.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira