Boðar deiluaðila á fund: Verkbanni frestað um fjóra daga Árni Sæberg og Samúel Karl Ólason skrifa 27. febrúar 2023 11:45 Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur boðað samninganefndir á fund sinn í Karphúsinu í kvöld. Efni fundarins er möguleg ný miðlunartillaga en verkbanni SA hefur verið frestað um fjóra daga. Ástráður Haraldsson er stiginn undan feldi og hefur ákveðið að boða þau Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur ásamt fylgdarliði á fund í kvöld. Forsvarsmenn deiluaðila hafa sagst tilbúnir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur frá Ástráði. Þá hefur Ástráður sagt að það sé ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu í kjaradeilunni. Í samtali við Vísi segir Ástráður að hann ætli að nýta fundinn til þess að ráðgast við samingsaðila um möguleikann á því að hann leggi fram nýja miðlunartillögu. Hann segist ekki vita hvernig hljóðið er í þeim Sólveigu Önnu og Halldóri Benjamín fyrir fundinn en að eitthvað verði að reyna til þess að leysa úr deilunni. Verkbanni frestað um fjóra daga Í framhaldi af fundarboði sáttasemjara barst tilkynning frá SA þess efnis að boðuðu verkbanni hafi verið frestað. Til stóð að verkbann hæfist þann 2. mars en því hefur verið frestað til klukkan fjögur mánudaginn 6. mars. Er þetta gert að beiðni ríkissáttasemjara. Þá kemur fram að Samtök atvinnulífsins muni ekki veita nein viðtöl fyrr en að loknum fundi með ríkissáttasemjara. Bréf SA til Eflingar má finna hér á vef samtakanna. Í tilkynningu á vef Eflingar segir að félagsfólk sé beðið um að fylgjast náið með framvindu kjaradeilunnar á næstu sólarhringum. Ekkert kemur fram um það hvort til standi að fresta verkföllum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Kallar eftir viðbrögðum stjórnarliða við „efnahagslegum glæp“ Formaður Eflingar segir yfirvofandi verkbann Samtaka atvinnulífsins gagnvart Eflingafélögum vera grófan og skelfilegan efnahagslegan glæp. Hann segir magnað að enginn úr liði ríkisstjórnarinnar hafi neitt að segja um málið. 27. febrúar 2023 10:09 Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00 Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 25. febrúar 2023 21:01 Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Ástráður Haraldsson er stiginn undan feldi og hefur ákveðið að boða þau Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur ásamt fylgdarliði á fund í kvöld. Forsvarsmenn deiluaðila hafa sagst tilbúnir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur frá Ástráði. Þá hefur Ástráður sagt að það sé ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu í kjaradeilunni. Í samtali við Vísi segir Ástráður að hann ætli að nýta fundinn til þess að ráðgast við samingsaðila um möguleikann á því að hann leggi fram nýja miðlunartillögu. Hann segist ekki vita hvernig hljóðið er í þeim Sólveigu Önnu og Halldóri Benjamín fyrir fundinn en að eitthvað verði að reyna til þess að leysa úr deilunni. Verkbanni frestað um fjóra daga Í framhaldi af fundarboði sáttasemjara barst tilkynning frá SA þess efnis að boðuðu verkbanni hafi verið frestað. Til stóð að verkbann hæfist þann 2. mars en því hefur verið frestað til klukkan fjögur mánudaginn 6. mars. Er þetta gert að beiðni ríkissáttasemjara. Þá kemur fram að Samtök atvinnulífsins muni ekki veita nein viðtöl fyrr en að loknum fundi með ríkissáttasemjara. Bréf SA til Eflingar má finna hér á vef samtakanna. Í tilkynningu á vef Eflingar segir að félagsfólk sé beðið um að fylgjast náið með framvindu kjaradeilunnar á næstu sólarhringum. Ekkert kemur fram um það hvort til standi að fresta verkföllum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Kallar eftir viðbrögðum stjórnarliða við „efnahagslegum glæp“ Formaður Eflingar segir yfirvofandi verkbann Samtaka atvinnulífsins gagnvart Eflingafélögum vera grófan og skelfilegan efnahagslegan glæp. Hann segir magnað að enginn úr liði ríkisstjórnarinnar hafi neitt að segja um málið. 27. febrúar 2023 10:09 Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00 Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 25. febrúar 2023 21:01 Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Kallar eftir viðbrögðum stjórnarliða við „efnahagslegum glæp“ Formaður Eflingar segir yfirvofandi verkbann Samtaka atvinnulífsins gagnvart Eflingafélögum vera grófan og skelfilegan efnahagslegan glæp. Hann segir magnað að enginn úr liði ríkisstjórnarinnar hafi neitt að segja um málið. 27. febrúar 2023 10:09
Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00
Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 25. febrúar 2023 21:01
Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56