Draumabyrjun Árna sem hefur nú skorað í sjö löndum Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2023 10:30 Árni Vilhjálmsson, næstlengst til hægri á mynd, fékk að handleika bikar strax eftir fyrsta leik með Zalgiris og átti risastóran þátt í sigrinum. FK Zalgiris Knattspyrnumaðurinn Árni Vilhjálmsson er strax byrjaður að skora fyrir litháísku meistarana í Zalgiris en hann skoraði tvö mörk í gær þegar liðið vann Kauno Zalgiris í leik um ofurbikarinn. Árni hafði verið án félags frá því að hann sagði skilið við franska 2. deildarliðið Rodez síðasta sumar, og dvalið á Ítalíu þar sem kærasta hans Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Juventus. Ekki virtist þó neitt ryð í honum í fyrsta leik fyrir Zalgiris í gær, níu mánuðum eftir síðasta leik sem hann spilaði. Árni kom inn á sem varamaður á 83. mínútu og aðeins sex mínútum síðar skoraði hann fyrsta mark leiksins, sem sjá má hér að neðan. Byrjaður að skora í Litháen og því búinn að skora samtals í 7 löndum Árni Vilhjálmsson (f.1994) Zalgiris Vilnius FK Kauno Zalgiris #Íslendingavaktin pic.twitter.com/VI6YbJzutR— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) February 26, 2023 Kauno Zalgiris náði þó að jafna metin í uppbótartíma og því réðust úrslit leiksins í vítaspyrnukeppni. Þar var Árni fyrstur á vítapunktinn fyrir Zalgiris. Hann þurfti reyndar að bíða heillengi eftir því að fá bolta til að sparka í en lét það ekki trufla sig og skoraði af miklu öryggi úr vítinu, og Zalgiris vann svo vítaspyrnukeppnina. Upptöku frá leiknum má sjá hér að neðan. Zalgiris varð á síðustu leiktíð meistari þriðja árið í röð auk þess að vinna einnig bikarkeppnina í Litháen. Árni er fyrsti Íslendingurinn til að spila fyrir Zalgiris. Hann hefur nú skorað mark í sjö löndum því áður hafði Árni skorað mark fyrir lið í Frakklandi, Úkraínu, Póllandi, Svíþjóð, Noregi og á Íslandi, þar sem þessi 28 ára framherji hóf ferilinn með Breiðabliki. Tengdar fréttir Árni til litháísku meistaranna Íslenski fótboltamaðurinn Árni Vilhjálmsson hefur samið við meistaraliðið í Litáen, Zalgaris. Samningur Árna við liðið gildir út þetta ár. 23. febrúar 2023 16:16 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira
Árni hafði verið án félags frá því að hann sagði skilið við franska 2. deildarliðið Rodez síðasta sumar, og dvalið á Ítalíu þar sem kærasta hans Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Juventus. Ekki virtist þó neitt ryð í honum í fyrsta leik fyrir Zalgiris í gær, níu mánuðum eftir síðasta leik sem hann spilaði. Árni kom inn á sem varamaður á 83. mínútu og aðeins sex mínútum síðar skoraði hann fyrsta mark leiksins, sem sjá má hér að neðan. Byrjaður að skora í Litháen og því búinn að skora samtals í 7 löndum Árni Vilhjálmsson (f.1994) Zalgiris Vilnius FK Kauno Zalgiris #Íslendingavaktin pic.twitter.com/VI6YbJzutR— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) February 26, 2023 Kauno Zalgiris náði þó að jafna metin í uppbótartíma og því réðust úrslit leiksins í vítaspyrnukeppni. Þar var Árni fyrstur á vítapunktinn fyrir Zalgiris. Hann þurfti reyndar að bíða heillengi eftir því að fá bolta til að sparka í en lét það ekki trufla sig og skoraði af miklu öryggi úr vítinu, og Zalgiris vann svo vítaspyrnukeppnina. Upptöku frá leiknum má sjá hér að neðan. Zalgiris varð á síðustu leiktíð meistari þriðja árið í röð auk þess að vinna einnig bikarkeppnina í Litháen. Árni er fyrsti Íslendingurinn til að spila fyrir Zalgiris. Hann hefur nú skorað mark í sjö löndum því áður hafði Árni skorað mark fyrir lið í Frakklandi, Úkraínu, Póllandi, Svíþjóð, Noregi og á Íslandi, þar sem þessi 28 ára framherji hóf ferilinn með Breiðabliki.
Tengdar fréttir Árni til litháísku meistaranna Íslenski fótboltamaðurinn Árni Vilhjálmsson hefur samið við meistaraliðið í Litáen, Zalgaris. Samningur Árna við liðið gildir út þetta ár. 23. febrúar 2023 16:16 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira
Árni til litháísku meistaranna Íslenski fótboltamaðurinn Árni Vilhjálmsson hefur samið við meistaraliðið í Litáen, Zalgaris. Samningur Árna við liðið gildir út þetta ár. 23. febrúar 2023 16:16